Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Side 21
að sér kveða í Bandaríkjunum. Áhrif
hans á byggingarlist okkar tíma eru
ómetanleg og safnið í Berlín er gott
dæmi um snilli hans.
Því þarf engan að undra að það
eru ekki aðeins sýningarnar í safn-
inu, sem draga að, heldur einnig
safnbyggingin sjálf, og raunar má
segja að hæðin sem blasir við veg-
farendum með öllum sínum gluggum
sé ekki sérlega hentug til sýninga.
Hefur verið sagt að fyrir sýning-
arstjóra sé safnið eins og illkleifasta
hlíðin á Eigertindi í Ölpunum.
Arkitektinn David Chipperfield
stýrði viðgerðunum á safninu. Hann
sagði í viðtali við Deutsche Welle að
Mies van der Rohe hefði verið upp-
lagður til að reisa minnisvarða í
húsagerðarlist í Berlín á eftirstríðs-
árunum.
„Hann var arkitekt sem var fær
um að reisa útópíska byggingu í
borg sem þurfti á útópískri hugsun
að halda, á tíma þar sem hún var á
ný að leita sér að framtíð,“ sagði
Chipperfield og bætti við að þetta
væri ein af hans mikilvægustu bygg-
ingum, Mies van der Rohe hefði
gætt hana miklum samhljómi.
Verkið „Fimm sverð“ eftir banda-
ríska myndhöggvarann Alexander
Calder nýtur sín vel í safninu, sem
Ludwig Mies van der Rohe teiknaði
og reyndist hans síðasta verk. Safn-
ið verður opnað á ný um helgina
eftir sex ára endurbætur.
AFP
Safngestur skoðar verk Giorgios de Chiricos, „Frumspekingurinn mikli“. Fyrir
miðju sést málverkið „Eiffel-turninn“ eftir Robert Delaunay og í forgrunni er
styttan „Fugl í rými“ eftir rúmenska myndhöggvarann Constantin Brancusi.
Tvö verk eftir þýska listamanninn Georg Grosz, „Máttarstólpar
samfélagsins“ og „Grár dagur“, blasa við á vegg Neue National-
galerie. Í forgrunni er „Höfuð hugsuðar (með hendi)“ eftir þýska
myndhöggvarann Wilhelm Lehmbruck. Verkin eru á sýningunni List
samfélagsins 1900 til 1945. Þar verða sýnd verk klassískra módern-
ista úr eign safnsins. Sýningin stendur fram til júlí á næsta ári.
AFP
Listasafnið ber stíl Ludwigs Mies van der Rohe órækt vitni. Arkitektinn David
Chipperfield stýrði viðgerðunum og endurbótunum á safninu, sem var reist á
árunum 1965 til 1968, og segir það eitt af hans mikilvægustu verkum.
22.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt