Morgunblaðið - 18.10.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2021 Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is Vefuppboð nr. 565 Gunnlaugur Scheving Fjöldi glæsilegra verka á uppboð.is til 18. október Svavar Guðnason Forsýning á verkunum hjá Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is PERLUR í íslenskri myndlist Helgi Tómasson, prófessor í hag- rannsóknum og tölfræði við Háskóla Íslands, skrifaði athyglis- verða grein um tölfræði og skýrslur IPCC í Morgunblaðið í liðinni viku. IPCC er samstarfsvettvangur SÞ um loftslagsmál og skýrslum hópsins er gjarnan tekið sem stóra sannleik um þau mál, einkum sam- antektinni sem kynnt er almenningi. Skýrslurnar sjálfar eru svo miklar að um- fangi að fáir lesa þær. Jafnvel vísindamenn- irnir fjölmörgu sem að skýrslunum koma lesa eflaust ekki nema lítinn hluta þeirra, þann litla hluta sem hver og einn kemur að. - - - Helgi segir vísindamenn eiga það til að „freistast til að vera með glannalegar ályktanir út frá mæl- ingum“ og útskýrir að þær töl- fræðilegu aðferðir sem notaðar hafa verið í skýrslum IPCC ganga ekki fyllilega upp. - - - Hann vitnar líka í vísindamenn sem segja spádóma sem Al Gore kynnti á sínum tíma hafi verið fráleita og hafi ekki gengið eftir. - - - Helgi vísar til tölfræðinga með þekkingu á tímaröðum sem dragi þá ályktun af gögnum að „þró- un yfirborðshita jarðar sé treg- breytileg með fast meðaltal“. Breyt- ingarna séu mjög hægar „og verðskulda alls ekki gildishlaðnar upphrópanir eins og hamfarahlýnun eða loftslagsvá.“ - - - Getur verið að ákafinn í loftslags- umræðunni sé orðinn slíkur að réttar tölfræðiaðferðir komist ekki að? Ef svo er, þarf þá ekki að breyta því? Helgi Tómasson Vantar upp á vís- indi loftslagsmála? STAKSTEINAR Al Gore Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Velferðarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu að þróunar- verkefni þar sem félagslegur stuðn- ingur er veittur einstaklingum með heilabilun, þar sem aðstæður eru með þeim hætti að viðkomandi getur búið í heimahúsi. Um 30 einstakling- ar munu geta tekið þátt í verkefninu sem er til tveggja ára og hefur verið samþykkt að veita velferðarsviði aukna fjárheimild sem nemur alls 36 m. kr. á árinu 2022 á grundvelli nýrra reglna um stuðningsþjónustu. Sérstakir starfsmenn heimaþjón- ustu munu þá veita stuðning inni á heimili einstaklings með heilabilun í eitt til tvö skipti í viku, í um 2 til 3 í klukkustundir í senn, til dæmis um kvöld og helgar í samræmi við þarfir heimilisins. Um leið og einstaklingi með heilabilun yrði veittur stuðning- ur myndi aðstandendum gefast kost- ur á að fara út af heimilinu og sinna sínum hugðarefnum með þá vissu að hinn fyrrnefndi sé í öruggum hönd- um. Með því móti er verið að mæta þörf sem ekki áður hefur verið hægt að mæta með markvissum hætti af heimaþjónustu, að því er fram kemur í greinargerð með tillögunni. Starfs- fólk heimaþjónustu sem myndi inna þjónustuna af hendi verða félagsliðar sem fá sérstaka fræðslu og hand- leiðslu til þess að sinna starfinu. Styðja betur við heilabilað fólk - Samþykkt að veita einstaklingum með heilabilun félagslega heimaþjónustu Morgunblaðið/Ómar Stuðningur Þróunarverkefnið var samþykkt á fundi ráðsins nýverið. Tæplega þrefalt fleiri erlendir ferða- menn komu til landsins um Keflavík- urflugvöll í sumar heldur en í fyrra- sumar en voru þeir nú um 304 þúsund talsins. Komu langflestir frá Bandaríkjunum (43%), næstflestir frá Þýskalandi (9%), þar á eftir er Pólland (7%) en Bretland og Frakk- land fylgja fast á eftir með 5% ko- mufarþega frá hvoru landinu. Flestir komu til landsins til þess að fara í frí (90%), 4% komu vegna heimsókna til vina eða ættingja en 2% vegna heilsu, náms og o.fl. Þá var meðaldvalarlengd ferða- langa 9,1 gistinótt og áttu Þjóð- verjar til að dvelja lengst, eða í 11 gistinætur en Bretar styst eða í 7,8 gistinætur. Þá dvöldu Bandaríkja- menn hér á landi í 8,1 nótt að með- altali. Brottfarir erlendra farþega að sumri eru nú mun færri en fyrir far- aldur. Árið 2020 fóru þær í sögulegt lágmark og námu einungis 115.319 en nú stóðu þær í 304.371. Árið 2019 töldu þær 678.080 en 803.831 árið 2018 og 777.889 árið 2017. Nærri tveimur af hverjum fimm gistinóttum í skráðri gistingu sam- kvæmt gistináttagrunni Hagstof- unnar var eytt á hótelum, um 17% á gistiheimilum og tæplega helming í annars konar gistingu en samtals voru skráðar gistinætur síðastliðið sumar tæplega 2,7 milljónir talsins. Voru þær 58% fleiri en í fyrrasumar og um fjórðungi færri en sumarið 2019, þegar þær mældust um 3,5 milljón talsins. Nýting á hótelherbergjum var hæst á landsvísu í ágústmánuði eða 76% en nýtingin mældist hæst á Austurlandi, eða 83%. veronika@mbl.is Þrefalt fleiri ferða- menn í ár en í fyrra - Flestir ferðamenn frá Bandaríkjunum og dvelja í um 8 nætur Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn Flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum eða um 43%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.