Morgunblaðið - 13.10.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.10.2021, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2021 Við Reykjavíkurtjörn Baráttan um vort daglegt brauð getur verið hörð hjá öndum og álftum við Reykjavíkurtjörn, að ekki sé talað um máfana sem sæta færis þegar álftirnar sjá ekki til. Unnur Karen Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hvort ríkis- stjórnin sem tók við völdum árið 2017 end- urnýi samstarfið. Lík- urnar fyrir því eru góðar en í stjórnmál- um ekki á vísan að róa fyrr en allt er frágengið. Í liðinni viku fjallaði ég hér á þessum stað um nokkur mikilvæg mál sem stjórn- arflokkarnir þrír verða að ná sam- stöðu um áður en lagt er að nýju af stað í fjögurra ára leiðangur. Sum þeirra eru erfið. En það er að minnsta kosti eitt sem ekki má gleymast og ætti ekki að vera erf- itt fyrir flokkana þrjá að ná saman um: Að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla. Ekki með beinum rík- isstyrkjum, líkt og formaður Blaðamannafélagsins telur eðli- legt, heldur með því að jafna leik- inn í ójafnri samkeppni við Ríkis- útvarpið. Sýn formanns Blaðamanna- félagsins á framtíð félagsmanna sinna er fremur dapurleg. Í viðtali við Ríkisútvarpið [Svona er þetta, á Rás 1] í byrjun september síð- astliðins taldi hann að „stjórn- málaflokkar geri sér grein fyrir því að þetta er í rauninni bara spurning um það hvort þú viljir fjöl- miðla sem eru ríkis- styrktir eða enga fjöl- miðla“. Formaðurinn hélt því fram að ræða þyrfti „af meiri alvöru hversu miklu fjár- magni ríkið verji til styrktar íslenskum fjölmiðlum“ því þetta væri „ekki lengur spurning um hvort, heldur hve mikið“. Tryggð við Ríkisútvarpið Fullyrðing formanns Blaða- mannafélagsins um að það sé orð- inn samhljómur eða sameiginlegur skilningur á því hjá stjórnmála- flokkum að valið standi milli þess að setja sjálfstæða fjölmiðla í súr- efnisvélar ríkisins eða hafa enga fjölmiðla er röng. En litast líklega af tryggð við Ríkisútvarpið og þeirri trú að ríkisrekstur fjölmiðla sé lífsnauðsynlegur í samfélagi 21. aldarinnar. Formaðurinn á hins vegar marga skoðanabræður og -systur innan þings og utan. Ríkis- útvarpið hefur notið þess að faðm- ur flestra stjórnmálamanna er mjúkur og hlýr. Í hugum þeirra á allt umhverfi frjálsra fjölmiðla að mótast af hagsmunum ríkisrekna fjölmiðlafyrirtækisins. Ríkis- styrkir til sjálfstæðra fjölmiðla eru því ekki annað en fórn- arkostnaður vegna Ríkisútvarps- ins, – skjólveggur um Efstaleiti gegn vindum breytinga og framþróunar. Í júní 2018 skrifaði ég einu sinni sem oftar um fjölmiðla hér á þess- um stað: „Fátt er hættulegra fyrir frjálsa fjölmiðlun en að vera háð opinber- um styrkjum og nefndum á vegum hins opinbera sem skammta úr hnefa fjármuni til að standa undir einstökum þáttum í rekstrinum. Fjölmiðlun sem er háð hinu op- inbera með beinum hætti verður aldrei frjáls nema í orði. Ég hef ekki lagt það í vana minn að nota stóryrði en nauðsyn brýtur regluna. Það er galin hug- mynd að reyna að stuðla að frjálsri og óháðri fjölmiðlun með umfangsmiklum millifærslum og ríkisstyrkjum. Verst er að með millifærslum og styrkjum er í raun verið að réttlæta ranglætið á fjölmiðlamarkaði og komast þann- ig hjá því að fjarlæga meinið sjálft.“ Þessu eru formaður Blaða- mannafélagsins og skoðanabræður hans ekki sammála. Fyrsta og annað skref Í maí síðastliðnum var afgreitt stjórnarfrumvarp um beinan ríkis- stuðning við frjálsa fjölmiðla með atkvæðum 34 þingmanna gegn 11 en 12 þingmenn greiddu ekki at- kvæði. Sá er þetta ritar var einn þeirra sem sátu hjá þrátt fyrir að um stjórnarfrumvarp væri að ræða. Í meðförum þingsins var frumvarpinu breytt og stuðning- urinn gerður tímabundinn og að- eins „vegna miðlunar á fréttum og fréttatengdu efni árin 2020 og 2021,“ eins og segir í nefndaráliti meirihluta allsherjar- og mennta- málanefndar. Án þessarar breyt- ingar hefði ég ekki átt annan kost en að greiða atkvæði gegn frum- varpinu og svo á einnig við um fleiri þingmenn sem töldu sér skylt að styðja frumvarpið vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru. Með breytingunni gæfist svigrúm til að leggja grunn að sæmilega heilbrigðu rekstrarumhverfi fjöl- miðla. Þetta svigrúm verður ný ríkisstjórn að nýta, enda varla ætlunin að feta í fótspor læknisins sem neitar að skera sjúklinginn upp til að koma honum til heilsu en gefur honum verkjalyf til að lina mestu þjáningarnar í þeirri von að hann tóri eitthvað áfram. Fyrsta skref er að draga ríkis- miðilinn út úr beinni samkeppni við frjálsa fjölmiðla á mikilvægum tekjumarkaði – auglýsingamark- aði. (Raunar þarf að endurskoða samkeppnisrekstur ríkisins á öðr- um mörkuðum með svipuðum hætti). Annað skref er að styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla með lækkun skatta. Það er annars veg- ar hægt með lækkun eða niðurfell- ingu virðisaukaskatts á áskriftir og hins vegar með lækkun trygg- ingagjalds. Á meðan meirihluti þingsins telur nauðsynlegt að ríkið standi í rekstri fjölmiðils er rétt- lætanlegt að taka upp skattalegar ívilnanir af þessu tagi – ívilnanir í gegnum skattkerfið sem tryggja að allir frjálsir fjölmiðlar sitji við sama borð. Engin opinber nefnd eða stofnun kemur þar nærri. Ásamt félögum mínum hef ég lagt fram frumvörp þessa efnis, en þau ekki fengið framgang á þingi. Þau eru hins vegar einföld og tilbúin. Ekkert er því til fyr- irstöðu að ný ríkisstjórn horfi til þeirra í stjórnarsáttmála og leggi þar með grunn að öflugum sjálf- stæðum fjölmiðlum, sem þó þurfa enn að glíma við ríkisrekstur sam- hliða samkeppni við erlend risa- fyrirtæki sem sækja af auknum þunga inn á íslenskan auglýsinga- og áskriftamarkað. Eftir Óla Björn Kárason » Fyrst er að draga ríkismiðilinn út úr samkeppni við frjálsa fjölmiðla á mikilvægum tekjumarkaði – auglýs- ingamarkaði. Næst er lækkun skatta. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Eitt sem má ekki gleymast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.