Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Blaðsíða 18
ir Pam, en fjölskyldan er að fara í sína fyrstu utanlandsferð eftir að faraldurinn skall á. „Við ætlum að vera hér í fimm daga, fara gullna hringinn og fleira,“ segir Cassey. „Já, við ætlum í tvo þjóðgarða, í þennan með ísjakana og svo í þenn- an með sprunguna,“ segir afinn Jan og blaðamaður skýtur inn í orðum eins og Jökulsárlón og Þingvellir og hitti þar naglann á höfuðið. Frelsinu fegnir unglingar Fjölskyldan er afar sátt við veðrið en þennan dag er milt en skýjað. „Við erum frá borg þar sem rign- ir mikið þannig að við erum öllu vön og ekkert stoppar okkur. Okkur finnst veðrið frábært.“ Unglingarnir, fimmtán og sextán ára, eru spenntir fyrir ferðinni. Þeir eru frelsinu fegnir eftir langan kór- ónuveiruvetur. „Þetta hefur verið svakalega erf- itt. Erfiðast var að geta ekki hangið með vinum,“ segir Cypress. „Það er frábært að fá að koma hingað,“ segir Emma. Þar sem þið hafið bara verið hér í fimm tíma, get ég varla spurt hvernig ykkur finnist Ísland, eða hvað? „Jú, þú getur alveg spurt! Við elskum Ísland. Það er ekki annað hægt,“ segir Pam. Við erum að ferðast saman fjölskyldan, þrjár kynslóðir. Við erum frá Seattle í Bandaríkjunum og höfum verið á Íslandi núna í fimm tíma,“ segir Cassey og skellihlær. „Við hjónin erum hér reyndar í annað sinn og nú vildum við koma með dóttur okkar og barnabörn- um,“ skýtur Pam inn í. „Við vorum ekkert smeyk að koma vegna Covid, við erum að koma frá stað þar sem ástandið hef- ur verið mjög slæmt um langa hríð. Okkur líður eins og við séum mjög örugg hér með allar reglurnar um að fara í próf og sýna bólusetning- arvottorð,“ segir Cassey. „Svo er hér svo mikið hægt að gera utandyra og mikið pláss,“ seg- Veðrið er frábært! BANDARÍKIN Emma, Cypress, Cassey, Pam og Jan ætla að njóta lífsins á Íslandi. Við elskum Ísland! Ferðamenn eru byrjaðir að streyma til landsins þótt fjöldinn sé mun minni en fyrir kórónuveiru. Blaðamaður hitti á Skólavörðuholti nokkra hressa ferðamenn sem allir elskuðu Ísland. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.8. 2021 FERÐALÖG „Hvernig veistu að ég er útlend- ingur? Er ég svona týnd á svipinn?“ spyr Dina og hlær. Hún er frá Seattle og kom í hóp sem fer heim á morgun, en hún hyggst ferðast meira um landið með öldruðum foreldrum sínum. „Við ætlum að leigja bíl og fara í styttri ferðir út frá Reykjavík en ég hef nú verið hér í um viku. Ég er bú- in að fara Gullna hringinn, á Snæ- fellsnes og eitthvað af suðurströnd- inni. Við fórum líka að sjá Barnafoss. Nú ætlum við að fara að skoða meira sjálf á bílnum, bæði fossa og jökla,“ segir Dina sem er hér í fyrsta skipt- ið. „Ísland var aldrei á planinu hjá mér. Svo var það ein vinkona mín sem fór hingað og sagði mér frá landinu. Svo poppaði upp þessi hóp- ferð eldra fólks og foreldrar mínir vildu fara þannig að við skelltum okkur. Ég vissi í raun ekki mikið um Ísland. Ég veit að þið viljið ferða- menn, en ég vildi óska að þeir væru færri!“ Færri? Þú hefðir átt að sjá fjöldann hér fyrir Covid! „Já, var það kannski verra? Ég er þá bara heppin að vera hér núna. Ég kem alveg pottþétt aftur. Það er svo margt að sjá.“ BANDARÍKIN Kem pottþétt aftur Dina var með landakortið við hönd- ina og myndavélina tilbúna. Hópurinn stillti sér upp á Skólavörðuholtinu og er Susong hvítklædd fremst. „Við erum hér í átta manna hóp og allir eru hér í fyrsta sinn fyrir utan mig, en ég er fararstjórinn og hef komið einu sinni áður, í maí á þessu ári,“ segir Susong og upplýsir blaða- mann um að ferðalangarnir búi allir í Bandaríkjunum en séu ættaðir frá Suður-Kóreu. „Við erum búin að vera í níu daga hér og fórum allan hringinn. Í dag er frjáls dagur og allir að labba í bæn- um. Það var algjörlega frábært að fara hringinn og mjög fallegt. Allir voru í skýjunum og ég ætla sko að koma aftur hingað með fleira fólk. Íslendingum finnst kalt hér en það er alls ekki kalt, það er frábært veð- ur,“ segir Susong. „Við höfum fengið marga sól- ardaga en hér er auðvitað allra veðra von en við erum við öllu búin, en það hefur verið fallegt veður. Ég held að suðurströndin sé uppáhaldssvæðið mitt og Gullfoss rosalega fallegur,“ segir Susong. „Við elskum allt hér, matinn og menninguna,“ segir hún og segir þorsk vera í sérstöku uppáhaldi þeg- ar kemur að mat. „Svo er plokkfiskurinn æði og lambið svo ferskt. Allir voru svo hissa að fá svona góðan mat.“ SUÐUR-KÓREA Hissa að fá góðan mat FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 11–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is KYNNINGARAFSLÁTTUR 20% SERTA OCEAN SPLENDID SERTA ER OPINBER BIRGIR Kynningarverð 519.920 kr.Verðdæmi: Serta Ocean Splendid 2 x 80 x 200 cm. Fullt verð: 649.900 kr. Náttborð ekki inni- falið í verði en selt sér. Serta Ocean Splendid eru fáanleg í tveimur áklæðisgerðum gráu sléttflaueli og gráu áklæði. Þau fást í fjórum stærðum; 160/180/200 x 200 cm og 180 x 210 cm NÝTT SERTA OCEAN SPLENDID

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.