Morgunblaðið - 13.10.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.2021, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2021 Nú þegar liðin eru 30 ár frá láti Karls J. Sig- hvatssonar, Kalla sem jafnan var nefndur svo, er ef til vill rétt að sjá hlutina frá enn nýrri hlið en áður. Bíóhöllin á Akranesi, þetta stóra hús, troð- fullt út úr dyrum og á skemmtun nokkurri gengur fram á sviðið einhver mesti orkubolti sem sést hef- ur fyrr eða síðar og syngur Lóa litla á Brú með slíkum tilþrifum að var sem aldrei hefði það verið flutt áður. Ljóst var öllum að þetta stóra hús rúmaði ekki áru þess anda sem þarna hvafði kvatt sér hljóðs í fyrsta sinni. Tíminn líður og verkefnin verða æ viðameiri en áður; það er unun að fylgjast með Karli og framgangi hans. – – – Kennaranemar höfðu þá skyldu í byrjun náms að kynna sér Höllina við Sundin blá. Skjótt var ljóst að kjör manna væru mis- jöfn og gæfa þeirra óskiljanleg og sönnuðust nú orð Jökuls Bárð- arsonar í Tungu er Grettir grennslaðist fyr- ir um fyrri tíðar aft- urgöngur: „… satt er það sem mælt er að sitt er hvað, gæfa eða gjörvugleikur.“ Hafði svo sem séð fátæklegar vist- arverur og ekki gefið gaum að öðru en ábúendum öllu fremur en vist- arverur þarna voru óhrjálegar og kaldar allri mannkind. Þá gerist það undur skömmu eftir að ég settist á stól fyrir enda gangs- ins að úr blikkdósum á veggjum eða einhverju slíku tekur að óma hljóm- list svo undurfögur að engu er líkara en það hljóti að vera komið úr efri hvolfum himnanna að þýðleik og dýr- leika. Þetta tónaregn, sem virtist búa yfir öllum litum margbreytileika sál- arinnar, hélt áfram um stund uns það þagnaði og fyrir duttlunga örlaganna fór það svo að þessi undursamlega tónlist hljóðnaði og þagnaði alger- lega. Þetta var Blómið eftir Karl J. Sig- hvatsson. Joseph Haydn var barinn af Est- erhazy-fjölskyldunni og þótti ekki hæfur til að sitja til borðs með svo fínni fjölskyldu, Beethoven var heyrnarlaus sérvitringur og þótti ekki húsum hæfur og Mozart fylgdi til grafar einmana rakki sem hafði orðið viðskila við fólkið sitt. En Drottinn minn dýri! Tónlist þeirra heyrist þó enn! Hver hefði bölvun þeirra átt að vera til þess að tónlistin heyrðist ekki um aldur og ævi eða hverjar syndir tilreiknaðar að boði kirkju Páls postula? Kirkja Jesú Krists og miskunnarverk hans þekkir ekki til neins af þessu, hún leitar uppi það týnda til að frelsa það frá rangindum í garð náungans, hvort þau eru vitandi vits eða án vit- marka, og kalla til ábyrgðar á eigin gjörðum. Mozart lést við þrítugsaldur og lífsins hringekja, svo sem að ofan er rakið, getur hagað því svo til að heilu hljómsveitirnar komi og fari og með- limir þeirra, einn eða fleiri eða allir, falli frá í blóma lífsins. Menn eiga einfaldlega að leggja af þá villu og reginvitleysu að ekki megi leika tónlist einstakra manna ef ekki hljómsveita af því einu að þeir eru dánir eða féllu ekki frá eftir ein- hverri fyrirframlagðri snúru og líta á það sem einhvern alveg sérdeilis virðingarvott að hafa það þannig; þegja þá í hel til viðbótar því sem reyndin er til róta. Tónlistarmenn! Hlúið að félögum ykkar sem enn eru lífs og leyfið tón- list fallinna félaga að hljóma! Blómið eftir Karl J. Sighvatsson er einstök gjöf hans til íslenskrar þjóðar og hún ætti ekki að misvirða sjálfa sig með sniðgöngu þessa snilldarverks eða búa sér uppgerð- arsorgarstalla í andliti til að þegja slíkar náðargjafir Guðs í hel. Leyfum Blóminu, sem bar Karli J. Sighvatssyni svo ljúft og fagurt vitni, spegill sálar þessa merka lista- manns, leyfum því að hljóma í upp- runalegum búningi svo lengi sem tónn hljómar við annan tón. Er algjör þögnin mestur heiður tónlistarmanna? Eftir Guðna