Morgunblaðið - 18.10.2021, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2021
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Franskir ostabændur, sem fram-
leiða Roquefort-blámygluost, krefj-
ast þess nú, að merkingakerfi fyrir
matvæli sem upprunnið er í Frakk-
landi, verði breytt en samkvæmt því
kerfi er blámygluosturinn skil-
greindur sem matvara sem hefur lít-
ið næringargildi.
Nutri-Score kerfið flokkar mat-
væli með litum og bókstöfum frá A
til E eftir næringargildi. Roquefort
ostur, sem er framleiddur í suðvest-
urhluta Frakklands, er samkvæmt
þessu kerfi flokkaður ýmist í D- eða
E-flokki, með vörum á borð við gos-
drykki og kartöfluflögur.
Frönsk stjórnvöld íhuga nú að
lögfesta innleiðingu Nutri-Score á
næsta ári en Roquefort-framleið-
endur vilja fá undanþágu frá flokk-
unarkerfinu. Svipaðar kröfur hafa
komið frá öðrum ostaframleið-
endum í Frakklandi.
„Þetta er þverstæðukennt. Mikið
unnar matvörur með rotvarnar-
efnum geta fengið A eða B-flokkun
en vörurnar okkar, sem eru fram-
leiddar með náttúrulegum aðferð-
um, sæta fordómum,“ hefur AFP-
fréttastofan eftir Sebastien Vign-
ette, formanni Roquefort-samtak-
anna,
Herferð ostabændanna nýtur
stuðnings Stephane Mazars, þing-
manns Aveyron-héraðs, þar sem all-
ir Roquefort-ostar þroskast og gerj-
ast í kalksteinshellum þar til
blámyglan myndast. Segir hann, að
upplýsingar, sem neytendur fá um
matvörur, verði að vera rökréttar
og byggjast á heilbrigðri skynsemi.
Bændur í Aveyron framleiða um 7
þúsund tonn af Roquefort á hverju
ári og um fjórðungur framleiðsl-
unnar er fluttur út.
Nutri-Score kerfið er eins konar
sjálfsprottið flokkunarkerfi, sem
notast er við í Frakklandi, Belgíu,
Spáni, Þýskalandi, Lúxemborg og
Hollandi. Ýmis önnur lönd, einkum
þó Ítalía, eru hins vegar andvíg því
að kerfið verði tekið upp með sam-
ræmdum hætti í Evrópusamband-
inu öllu. Flokkunarkerfið er kynnt
sem hjálpartæki í baráttu við of-
þyngd og meltingarsjúkdóma. Þar
eru matvæli flokkuð eftir því hvað
þau innihalda mikið af sykri, salti og
mettuðum fitusýrum svo fólk geti
sneitt hjá matvælum, sem ekki eru
sérlega holl.
Vignette og aðrir Roquefort-
bændur segja hins vegar að engin
hætta sé á að Frakkar borði of mik-
inn ost.
Ostur og bjór í saltnámunum
En þetta eru ekki einu fréttirnar,
sem bárust í síðustu viku frá megin-
landi Evrópu um blámygluost. Ný
rannsókn, sem birt var í blaðinu
Current Biology bendir til þess, að
Evrópubúar hafi gætt sér á blá-
mygluosti fyrir 2.700 árum og
drukkið bjór með.
Rannsóknin byggist á efnagrein-
ingu á úrgangi frá verkamönnum
sem unnu í saltnámu í austurrísku
ölpunum á járnöld. Frank Maixner,
örverufræðingur í Eurac-rannsókn-
arstofnuninni í Bolzano á Ítalíu og
aðalhöfundur greinar um rannsókn-
ina, segir að það hafi komið á óvart
að saltnámumenn hafi kunnað að
nýta gerjun til að framleiða mat-
væli.
„Það verður æ ljósara, að fólk á
forsögulegum tíma bjó yfir þekk-
ingu til að framleiða mat úr hráefn-
um og vísbendingar eru einnig um
að gerjun hafi verið mikilvægur
þáttur í matvælaframleiðslunni,“
sagði Kerstin Kowarik, sérfræð-
ingur hjá Náttúruminjasafni Vín-
arborgar, við AFP.
