Morgunblaðið - 18.10.2021, Page 4

Morgunblaðið - 18.10.2021, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra 595 1000 ys tá n fy rir va ra . Val di Fassa að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . á Ítalíu í janúar eða febrúar Verð frá kr. 137.450 ÚRVALSKÍÐAFERÐA Fagna tillögu um íbúðabyggingu - Sjálfstæðismenn vilja tafarlausa uppbyggingu 3.000 nýrra íbúða í Reykjavík - Forystumenn í bæði verkalýðshreyfingu og atvinnulífi styðja tillögurnar Andrés Magnússon andres@mbl.is Aðilar á vinnumarkaði virðast ein- huga í stuðningi sínum við tillögur um uppbyggingu á íbúðamarkaði í höfuð- borginni. Ef eitthvað er óttast þeir að nýframkomin tillaga sjálfstæðis- manna um tafarlausa uppbyggingu 3.000 íbúða gangi ekki nógu langt. „Ég hef sagt að það þurfi uppbygg- ingu á við nýtt Breiðholt og þessar til- lögur minnihlutans í borgarstjórn fara saman við það. Það þarf stórauk- ið lóðaframboð til þess að byggja af þeirri stærðargráðu, sem þéttingar- stefna meirihlutans nær ekki að anna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og formaður húsnæðis- nefndar ASÍ. Hann kveðst fagna þeirri tillögu. „Ástandið er hrikalegt og það verð- ur slæmt áfram, en ég fagna því að einhverjir séu að sýna lit, að koma með hugmyndir. Ég get bara ekki séð hvernig í ósköpunum meirihlutinn í borginni ætti að geta staðið í vegi fyr- ir því að það sé farið í að flýta skipu- lagi og uppbyggingu á t.d. Keldum eða því svæði í Úlfarsárdal, sem er nánast tilbúið til uppbyggingar,“ seg- ir Ragnar Þór. Vantar fleiri íbúðir Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins tekur í sama streng. „Það vantar fleiri íbúðir á mark- aðinn, það er grunnvandinn.“ Hann minnir á að Húsnæðis- og mannvirkj- astofnun telji að á landsvísu vanti 30.000 íbúðir á þessum áratug, en vegna þess að fjölgunin verður meiri á fyrri hluta hans, þurfi um 3.500 íbúðir á ári á næstunni, langflestar á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að þetta er fullhófleg til- laga hjá sjálfstæðismönnum. Hins vegar er markmið meirihlutans í borginni að það verði þúsund nýjar íbúðir til á ári, sem er allt of lítið.“ Sigurður furðar sig á því að borg- arfulltrúar meirihlutans séu ekki bet- ur upplýstir um stöðuna. „Stærsta sveitarfélag landsins, sem er Reykja- víkurborg, getur ekki orðið hluti af lausninni ef meirihlutinn áttar sig ekki á því hvert vandamálið er. Þess vegna fögnum við þessari tillögu, sem fram er komin í borgarstjórn, um að bæta myndarlega í uppbygginguna, þó kannski þurfi hún að vera meiri en þar er gert ráð fyrir. En hún er skref í rétta átt.“ Hann beinir spjótunum að meiri- hlutanum: „Stóra myndin er þessi: Það þarf fleiri íbúðir en núverandi meirihluti er ekki með ráðgerðir um að þær verði til í Reykjavík.“ Upprennandi kosningamál Bæði Ragnar Þór og Sigurður eru ekki í vafa um pólitíska þýðingu máls- ins. „Það verður erfitt fyrir meirihlut- ann að sækja sér umboð í næstu kosn- ingum ef þessi tillaga nú verður felld,“ segir Ragnar Þór. Hann kenn- ir óbilgirni vegna þéttingarstefnunn- ar, en ekkert annað sé í boði hjá borg- inni. „Þessi tillaga minnihlutans er í raun neyðarkall. Þetta er allt hægt,“ segir hann og finnst dapurlegt að horfa upp á að kreddufesta og oflæti komi í veg fyrir lausn málsins og stefni kjarasamningum í óefni, því ella þurfi að gera himinháar kröfur til þess að standa undir síauknum kostn- aði vegna grunnþarfa eins og hús- næðis. „Ég skil þetta ekki. Ég bara skil ekki af hverju við erum í þessari stöðu í Reykjavíkurborg, að það sé ekki hægt að víkja frá þéttingarstefn- unni til þess að mæta neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Þegar pólitíkin þvælist svona fyrir, þá er ég viss um að kjósendur muni segja skoðun sína á því,“ segir Ragnar Þór. „Það kæmi mér mjög á óvart ef þetta yrði ekki fyrirferðarmikið fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar,“ segir Sigurður. „Það finna þetta allir á einn eða annan hátt. Sumir beint, sem eru að leita sér að húsnæði, en einnig allir aðrir landsmenn óbeint, því allir finna fyrir verðbólgunni.