Björgólfsson »Haydn var barinn af Esterhazy-fjölskyld- unni, Beethoven var sérvitringur og Mozart fylgdi rakki til grafar sem hafði orðið viðskila við fólkið sitt. Guðni Björgólfsson Höfundur er kennari. Karl faðir minn, Haukur Jóhannsson, verkfræðingur í vatns- aflsvirkjun, hefur skrif- að um þessi mikilvægu mál. Mikil framför var eft- ir frönsku byltinguna þegar Frakkar létu staðla metrann sem gert var í París 1795. Bolsévikar tóku upp metrakerfið 1918 og nútíma evrópskt dagatal, einnig fengu konur kosn- ingarétt. Upp úr þessari skyn- samlegu alþjóðavæðingu mæliein- inga koma síðan SI (Système international (d’unités)) og ISO (Int- ernational Standart Organisation). Metrakerfið var tekið upp hér á landi 1910, án þess væru hér enn þumlungar, faðmar, álnir, pund, pott- ar … með veseni sem slíku rugli fylgir, ekki síst í alþjóðasamskiptum. Einkennilegt er að enn séu notaðar gamlar mælieiningar þegar um er að ræða þyngd laxa og barna, dekkja- stærðir, flughæð og e.t.v. fleira. Þess má geta að bresk og bandarísk míla eru mislangar. Ísland viðurkennir SI-kerfið (einungis þrjú lönd af 200 viðurkenna það ekki: Bandaríkin, Mjanmar (áður Búrma) og Líbería). Ein- kennilegt er að heyra frá opinberum aðilum t.d. svona setningu: „… já allt gengur æðislega, kjörstaðir verða opnir frá 9 til 10, meiriháttar …“; „… hrikalegt veð- ur, það verður út- göngubann, rýming dalsins frá 11 til 6“. Hér er átt við 09:00-22:00 og 23:00-06:00. Eitt sinn var leiguflug héðan kl. 01:15, stund- vísustu farþegar mættu upp úr kl. 10 en þá var vélin farin frá KEF fyrir 9 klst., enginn fékk endurgreitt. Rang- ar tímasetningar geta verið graf- alvarlegt mál og fúsk er ábyrgðar- hluti. „Jarðarför er kl. 2“ – guðirnir gefi að um misskilning sé að ræða, alltént afar ókristilegur tími það. Hinar alvarlegustu stofnanir og emb- ættismenn verða að taka hlutverk sitt alvarlega og vera faglegir, ekki síst ef reglur þeirra mæla svo fyrir. Svona lagað hlýtur að vera grund- vallarregla eða „prinsipp“-atriði. Þorsteinn Sæmundsson stjörnu- fræðingur og ritstjóri Almanaks Há- skóla Íslands svarar Hauki Jóhanns- syni og segir að dagsetningin ÁÁÁÁ-MM-DD sé fyrst og fremst notuð í Bandaríkjunum. Almennt er þar notað ótrúlega órökrétt kerfi: MM/DD/YY, t.d. 8/31/21 og AM eða PM (Ante-Post Merediem). Hins vegar nota Pentagon og Bandaríkja- her rökfasta dags., þar sem misskiln- ingur verður ekki, 2021-08-31, 05:55, má stytta í 210831 05:55. Þetta er rökrétt, þar sem upplýsingarnar „þrengjast niður“ í réttri röð – áámmdd hh:mm. Í hernaði, frétta- mennsku og ferðamennsku er mjög nauðsynlegt að nota rökfast kerfi. Þorsteinn finnur upp (íslensku?) skammstöfunina t fyrir tíma eða jafn- vel klukkutíma en í SI-kerfinu þýðir t tonn og tími er táknaður T (Tempó), h = klst. (hora á latínu). Það væri lag- legt ef hver þjóð byrjaði á sínum skammstöfunum, í pólsku þýðir godz- ina klst. en ekki dettur þeim í hug að nota g (= gramm í SI-kerfinu) ekki gengur heldur að breyta c í s og nota sm fyrir cm (þótt viðleitnin sé e.t.v. virðingarverð). Ótrúlega algengt er að heyra og sjá talað um „billjón“ sem milljarð, jafnvel hjá aðilum sem vilja láta taka sig alvarlega, þetta eru afar hvimleið bresk/bandarísk áhrif. E.t.v. er hent- ugast að nota grísku forskeytin í stærðfræðum í þessu samhengi: k, M, G, T (kíló, Mega, Gíga, Tera – þús- und, milljón, milljarður, trilljón; þ.e. 10³, 10 , 10 , 1012, fjöldi núlla í töl- unni). Dagsetningar samkvæmt ISO eru mjög víða notaðar, Í Svíþjóð t.d. eru kt.: áámmdd-xxxx. Fyrir Brexit reyndi ESB að stuðla að samræm- ingu í Bretlandi hvað varðar mæliein- ingar, þar er mánudagur nú fyrsti dagur vikunnar; í Bandaríkjunum gengur afar illa að samræma