Bærinn Hallstatt er á heims-
minjaskrá UNESCO en þar hefur
verið unnið salt í þrjú þúsund ár.
Bærinn er einangraður og allir sem
þar bjuggu á þessum tíma unnu í
saltnámunni.
Námumennirnir dvöldu þar allan
daginn, unnu, mötuðust og gengu
örna sinna. Hitastigið í námunni er
alltaf 8°C og það, ásamt saltinu, hef-
ur gert það að verkum að hægðir
þessara fornu námumanna hafa
varðveist vel.
Vísindamennirnir rannsökuðu
fjögur sýni úr slíkum úrgangi, eitt
frá bronsöld, tvö frá járnöld og það
fjórða frá 18. öld. Í einu þessara
sýna, sem var 2.700 ára gamalt,
fundust tveir sveppir, penicillium
roqueforti og saccharomyces cere-
visiae, sem báðir eru notaðir við
matvælaframleiðslu nútímans.
Risið upp til varnar Roquefort
- Franskir ostabændur gagnrýna matvælaflokkunarkerfi sem setur blámygluost í flokk með gosi og
snakki - Ný rannsókn bendir til að Evrópubúar hafi búið til mygluosta á járnöld fyrir 2.700 árum
AFP
Blámygla og bjór Vísindamenn að störfum í saltnámu frá járnöld í Halstatt
í Austurríki. Vísbendingar eru um að námumenn hafi búið til blámygluost.
AFP
Blár Biti af Roquefort-blámygluosti sem sumum þykir ekki nægilega hollur.
Vopnaða glæpagengið 400 Mawozo
er grunað um að hafa numið á brott
hóp bandarískra kristnitrúboða, fjöl-
skyldur þeirra og börn í nágrenni við
Port-au-Prince-höfnina á Haítí í
gær. Í það minnsta sautján manns
voru numdir á brott að sögn haít-
ískra stjórnvalda.
Hópurinn samanstendur af fimm
karlmönnum, sjö konum og fimm
börnum sem voru að snúa heim úr
heimsókn á munaðarleysingjahæli í
Croix-des-Bouquets og eru enn í
haldi glæpagengisins sem grunað er
um athæfið samkvæmt öryggisfull-
trúa haítískra stjórnvalda sem tjáðu
sig við fréttaveitu AFP í gær.
Bandarískum stjórnvöldum er
kunnugt um atvikið en fátt er vitað
um tildrög þess eða hvar trúboðarnir
og fjölskyldur þeirra eru niðurkomn-
ar á þessari stundu.
Haítí hefur eina hæstu tíðni mann-
rána í heiminum þar sem lögleysa í
landinu hefur gert glæpagengjum
auðveldara um vik en nokkuð er um
að gengin stundi fjársvik með því að
krefjast lausnargjalds eftir að fólk er
numið á brott.
Dómsmálaráðuneyti Haítí og lög-
reglan þar í landi hafa ekki tjáð sig
um atvikið.
Þá hafa bandarísk stjórnvöld ekki
náð að afla sér frekari upplýsinga
um atvikið en utanríkisráðuneyti
Bandaríkjanna hefur fengið veður af
málinu og áréttaði við AFP að öryggi
Bandaríkjamanna erlendis væri for-
gangsmál hjá ráðuneytinu.
Kristilegu hjálparstamtökin (e.
Christian Aid Ministries), sem eiga
höfuðstöðvar í Bandaríkjunum,
sendu raddskilaboð til trúarlegra
hópa á Haítí sem innihéldu „sérstaka
bæn“ þar sem fram kom að samtökin
væru að vinna með bandaríska
sendiráðinu í Haítí í þeim tilgangi að
sjá til hvaða bragðs sé hægt að taka
til þess að bjarga trúboðunum.
Vopnuð gengi hafa ráðið ríkjum í fá-
tækustu hverfum Port-au-Prince,
höfuðborgarinnar, á Haítí árum
saman.
Bandarískum kristni-
boðum rænt á Haítí
- Sautján manns voru numdir á brott í gær í Port-au-Prince
AFP
Ástand Mannrán eru nokkuð algeng í fátækari hverfum Haítí-borgar.