Morgunblaðið - 18.10.2021, Síða 1
M Á N U D A G U R 1 8. O K T Ó B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 244. tölublað . 109. árgangur .
TÓNLISTIN GERIR
SAMFÉLAGIÐ
BETRA FULLKOMIÐ TÍMABIL
VEL HEPPNAÐ
VERK FRÍÐU
ÍSBERG
VÍKINGAR TVÖFALDIR MEISTARAR 26 bbbbn 29BERGÞÓR Á ÍSAFIRÐI 11
Tillaga um uppbyggingu
» Flýtimeðferð skipulags
» Keldnaland og Keldnaholt:
2.000 íbúðir
» Úlfarsárdalur: 500 íbúðir
» BSÍ reitur: 500 íbúðir
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn
Reykjavíkur leggja til að borgin
hefji sérstaka flýtimeðferð til þess að
greiða fyrir uppbyggingu 3.000
íbúða í höfuðborginni.
Tillagan verður tekin fyrir á fundi
borgarstjórnar á morgun, en í henni
er gert er ráð fyrir skipulagi Keldna-
lands og Keldnaholts verði hraðað
svo þar megi byggja 2.000 íbúðir
fyrsta kastið. Eins verði upphaflegt
skipulag Úlfarsárdals tekið í gagnið
og skipulag BSÍ reitarins sett af stað
aftur, en byggja megi 500 íbúðir í
hvoru hverfi.
Aðilar vinnumarkaðar ánægðir
Í samtali Morgunblaðsins við aðila
vinnumarkaðarins kemur fram
ánægja með tillöguna, sem haft get-
ur mikil áhrif á komandi kjarasamn-
inga. Ragnar Þór Ingólfsson, for-
maður VR, minnir á að enn eigi eftir
að efna ýmis fyrirheit lífskjarasamn-
inga og að þar leiki húsnæðismál lyk-
ilhlutverk. Mikil húsnæðisekla, ekki
síst í Reykjavík, hafi þrýst upp verði,
aukið verðbólgu og haft áhrif á vexti.
3.000 nýjar íbúðir án tafa
- Sjálfstæðismenn leggja til tafarlausa uppbyggingu 3.000 íbúða í Reykjavík
- Aðilar á vinnumarkaði sammála - Horft til Keldna, Úlfarsárdals og BSÍ-reits
M Fagna tillögu um … »4
Allur gangur er á því hvenær landsmenn telja
jólahátíðina byrja. Sumum þykir þá helst til
djarft að hlusta á jólalög í nóvember en aðrir
telja það í raun of seint. Þeir sem eru snemma í
því og komnir í jólaskap þurfa ekki að örvænta,
enda nóg af jólavarningi í Costco.
Jólahátíðin löngu hafin í Costco
Morgunblaðið/Eggert
_ Íslensk-bandaríska sprotafyr-
irtækið Standby Deposits hefur náð
fótfestu á Bandaríkjamarkaði og
vinnur að gerð samninga við risa-
vaxin leiguþjónustufélög um að
bjóða leigjendum upp á húsaleigu-
tryggingu í gegnum þriðja aðila.