“ Uppbygging 3.000 íbúða í Reykjavík Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins um flýtimeðferð Grunnkort/Loftmyndir ehf. BSÍ-reitur 500 íbúðir =100 íbúðir Úlfarsárdalur 500 íbúðir Keldur og Keldnaholt 2.000 íbúðir Ragnar Þór Ingólfsson Sigurður Hannesson Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja til að byggðar verði allt að 3.000 íbúðir á þremur bygg- ingarsvæðum, sem fengju sér- staka flýtimeðferð til að mæta brýnni þörf á íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Þær kæmu til við- bótar núverandi húsnæð- isáætlun Reykjavíkurborgar. Byggingarsvæðin, sem um ræðir eru í Keldnalandi og Keldnaholti, á BSÍ-reitnum og í Úlfarsárdal. Lagt er til að skipu- lagið fengi sérstaka flýti- meðferð, en í framhaldinu þyrfti að skipuleggja a.m.k. 3.000 íbúðir til viðbótar, sem kæmu í næsta áfanga. Uppbygging í biðstöðu Minnt er á að uppbygging í Úlf- arsárdal hafi verið helminguð frá samþykktu skipulagi og auðvelt snúa því við og úthluta 500 íbúðum. Þá er bent á að BSÍ reitur hafi verið settur á ís í óvirkum stýrihópi, þar sem út- hluta megi öðrum 500 íbúðum. Loks séu 117 hektara flæmi á Keldum og Keldnaholti, þar sem 2.000 íbúðir væru hóflegt fyrsta skref. Það megi gera án þess að framtíð rannsókn- arstöðvarinnar á Keldum liggi fyrir eða hróflað sé við strand- lengjunni og útivistarsvæði henni tengdu. Tillaga um 3.000 íbúðir BORGARSTJÓRN Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Risakílóafatamarkaður Rauða krossins fór fram um helgina. Rauði krossinn hefur haldið slíka markaði nokkrum sinnum á höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar um land. Markmið með slíkum kílómörkuðum er að efla alla endurnýtingu á góðum fötum innanlands. Sannarlega var hægt að gera góð kaup á mark- aðnum á laugardaginn og mætti fjöldi fólks. Rauði krossinn reiknar með að um eitt tonn af fötum hafi selst, sem er met á slíkum fatamörkuðum Rauða kross- ins. Að sögn Bjargar Kjartansdóttur, upplýsingafull- trúa Rauða krossins, fundu starfsmenn og sjálf- boðaliðar fyrir mikilli tilhlökkun fólks í aðdraganda markaðarins og mættu fjölmargir af tryggustu við- skiptavinum Rauðakrossbúðanna á markaðinn. „Fjölmennasti hópurinn sem mætti á markaðinn í gær voru í aldurshópnum 18-25 ára sem er einmitt sá aldurshópur sem verslar hvað mest í fatabúðum Rauða krossins. Flestir viðskiptavinir versluðu milli 2-3 kg af fötum á markaðnum. Kílóverð af fötum var 2.000 krón- ur en lækkaði niður í 1.500 krónur ef keypt voru meira en 3 kíló.“ Morgunblaðið/Óttar Geirsson Eitt tonn af notuðum fötum seld á stærsta kílóamarkaði frá byrjun Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Þrír prestar hafa sent inn umsögn um tillögu, sem leggja á fram á kom- andi kirkjuþingi, þar sem þeir mót- mæla fyrirhugaðri niðurfellingu greiðslna vegna prestþjónustu eftir gjaldskrá. Mikill munur er á vin- sældum presta þegar slíkar athafnir eru bókaðar og eru dæmi um að ein- hverjir prestar fái talsvert fleiri beiðnir um að sinna prestsverkumen aðrir. Í umsögn Þorgeirs Arasonar, sóknarprests í Egilsstaðapresta- kalli, segir meðal annars að hann sé samþykkur því að fella eigi niður gjaldskrá Þjóðkirkjunnar til fram- tíðar, en hann er þó ósáttur að engin kjarabót fyrir presta sé fyrirhuguð. Arnaldur A. Bárðarson, kjaramála- fulltrúi Prestafélags Íslands, tekur í sama streng í sinni umsögn. Þar veltir hann því fyrir sér hvort yfir höfuð sé fyrir hendi lagastoð að Kirkjuþing ákvarði nokkuð um aukaverkagreiðslur presta. „Að greiða presti hóflega þóknun fyrir þjónustu er því mörgum kærkomin viðurkenning,“ segir Arnaldur. Vilja enn fá greitt fyrir aukaverk sín

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.