Morgunblaðið - 13.10.2021, Síða 22
Í FOSSVOGI
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Íslenska U21-árs landsliðið í knatt-
spyrnu karla þurfti að sætta sig við
naumt 0:1-tap gegn Portúgal þegar
liðin mættust í 3. umferð D-riðils
undankeppni Evrópumótsins á Vík-
ingsvellinum í gær. Íslenska liðið má
naga sig í handarbökin yfir því að
hafa ekki fengið neitt út úr leiknum
þar sem spilamennskan var með
besta móti.
Sérstaklega spilaði liðið vel í fyrri
hálfleik þar sem það var með hrein-
um ólíkindum að því skyldi ekki tak-
ast að skora. Celton Biai í marki
Portúgals átti sannkallaðan stórleik
og varði eins og berserkur í hálf-
leiknum þegar fjögur frábær færi Ís-
lendinga fóru forgörðum.
Varnarleikur Íslands gekk þá upp
að mestu leyti og þá sér í lagi há-
pressa á þá leikmenn Portúgals sem
voru með boltann. Sú pressa skilaði
Íslendingum þeim mikla fjölda færa
og hornspyrna sem raunin varð í
fyrri hálfleiknum. Portúgal fékk
sömuleiðis sín færi í honum en Jökull
Andrésson í marki Íslands sá afar vel
við gestunum í tvígang.
Í síðari hálfleik höfðu gestirnir í
Portúgal betri stjórn á leiknum og
uppskáru gott mark á 55. mínútu
þegar sóknartengiliðurinn Fábio
Vieira skoraði eftir laglega sendingu
framherjans skæða Goncalos Ramos.
Þetta reyndist sigurmark leiksins.
Gefur góð fyrirheit
Það sem eftir lifði leiks fengu bæði
lið góð færi, Portúgalar öllu fleiri en
Jökull átti líkt og kollegi hans hjá
Portúgal stórleik og varði nokkrum
sinnum frábærlega í síðari hálf-
leiknum. Sævar Atli Magnússon,
sem fékk tvö frábær færi í fyrri hálf-
leik, komst einnig í gott færi eftir
rúmlega klukkutíma leik en Eduardo
Quaresma í vörn Portúgals bjargaði
á ögurstundu.
Þá voru varamaðurinn Gísli Lax-
dal Unnarsson og Kristall Máni
Ingason hársbreidd frá því að jafna
metin í blálokin en Celton varði frá-
bærlega frá þeim síðarnefnda af ör-
stuttu færi í kjölfar þess að skot
Gísla hafði farið af varnarmanni.
Mörkin urðu því ekki fleiri en þrátt
fyrir að frammistaða Íslands í síðari
hálfleik væri ekki jafn góð og í þeim
fyrri var hún virkilega góð á heildina
litið. Verður því afar áhugavert að
fylgjast með hvernig íslenska liðinu
reiðir af í framhaldinu.
Enn eru nefnilega sjö leikir eftir í
D-riðlinum og þrátt fyrir að upp-
skeran sé fjögur stig að loknum
fyrstu þremur leikjunumm má hæg-
lega vænta þess að Ísland muni
sanka að sér stigum í næstu verk-
efnum, sérstaklega ef frammistaða
gærdagsins gefur einhverjar vís-
bendingar um það sem koma skal.
Svekkjandi tap í Fossvogi
- Frábær frammistaða hjá U21-árs landsliðinu gegn Portúgal í fyrri hálfleik
- Fengu fjölda tækifæri til að koma boltanum í netið en hann vildi ekki inn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Víkin Bjarki Steinn Bjarkason sendir boltann fram hjá Nuno Tavares í rigningunni á Víkingsvelli í Fossvogi í gær.
