Morgunblaðið - 18.10.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.10.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2021 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Hann segir að frá því að heims- faraldurinn skall á hafa börn í op- inberum skólum ekki getað mætt í skóla, aðeins einkaskólar hafi verið opnir. Án kennslu í tvö ár „Einkaskólarnir hafa allir til- einkað sér tæknina við að halda starfi sínu áfram. Opinberir skólar hafa orðið út undan. Börn sem koma frá fátækari fjölskyldum hafa því ekki getað sótt menntun þar sem engin tæki eru í boði fyrir þau. Styrkþegar okkar hafa ekki haft að- gang að tækjum og óttast að falla enn lengra aftur úr. Þess vegna reynum við að valdefla þau til þess að læra á tækni.“ Auk þess segir Bala að tækin komi sér áfram vel, þó svo að heimsfaraldur líði hjá. Fyrsta skrefið sé að þjálfa kennara við kennslu á tækjunum. Ætlunin er svo að hvert barn fái eigið tæki, með því sé hægt að koma í veg fyrir stöðnun eða jafnvel afturför í námi barnanna þegar kemur að því að þau geti snúið sér aftur að skóla sem og aukið þekkingu og sjálfs- traust barnanna til að halda áfram í námi. Bala segir mikla ánægju með verkefnið, og stuðning Rótarý Ís- lands þar sem allir Rótarý klúbbar á landinu lögðu verkefninu lið. Heildarfjárhæð styrksins nemur rúmum 38 þúsund bandaríkjadölum sem samsvarar um 50 milljónum króna. „Samstarfsaðili okkar Pudiyador hefur unnið að brúa þetta bil í gegn- um leikskóla, grunnskóla fyrir börn og unglinga auk þess sem félagið bíður upp á yfirgripsmikla fullorð- insfræðslu í tveimur hverfum; Bes- ant Nagar og Ramapuram. Í þeim hverfum býr fólk af Irula-þjóðflokki og farandverkafólk. Mikið er um að fólk í þessum hverfum vinni lág- launastörf á borð við þjónustufólk á heimilum og bílstjórar,“ segir Bala. „Samfélagið sem um ræðir er dreifbýlt þar sem í gegnum tíðina hafa verið rottuveiðimenn en í dag er þar mikið af fólki sem tínir og fer í gegnum rusl í leit að endurvinn- anlegum efnivið,“ bætir hann við til að benda á að fólkið á svæðinu er í lægstu tekjuhópunum. Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Rótarý á Íslandi hlaut nýverið styrk frá Alþjóðlega rótarýsjóðnum til þess að ráðast í samstarf með fé- lagasamtökunum Pudiyador Chari- table Trust í Indlandi. Verkefninu er ætlað að stuðla að því að brúa bilið í námsgetu þeirra barna sem hafa aðgang að einka- skólum og þar með kennslu við tölv- ur og þeirra sem sækja opinbera skóla og hafa ekki haft tækifæri á kennslu með tölvubúnaði. Fram- lagið felst í tölvum og spjaldtölvum fyrir bæði kennara og nemendur allt frá leikskólaaldri til táningsald- urs í Chennai í Indlandi. Ýti undir stéttaskiptingu Bala Kamallakharan, félagi í Rót- arý Reykjavík International, segir að bilið á milli barna sem sækja op- inbera menntun frá fátækari fjöl- skyldum og þeirra sem sækja einkarekna skóla mikið og að það hafi veruleg áhrif færni og þroska barna og ýti undir frekari stétta- skiptingu. Málefnið sé honum sérstaklega hugleikið þar sem Bala er sjálfur frá einu af hverfunum þar sem Pu- diyador heldur úti starfsemi í Chennai. „Við höfum séð tæknina kalla fram ofurkrafta jafnvel í börnum sem koma frá mjög fátækum heim- ilum,“ segir Bala í samtali við Morgunblaðið. Glaður Pudiyador Charitable Trust í Indlandi hefur starfað í tuttugu ár og aðstoðað á þriðja þúsund barna. Vilja brúa bilið í mennt- un barna á Indlandi - Rótarý á Íslandi styrkir almenningsmenntun á Indlandi Morgunblaðið/Eggert Rótarý Bala Kamallakharan er fé- lagi í Rótarý Reykjavík Inter- national. Hann segir tæknina geta kallað fram kraftaverk fyrir börnin. Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Borgarráð samþykkti á fundi sínum nú á fimmtudag að veita heimild til þess að ganga frá uppgjöri um eign- ina Starhaga 1 sem áður var staðsett á Laugavegi 36. Árið 2014 gerðu Reykjavíkurborg og Minjavernd samning um samvinnu við flutning, endurgerð og sölu hússins. Nú sjö árum síðar hefur húsinu verið komið fyrir á varanlegum stað á Starhaga 1 og það verið endurgert. Hlutur borgarinnar 27 milljónir Heildarkostnaður verkefnisins hljóðar upp á rétt tæplega tvö hundruð milljónir og er mismunur- inn milli kostnaðar og söluverðs hússins rúmar fimmtíu milljónir. Heildarhlutur og kostnaður Reykja- víkurborgar í verkefninu eru þá rúmar 27 milljónir. Líkt og áður seg- ir var samþykkt í borgarráði að klára uppgjör við Minjavernd vegna verk- efnisins. Borgarráðsfulltrúar Samfylking- arinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna lögðu fram bókun um málið. Þar segir meðal annars að „víðtæk samstaða“ hafi verið á sínum tíma um að endurgera húsið. Slíkar framkvæmdir feli þó ávallt í sér óvissu sem „skýri það hvers vegna samið var um að deila hagnaði eða tapi eftir því hver niðurstaðan yrði“. Gríðarhár kostnaður á hvern fermetra Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu þó fram bókun. Þar var bent á að enn á ný væri viðgerð- arkostnaður borgarinnar „gríðar- lega hár“. Fram kom einnig í bók- uninni að kostnaðurinn væri vel á aðra milljón á hvern fermetra að meðtöldum lóðarkostnaði, sem væri mun hærra en kostnaður við ný- byggingu. Borgin greiðir 27 milljónir vegna endurbyggingar - Mismunur á kostnaði og söluverði 50 milljónir - Dýrara en nýbygging Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýuppgert Gamalt hús á nýjum grunni við Starhaga 1 í Reykjavík. Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Menntakvika sem er árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands var haldin nú á föstudag. Þar voru flutt 280 mismunandi erindi sem snúa að menntamálum. Meðal þeirra er- inda sem flutt voru á þinginu var er- indið „Félagslegt réttlæti og fram- haldsskólinn á tímum Covid-19“. Þar var fjallað um frumniðurstöður viða- mikillar rannsóknar sem ber heitið „Framhaldsskólinn á tímum Co- vid-19: Kreppa, áskoranir og aðlög- un“. Guðrún Ragnarsdóttir, dósent á menntavísindasviði, er ábyrgðarmað- ur rannsóknarinnar. Um er að ræða þriggja ára rann- sóknarverkefni en styrkur fékkst frá Rannís fyrir rannsókninni nú í jan- úar. Guðrún segir í samtali við Morg- unblaðið að rannsóknin sé í raun stóra „Covid-19-úttektin“ hvað varð- ar áhrif faraldursins á framhalds- skólana. „Við sendum út spurningalista á nemendur, foreldra og starfsfólk framhaldsskóla og höfum svo tekið viðtöl við hóp kennara, nemenda, stjórnenda, foreldra og ráðgjafa. Við erum að byrja að vinna úr þessum gögnum núna en það eru margar vís- bendingar í gögnunum sem benda til þess að félagslegt ójafnræði hafi auk- ist í framhaldsskólunum vegna far- aldursins,“ segir Guðrún. Hún segir margt spila inn í þegar kemur að þessu félagslega ójafnræði. Til að mynda menntastaða og tungu- mál foreldra, mismunandi aðgengi nemenda að upplýsingum, einsleitari kennsluhættir, skipulag skólastarfs og margt fleira. Einnig bendir hún á að skólinn og kennarar voru kjölfesta nemenda í faraldrinum. Einsleitari kennsluhættir Guðrún segir þá einnig að skil- greina megi fjarnámið í fyrstu bylgju faraldursins sem eins konar neyðar- fjarkennslu og með því er átt við að námið var ekki fyrir fram skipulagt sem fjarnám. Kennarar hafi, gott sem yfir eina helgi, þurft að umbreyta öllu náminu og færa yfir í fjarnámsformið. Vegna þessa hafi kennsluhættir orðið einsleitari, minna hafi verið um samvinnu og að félagslegi hlutinn hafi að mestu leyti horfið. Hún bendir þó einnig á að svo virðist vera að þegar að líða tók á faraldurinn þá hafi kenn- arar náð að beita fjölbreyttari kennsluháttum. Rannsókninni er þó ekki lokið enda um að ræða frumnið- urstöður. Fram undan sé mikil gagnavinna og stefnt sé að því að koma aftur inn í skólanna til að „sjá hvað skólarnir hafa lært og hvað breytist í kjölfar faraldursins“. Félagslegt ójafnræði aukist - 280 erindi um menntamál - Viðamikil rannsókn á áhrifum Covid-19 á framhaldsskólana - Stóra Co- vid-19 úttektin - Menntun og tungumál foreldra skiptir máli við aðstoð heima - Skóli kjölfesta barna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.