Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.8. 2021 HEILSA Í gegnum árin hefur okkur verið sagt að morgunmatur sé mik- ilvægasta máltíð dagsins. Morgunmaturinn gefur okkur orkuna sem við þurfum til að fara út í daginn og fyrir þá sem vilja léttast þá kemur hann brennslunni af stað eftir föstu næturinnar. En að sögn næringarfræðinga og annarra sem skoðun hafa á því hvað fólk lætur ofan í sig er þetta allt saman vitleysa. Það sé í raun ekkert merkilegt við morgunmat- inn og fyrir þá sem vilja léttast er góð leið til þess einfaldlega að sleppa honum. Mikilvægi morg- unmatarins sé aðeins áróður morg- unkornsseljenda sem vilji selja og græða sem mest. Vandamálið við þessa sögu er þó að hún kemur ekki heim og saman við niðurstöður rannsókna. Sami fjöldi en léttast samt Flestar rannsóknir hafa sýnt að fólk sem er látið sleppa því að borða morgunmat léttist ekki meira en það sem er sagt að borða morgunmat. Þeir sem borða morg- unmat borða minna það sem eftir lifir dagsins en þeir sem gera það ekki, en innbyrða þó um 500 fleiri hitaeiningar á dag samkvæmt einni rannsókn frá árinu 2016. Rann- sóknin stóð yfir í sex vikur svo að þeir sem borðuðu morgunmat inn- byrtu meira en 20.000 fleiri hita- einingar en hinn hópurinn á tíma- bilinu en samt var enginn munur á þyngdartapi á milli hópanna. Hvað útskýrir þá niðurstöð- urnar? Eitt sem rannsakendurnir komu auga á var að þau sem borð- uðu morgunmat voru líklegri til að hreyfa sig á morgnana. Ekki því þau tóku skipulagða æfingu heldur vegna þess að þau stóðu upp og gengu um, tóku til í kringum sig og svo framvegis. Það útskýrir þó ekki niðurstöðurnar að fullu. Meiri brennsla Fólki sem vill léttast er oft ráðlagt að borða minna á kvöldin. Þetta ráð var þó ekki rannsakað af viti fyrr en á síðasta áratug og sýndi rannsókn á ungum karlmönnum að þegar þeim var sagt að borða ekki eftir sjö á kvöldin léttust þeir í samburði við tímabil er þeir borð- uðu eins og áður. Þetta kom þó ekki á óvart enda borðuðu karl- arnir færri hitaeiningar þegar þeir máttu ekki borða á kvöldin. Næst var því að skoða tilfelli þar sem hitaeiningafjöldanum var haldið föstum. Það var gert skömmu seinna í rannsókn bandaríska hersins. Fólk var látið borða eina máltíð á dag, annaðhvort að morgni dags eða kvöldi. Þeir sem borðuðu að kvöldi léttust ekki en þeir sem borðuðu að morgni léttust töluvert þótt máltíðin væri sú sama hjá báðum hópum. Það virðist því sem líkams- klukkan stjórni ekki aðeins hvenær við erum þreytt og viljum sofa heldur einnig hversu miklu við brennum af þeim mat og þar með hitaeiningum sem við innbyrðum. Nokkuð til í máltækinu Önnur rannsókn var framkvæmd af ísraelskum vísindamönnum. Þeir skiptu hóp kvenna í yfirþyngd í tvennt og létu annan hópinn borða 700 hitaeininga morgunmat, 500 hitaeininga hádegismat og 200 hitaeininga kvöldmat. Hinn hóp- urinn borðaði sama hádegismat en 200 hitaeininga morgunmat og 700 hitaeininga kvöldmat. Í ljós kom að þær sem borðuðu stóran morgunmat á næstu tólf vikum léttust um meira en tvöfalt fleiri kíló en þær sem borðuðu stóran kvöldmat. Enn og aftur léttist fólk meira ef það borðaði stærstan hluta hitaeininga dagsins að morgni til, þrátt fyrir að enginn munur væri á heildarfjölda þeirra. Í kjölfarið voru gerðar fleiri rann- sóknir sem renndu stoðum undir þessar niðurstöður. Hið gamla máltæki „borðaðu morgunmat eins og kóngur eða drottning, hádegismat eins og prins eða prinsessa og kvöldmat eins og fátæklingur“ hefur því vís- indin á sínu bandi. Beint í vöðvana að morgni En hvað er það sem veldur? Lík- aminn notar meiri orku við að melta matinn sem maður borðar á morgnana heldur en á kvöldin, nánar tiltekið um 50% fleiri hita- einingar. Sem dæmi sýndi rann- sókn að að morgni til þurfi 300 hitaeiningar til að melta 1.200 hita- eininga máltíð en aðeins 200 að kvöldi. Máltíðin gefur því 900 hita- einingar að morgni en 1.000 að kvöldi. Líkaminn er þó ekki einfaldlega að eyða orku á morgnana. Það sem gerist er að þegar borðað er að morgni til breytir líkaminn orkunni í glýkógen sem vöðvarnir nota til að starfa yfir daginn. Á kvöldin býst líkaminn ekki við að þurfa svo mikið glýkógen enda hvíld fram undan og því notar hann orkuna sem við innbyrðum beint en ekki fitu eða aðra orku- gjafa líkt og hann myndi gera á morgnana. Það er því ekki bara spurning um hvað og hversu mikið við látum ofan í okkur heldur skiptir einnig máli hvenær við gerum það. Heimild: nutritionfacts.org. Konunglegur morgunmatur Algengt hefur orðið að fólk sleppi því að borða morgunmat í þeim til- gangi að léttast. Ef marka má nýlegar rannsóknir er þetta þó ekki besta leiðin og morgunmatur gæti í raun verið „mikilvæg- asta máltíð dagsins“ eftir allt saman. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Skiptar skoðanir eru á mikilvægi morgunmat- arins og margir sem sleppa honum alfarið. Það gætu verið mistök. Unsplash ’ Fólk var látið borða eina máltíð á dag, annaðhvort að morgni dags eða kvöldi. Þeir sem borðuðu að kvöldi léttust ekki en þeir sem borðuðu að morgni léttust töluvert þótt máltíðin væri sú sama meðal beggja hópa. Það geta allir fundið eitthvað girnilegt við sitt hæfi Freistaðu bragðlaukanna ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.