þessa hluti við alþjóðasamfélagið. Gamli staðallinn GOST (upphaflega í Sov- étríkjunum) í Rússlandi notar SI- einingar. Gott er að nota ISO-staðla yfir skammstafanir þjóðríkja, IS, FO, GL, DK, US, RU, ekki síst þar sem þetta eru viðskeyti í vef- og netföng- um nú. Ágætur Þorsteinn segir eðlilegt að sunnudagur sé talinn fyrsti dagur vikunnar og vitnar þar í Biblíuna, auk fornra bóka gyðinga (!?). Auðvitað er fáránlegt að ekki sé samræmi á byrj- un almanaksviku og vinnuviku – að ný vika byrji um miðja helgi, á sunnu- degi kl. 00:00, ekki þegar helginni er lokið og ný vinnuvika hefst. Í flugi, hjá IATA, eru vikudagarnir núm- eraðir 1, 2 … 7, að sjálfsögðu er mánudagur fyrsti dagur. Þorsteinn telur of seint að breyta daganöfn- unum aftur í upprunalegt horf. Ald- eilis ekki! Þriðjudagur, miðviku- dagur, fimmtudagur og föstudagur – þessi flatneskjulegu, röngu nöfn eru tekin upp af kaþólsku kirkjunni (ótrúlega spilltu afturhaldi sem hefur ansi margt á samviskunni, einnig hér á Íslandi). Auðvitað á að taka upp týsdag, óðinsdag, þórsdag og freys- dag, glæsileg íslensk nöfn þar sem dagarnir heita eftir mána, helstu guð- um, laug og sunnu eða nota jöfnum höndum, rétt eins og mikill öðlingur, Þór Jakobsson, gerði í veðurfréttum RÚV hér í den. Fyrst minnst er á veðurfréttir, þá er hending ef sést í stærstu og eina mikilvægustu borg Evrópu, Moskvu, sem er nokkurn veginn út úr korti, þá væri gaman að vita hitastig í Havana. Mjög móðg- andi er fyrir Mexíkóa og Kanada- menn að lönd þeirra séu iðulega köll- uð BNA. Þetta eru vinsamleg tilmæli frá hluthafa í ohf.-inu, hér kemur skelfileg þröngsýni mörlandans vel í ljós; heimurinn er svo miklu, miklu stærri. Eftir Hauk Hauksson » Auðvitað á að taka upp týsdag, óðins- dag, þórsdag og freys- dag, glæsileg íslensk nöfn … Haukur Hauksson Höfundur er ferðafrömuður, leiðsögumaður og fréttaritari. haukurhau@gmail.com s: 770 50 60 Enn af mælingum 54 Biblían er safn fjöl- breyttra bókmennta- verka sem verða til á löngu tímabili. Þar birt- ast margvísleg bók- menntaform og ein- staka rit eru samsafn texta, þar sem lesand- inn hendist á milli stíl- brigða. Fyrstu bækur Biblíunnar, þær bækur sem við köllum Móse- bækur og gyðingar kalla Tóru, eru sem dæmi að hluta prósi, að hluta laga- og helgiákvæði og að hluta ljóð. Fyrsta Mósebók, stórsaga Biblíunnar, hefst á ljóði og það ljóð er eitt áhrifamesta ljóð mannkynssögunnar. Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. En af hverju ljóð? Spurningin snýr sjónum frá því sem er sagt, það er innihaldi textans, og að því hvernig það er sagt. Það sem er sagt í ljóði, hreyfir við þeim sem hlusta á annan hátt en það sem er sagt án ljóðrænna tilbrigða. Við þekkjum ljóð þegar við heyrum það eða lesum. Á stuðlun, þegar sam- hljóðar standa saman eða þegar sér- hljóðar kallast á, á rími, bæði innrími í setn- ingum og endarími, með hrynjanda og með endurtekningum. Tungumál hafa ólíkar leiðir til að tjá ljóðmál og bragfræði okkar Ís- lendinga er sem dæmi ekki einfalt að þýða yfir á tungumál sem taka minni beygingum. Hebresk ljóðlist hef- ur ákveðin einkenni, sem eru t.d. ólík grískri ljóðlist. Grísk ljóðlist byggir fyrst og fremst á stuttum og löngum atkvæðum en í ljóðum hebr- esku Biblíunnar eru endurtekningar eitt helsta einkennið – svokallaður parallelismi. Í opnunarljóði Biblíunn- ar segir í upphafi hvers dags „Guð sagði“ „v’yomer Elohim“ og í kjölfarið kemur játningin „og það varð …“ „va’yehi“ og í lok dags er endurtekið „Það varð kvöld og það varð morgunn“ „v’yehi erev, v’yehi boker“. Félagsvísindi, þar með talið mann- fræði og rannsóknir á hugsana- ferlum, hafa kennt okkur mikið um gildi ljóðlistar, m.a. sem leið til að muna langa