Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.8. 2021 LESBÓK Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960E60 Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is Stóll E-60 orginal kr. 38.600 Retro borð 90 cm kr. 142.000 (eins og á mynd) TEKJUR Lögsókn Scarlett Johansson á hendur Disney fyrir ógoldin laun hafði áhrif á kjör nýs samnings Emmu Stone fyrir framhald af kvikmyndinni Cruella sem kom út fyrr í ár. Johansson kærði Disney þar sem laun hennar fyrir myndina Black Widow voru bundin við miðasölu. Myndin kom út á streymisveitu Disney á sama tíma og hún kom í kvikmyndahús og því var miðasalan dræmari en ella. Sömu sögu má segja um mynd Stone, Cruella, sem Disney gaf út í lok maí. Samningur Stone var keimlíkur Johansson og íhugaði hún um tíma að kæra Disney. Ef marka má fréttir vestanhafs hafði það þau áhrif að Stone gat samið um að tekjur hennar af væntanlegri framhalds- mynd yltu bæði á miðasölu og áhorfi á streymis- veitunni Disney+. Fékk betri samning Watson lék Grimmhildi Grámann í Cruella. AFP EFTIRSJÁ Fasteignaerfinginn Robert Durst segist sjá eftir þátttöku sinni í heimildaþáttunum The Jinx sem HBO framleiddi. Eftirsjáin þarf ekki að koma á óvart enda var Durst handtekinn fyrir morðið á vinkonu sinni, Susan Berman, sem lést ár- ið 2000, vegna þáttanna. Þættirnir, sem komu út árið 2015, fjölluðu um morðin á fyrstu eiginkonu Durst, Kathleen McCormack, sem lést 1982, Berm- an og Morris Black sem lést 2001. Degi áður en lokaþátturinn var sýndur var Durst handtekinn en í þættinum heyrist hann hvísla að sjálfum sér, „hvað í fjandanum gerði ég, drap þau öll auðvitað“. Réttarhöld fara nú fram yfir Durst vegna morðsins á Berman en hann segir orð sín tekin úr samhengi. Sér eftir að hafa játað morðin Durst fyrir rétti í Kaliforníu á dögunum. AFP Craig þarf ekki að hafa áhyggjur. Af nógu að taka TEKJUR Gefið hefur verið út af gárungum vestanhafs hve miklar tekjur leikarar í Hollywood fá fyrir vinnu sína og ljóst að ekki væsir um þá launahæstu þar á bæ. Efstur á lista er Daniel Craig sem fær 100 milljónir dollara, jafngildi tæplega 13 milljarða króna, fyrir að leika í Knives Out 2 og 3. Næstur á eftir kemur Dwayne Johnson með 50 milljónir dollara fyrir myndina Red One. Will Smith og Denzel Wash- ington hafa það líka gott, þéna 40 milljónir dollara hvor fyrir mynd- irnar King Richard og The Little Things. Efst á lista meðal kvenna er Jennifer Lawrence sem fær 25 milljónir dollara fyrir myndina Don’t Look Up. E f marka má áhorfendatölur frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu var áhugi á Ólympíuleikunum í Tókýó með minnsta móti. Svo lítið var áhorfið á leikana að meðaltali að það hef- ur ekki verið minna í 33 ár í Bandaríkjunum eða frá leikunum í Seúl árið 1988. Áhorfið var 42% minna en á leikana í Ríó 2016 og meira en helmingi minna en á leikana í London 2012. Benda má á að mikill tímamun- ur er á milli Japans og Bandaríkj- anna og því viðbúið að færri stilltu á leikana á ókristilegum tíma eða horfðu á endursýningar á kvöldin. Tímamunurinn var þó svipaður þegar leikarnir fóru fram í Peking árið 2008 en þá var áhorfið mikið, raunar meira en á leikana fyrir fimm árum. Umræðan í aðdraganda leik- anna nú var nokkuð neikvæð og mikið rætt um að Japanir væru margir, jafnvel flestir, mótfallnir því að halda leikana enda hefur baráttan við kórónuveiruna reynst þjóðinni erfið á þessu ári. Gæti það hafa haft einhver áhrif á áhorfið enda var rætt og ritað um slæm áhrif þess á íbúa gest- gjafaborgarinnar að halda leik- ana. Þá var alþjóðaólympíu- nefndin sökuð um spillingu og það að bera ekki hag íþrótta- mannanna sem keppa á leikunum fyrir brjósti. Mestu áhrifin voru þó líklega af kórónuveirunni og þann blett sem hún setti á framkvæmd leikana. Engir áhorfendur voru leyfðir á leikunum og keppendur þurftu að bera grímur öllum stundum nema rétt á meðan þeir kepptu. Mun minni áhugi Þegar stærstu íþróttakeppnir heims fóru af stað í fyrrasumar og -haust voru bundnar vonir við að aðdáendur sætu límdir við skjáinn. Fólk hafði ekki fengið að sjá íþróttakeppni í beinni útsendingu síðan í mars það ár og héldu margir að það myndi svala upp- söfnuðum íþróttaþorsta sínum með miklu áhorfi, enda fjöldi fólks mikið heima við með lítið fyrir stafni. Það reyndist þó ekki raunin því í Bandríkjunum minnkaði áhorf á stórviðburði eins og lokaúrslit NBA- og NHL-deildanna um 49 og 61% frá árinu á undan. Raunar minnkaði áhorf á flesta stóra íþróttaviðburði í Bandaríkjunum haustið 2020 um að minnsta kosti 25%. Ekki er ljóst af hverju áhorf á íþróttaviðburði minnkaði með þessum hætti eftir að þeir fóru af stað eftir hléið. Ein ástæðan gæti verið sú að of margir viðburðir fóru fram á sama tíma. Vegna frestana fór það svo að úrslit fóru fram í deildum að hausti sem vanalega fara fram að vori eða í byrjun sumars. Mörgum við- Yfir á sam- félagsmiðla? Íþróttir hafa átt undir högg að sækja síðan farald- urinn hófst en mikilvægasta baráttan fer fram fyr- ir framan skjáinn. Yngri kynslóðir eru ekki til- búnar að eyða fleiri klukkustundum í áhorf. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Bandaríkjamenn eru duglegir að halda veislur í tengslum við íþróttaviðburði. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.