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2021
Undankeppni EM U21 karla
Ísland – Portúgal...................................... 0:1
H-Rússland – Liechtenstein ................... 6:0
Staðan:
Portúgal 3 3 0 0 13:0 9
Grikkland 4 2 2 0 8:1 8
Kýpur 3 2 1 0 12:0 7
Ísland 3 1 1 1 3:3 4
H-Rússland 4 1 0 3 7:5 3
Liechtenstein 5 0 0 5 0:34 0
EM U19 karla
A-deild, undanriðill í Slóveníu:
Litháen – Ísland ....................................... 1:2
Slóvenía – Ítalía ........................................ 1:3
Lokastaðan:
Ítalía 3 3 0 0 8:1 9
Ísland 3 2 0 1 5:5 6
Slóvenía 3 0 1 2 2:5 1
Litháen 3 0 1 2 3:7 1
_ Ísland er komið áfram í A-deild undan-
keppninnar, líkt og Ítalía og Slóvenía, en
Litháen er fallið í B-deild.
Undanleppni HM karla
A-RIÐILL:
Portúgal – Lúxemborg ............................ 5:0
Serbía – Aserbaídsjan.............................. 3:1
Staðan:
Serbía 17, Portúgal 16, Lúxemborg 6, Ír-
land 5, Aserbaídsjan 1.
B-RIÐILL:
Kósovó – Georgía...................................... 1:2
Svíþjóð – Grikkland.................................. 2:0
Staðan:
Svíþjóð 15, Spánn 13, Grikkland 9, Kósovó
4, Georgía 4.
C-RIÐILL:
Búlgaría – N-Írland ................................. 2:1
Litháen – Sviss ......................................... 0:4
Staðan:
Ítalía 14, Sviss 14, Búlgaría 8, N-Írland 5,
Litháen 3.
D-RIÐILL:
Kasaktstan – Finnland ............................ 0:2
Úkraína – Bosnía...................................... 1:1
Staðan:
Frakkland 12, Úkraína 9, Finnland 8,
Bosnía 7, Kasakstan 3.
F-RIÐILL:
Danmörk – Austurríki ............................. 1:0
Færeyjar – Skotland................................ 0:1
Ísrael – Moldóva....................................... 2:1
Staðan:
Danmörk 24, Skotland 17, Ísrael 13, Aust-
urríki 10, Færeyjar 4, Moldóva 1.
_ Danir eru öruggir um sæti á HM í Katar.
I-RIÐILL:
Albanía – Pólland ..................................... 0:1
England – Ungverjaland ......................... 1:1
San Marínó – Andorra ............................. 0:3
Staðan:
England 20, Pólland 17, Albanía 15, Ung-
verjaland 11, Andorra 6, San Marínó 0.
>;(//24)3;(
Olísdeild karla
Valur – HK............................................ 32:25
Staðan:
Valur 3 3 0 0 84:65 6
ÍBV 3 3 0 0 91:83 6
Haukar 4 2 1 1 114:105 5
Fram 3 2 0 1 80:75 4
KA 3 2 0 1 82:78 4
Stjarnan 2 2 0 0 66:63 4
FH 4 2 0 2 102:100 4
Afturelding 3 1 1 1 87:86 3
Selfoss 4 1 0 3 96:109 2
Grótta 3 0 0 3 66:71 0
HK 3 0 0 3 75:89 0
Víkingur 3 0 0 3 64:83 0
E(;R&:=/D
1. deild kvenna
Aþena/UMFK – Þór Ak....................... 60:86
Snæfell – Stjarnan................................ 89:71
Staðan:
Þór Ak. 3 3 0 243:195 6
ÍR 2 2 0 148:109 4
Snæfell 3 2 1 230:223 4
Ármann 2 1 1 155:128 2
KR 2 1 1 150:138 2
Fjölnir b 1 1 0 58:53 2
Tindastóll 2 1 1 141:151 2
Aþena/UMFK 3 1 2 189:222 2
Hamar/Þór 1 0 1 76:89 0
Vestri 2 0 2 102:137 0
Stjarnan 3 0 3 192:239 0
Spánn
B-deild:
Gipuzkoa – Caceres............................. 74:76
- Ægir Már Steinarsson skoraði 14 stig
fyrir Gipuzkoa, stal boltanum fjórum sinn-
um, gaf 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst.
>73G,&:=/D
Bandaríski bakvörðurinn Travis
Atson hefur samið við körfuknatt-
leiksdeild Grindavíkur um að leika
með karlaliði félagsins á tímabilinu
í úrvalsdeildinni, Subway-deildinni.