Í Bandaríkjunum er markaður-
inn fyrir þjónustu af þessu tagi ný-
byrjaður að taka á sig mynd og lítið
um samkeppni. Margar borgir og
ríki hyggjast breyta lögum til að
skylda leigusala til að bjóða leigj-
endum upp á þann möguleika að
kaupa þjónustu af þessu tagi í stað
þess að nota reiðufé sem tryggingu
við upphaf leigusamnings. »12
Bjóða húsaleigu-
tryggingar í BNA
Á Menntakviku, árlegri ráðstefnu
menntavísindasviðs Háskóla Íslands
sem haldin var á föstudaginn, var-
meðal annars flutt erindið, „Fé-
lagslegt réttlæti og framhaldsskól-
inn á tímum Covid-19“. Þar var
fjallað um frumniðurstöður viðamik-
illar rannsóknar sem ber heitið
„Framhaldsskólinn á tímum Co-
vid-19: Kreppa, áskoranir og aðlög-
un. Guðrún Ragnarsdóttir, dósent á
menntavísindasviði, er ábyrgðar-
maður rannsóknarinnar en sex aðrir
vinna þó að rannsókninni ásamt Guð-
rúnu. Guðrún segir í samtali við
Morgunblaðið að rannsóknin sé í
raun stóra „Covid-19-úttektin“ hvað
varðar áhrif faraldursins á fram-
haldsskólanna. „Við erum að byrja
að vinna úr þessum gögnum núna en
það eru margar vísbendingar í gögn-
unum sem benda til þess að fé-
lagslegt ójafnræði hafi aukist í fram-
haldsskólunum vegna faraldursins,“
segir Guðrún. Margt spilar inn í það
að sögn Guðrúnar, til að mynda
tungumál foreldra, mismunandi að-
gengi nemenda að upplýsingum,
einsleitari kennsluhættir, skipulag
skólastarfs og margt fleira. »10
Félagslegt ójafnræði
í framhaldsskólum
_ Ólafur Ragnar Grímsson, fyrr-
verandi forseti Íslands og forsvars-
maður þingsins Hringborðs norð-
urslóða, virðist hrifinn af hug-
myndinni um að leggja sæstreng.
Hann segir merkilegt að ráðherra
grænlensku ríkisstjórnarinnar hafi
lýst því afdráttarlaust yfir að stefna
nýju ríkisstjórnarinnar væri að
nýta hinar ríkulegu auðlindir
Grænlands varðandi vatnsafl og
hreina orku en ein leið til þess væri
að leggja sæstreng til Evrópu.
„Staðreyndin er sú að ef horft er til
Grænlands, Íslands, Færeyja, Nor-
egs og Skotlands, þá eru þessi ríki á
norðurslóðum, öll ríki sem hafa náð
ótrúlegum árangri á sviði hreinnar
orku. Það er auðvitað ástæðan fyrir
því að Noregur er að selja hreina
orku með sæstreng, bæði til Bret-
lands, Hollands og Þýskalands,“
segir Ólafur. Mikilvægt sé að Ís-
lendingar átti sig á tækifærum sem
felast í samstarfi við nágrannaríkið
Grænland. »6
Morgunblaðið/Eggert
Norðurslóðir Ólafur Ragnar í Hörpu.
Sæstrengur góð leið
til að nýta hreina orku
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Hljóð- og rafbókamarkaðurinn hef-
ur verið í stöðugum vexti síðastliðin
ár hér heima sem og erlendis. Ís-
lendingar elska hljóðbækur og það
er einkar ánægjulegt að sjá hvernig
íslenskir útgefendur hafa bætt veru-
lega í útgáfu hljóðbóka, bæði nýjar
bækur og eldri titla,“ segir Stefán
Hjörleifsson, framkvæmdastjóri
Storytel á Íslandi.
Mikill vöxtur hefur verið í útgáfu
hljóðbóka hér á landi og Stefán segir
það til marks um gróskuna í þessum
geira að nú komi að jafnaði 1-2 nýjar
hljóðbækur á dag á Íslandi. Forlag-
ið, sem um árabil hefur verið stærsti
bókaútgefandi landsins, sendir í ár í
fyrsta skipti frá sér fleiri hljóð-
bækur heldur en prentaðar bækur.
Þar á meðal eru ýmsar perlur ís-
lenskra bókmennta.
Stefán segir að jafnan hlusti eða
lesi um 40% notenda Storytel á Ís-
landi á bækur á hverjum degi og um
70% að jafnaði í hverri viku. „Notk-
unin á Íslandi telur yfir milljón
klukkustundir á mánuði.“ »14
Milljón stundir á mánuði
- Mikill vöxtur í útgáfu hljóðbóka - Gamlar perlur gefnar út
Morgunblaðið/Ómar
Hljóðver Mikið hefur verið lesið inn
af íslenskum hljóðbókum á árinu.