texta og til að miðla sögn- um mann fram af manni. Íslensk ljóð- list er þar engin undantekning, en menn hafa gert sér í hugarlund slíka þætti við varðveislu Völuspár og Hávamála. Rannsóknir á fornöld og norrænum hefðum eiga það sameig- inlegt að rannsaka ritaðar heimildir sem fyrst voru varðveittar í munn- legri geymd. Biblían er bókstaflega full af ljóð- list en í Gamla testamentinu eru um 8.200 vers ljóðmál á hebresku eða yfir 35% allra texta. Eina bókin sem inni- heldur ekkert ljóðmál er Esterarbók og margar bækur eru nær einvörð- ungu ljóðmál. Má þar nefna Davíðs- sálma, sem eru að upplagi söng- textar, Harmljóðin, ljóðabálk sem syrgir og harmar eyðingu Jerúsal- emborgar af Babýloníumönnum, og Ljóðaljóðin, erótískt kvæði sem upp- hefur ástina en lesið var sem mynd- mál fyrir ást Guðs á mönnunum, þótt bókin nefni aldrei Guð. Nýja testamentið fer betur með ljóðmál sitt en fræðimenn hafa áætl- að að um 5% af textum þess séu ljóð. Nýja testamentið er skrifað á grísku en segja má að ljóðmálið sem þar er að finna sé ódæmigert fyrir gríska ljóðlist. Þekktustu ljóð grískrar menningar eru Hómerskviður, sem eru skrifaðir í bragarhætti hetju- kvæða – sexliðahætti, og eina dæmið um slíkan bragarlið er að finna í Jak- obsbréfi 1.17: „Sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa er ofan að, frá föður ljósanna.“ Hrynjandann er ekki hægt að þýða á íslensku. Ljóðlist Nýja testamentisins minn- ir á hebreska ljóðlist, enda liggur gríska þýðing Biblíunnar til grund- vallar ritum Nýja testamentisins og þar með tilraunir til að þýða hebresk ljóð yfir á grísku. Guðspjöllin inni- halda öll ljóðmál, Fjallræða Jesú í Matteusarguðspjalli hefst á ljóði, Sæluboðunum, í jólaguðspjalli Lúk- asarguðspjalls er að finna fjölmarga lofsöngva og Jóhannesarguðspjall hefst á ljóði sem kallast á við sköp- unarsögu 1. Mósebókar.„Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð.“ Gríski textinn varðveitir hrynj- anda, stuðlun og rím en á íslensku situr endurtekningin eftir. Grikkir skildu vel mátt ljóða og óttuðust hann. Í ritum Platóns kom fram and- staða við allar listir, vegna þess hvað þær hreyfa við tilfinningunum, sál- inni og fjöldanum og Aristóteles, þótt hann hafi skrifað merkilegt rit Um Ljóðlistina og varið ljóðlistina fyrir kenningum Platóns, hafði fyrirvara í garð ljóðlistar, sérstaklega ljóð- rænna tilburða í prósa. Báðir þekktu mátt ljóða. Einn bókmenntarýnir fornaldar viðurkenndi mátt þess að gæða texta ljóðrænum blæ, en Díonýsos frá Ha- likarnassos fjallaði í riti sínu, Um stíl, um hvernig ljóðrænir tilburðir auka á sannfæringarmátt texta. Í anda Ar- istótelesar lagði hann ríkt á að hafa ekki of mikið af ljóðmáli en hóflegt magn af ljóðrænum tilburðum hrífur áheyrendur með sér og ber boðskap- inn fram hjá vörnum skynseminnar að kjarna manneskjunnar. Framlag mitt til þessarar umræðu er tvíþætt: Annars vegar sýndi ég fram á í doktorsritgerð minni að höf- undur Jakobsbréfs, beittustu ádeilu fornaldar á misskiptingu veraldlegra gæða, notar ljóðræn tilbrigði grískra menntamanna, auk biblíulegs ljóð- máls, til að gagnrýna hina ríku og menntuðu í samfélagi sínu. Hins veg- ar hef ég fjallað um ljóðræna tilburði í bréfum Páls og sýnt fram á að ljóð í Pálsbréfum einskorðast ekki við sálma, eins og Óðinn til kærleikans eða Kristshymnann, heldur inniheld- ur meginmálið fjölmarga ljóðræna tilburði. Ljóðmál Biblíunnar Eftir Sigurvin Lárus Jónsson » Af hverju ljóð? Það sem er sagt í ljóði hreyfir við þeim sem hlusta á annan hátt en það sem er sagt án ljóðrænna tilbrigða. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Höfundur er nýjatestamentisfræð- ingur og prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.