Atson kom til landsins um nýliðna
helgi og hefur þegar tekið þátt í
tveimur æfingum með Grindavík
þar sem hann hefur þótt standa sig
vel. Hann er 196 sentimetrar á hæð
og bakvörður að upplagi en getur
einnig spilað sem framherji. Vonast
Grindvíkingar til þess að hann
verði kominn með leikheimild fyrir
heimaleikinn gegn KR 21. október.
Liðstyrkur
í Grindavík
Ljósmynd/Grindavík
Bakvörður Travis Atson lék með
St. Francis-háskólanum í New York.
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn
Elín Jóna Þorsteinsdóttir er í úr-
valsliði fyrstu tveggja umferða
undankeppni EM 2022 í handknatt-
leik kvenna eftir frábæra frammi-
stöðu hennar gegn Svíþjóð og Serb-
íu á dögunum. Hún gat ekki komið í
veg fyrir stórt tap gegn sterkum
Svíum en varði þó nokkrum sinnum
afar laglega. Gegn Serbum átti Elín
Jóna svo sannkallaðan stórleik er
hún varði 14 skot, þar af bæði víta-
köst Serba, og átti stóran þátt í
mögnuðum 23:21 sigri Íslands á Ás-
völlum í Hafnarfirði.
Markvörðurinn
í úrvalsliðinu
Morgunblaðið/Eggert
Öflug Elín Jóna var besti leikmaður
Íslands gegn Svíþjóð og Serbíu.
Körfuknattleikur
Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin:
Dalhús: Fjölnir – Keflavík ................... 18.15
Origo-höllin: Valur – Breiðablik.......... 18.15
Grindavík: Grindavík – Njarðvík ........ 20.15
1. deild kvenna:
Dalhús: Fjölnir B – Ármann................ 20.30
Handknattleikur
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Kaplakriki: FH - Víkingur................... 19.30
Í KVÖLD!
ÍSLAND – PORTÚGAL 0:1
0:1 Fábio Vieira 55.
MM
Jökull Andrésson
M
Finnur Tómas Pálmason
Kolbeinn Þórðarson
Kristall Máni Ingason
Sævar Atli Magnússon
Valgeir Lunddal Friðriksson
Rautt spjald: Enginn.
Dómari: Robert Ian Jenkins, Wales.
Áhorfendur: 350.
_ Jökull Andrésson lék sinn fyrsta leik
fyrir U21-árs landsliðið.
_ Þá léku þeir Gíxli Laxdal Unnarsson,
Karl Friðleifur Gunnarsson og Orri
Hrafn Kjartansson allir sína fyrstu
landsleiki fyrir liðið en þeir komu inn á
sem varamenn í leiknum.
Íslands- og bikarmeistarar karla í
handknattleik í Val hefja nýtt
keppnistímabil einstaklega vel. Val-
ur vann HK á Hlíðarenda í gær
32:25 og hefur unnið fyrstu þrjá
leikina í Olís-deildinni. Valur sigr-
aði í bikarkeppninni á dögunum
sem tilheyrði síðasta tímabili. Þá
vann liðið Meistarakeppni HSÍ auk
þess að standa uppi í hárinu á
þýsku bikarmeisturunum í Lemgo í
Evrópuleikjum.
Leikurinn var nokkuð jafn að
loknum fyrri hálfleik en Valur var
yfir 16:14. Í sundur dró með lið-
unum í síðari hálfleik. Benedikt
Gunnar Óskarsson var markahæst-
ur hjá Val með 10 en sex þeirra
skoraði hann af vítalínunni. Finnur
Ingi Stefánsson og Tumi Steinn
Rúnarsson nýttu ekki hvor sitt víta-
kastið í leiknum en Benedikt skilaði
sex vítum rétta leið í jafn mörgum
tilraunum.
Bróðir hans, Arnór Snær Óskars-
son, var næstmarkahæstur með
fimm mörk en Elías Björgvin Sig-
urðsson skoraði fimm fyrir HK.
Valsmenn sannfærandi
í upphafi tímabilsins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mark Einar Þorsteinn Ólafsson skorar fyrir Val gegn HK í gær.