Morgunblaðið - 18.10.2021, Síða 25

Morgunblaðið - 18.10.2021, Síða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2021 Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „MJÖG FLOTT FERILSKRÁ. HVERNIG LÍST ÞÉR Á AÐ FLYTJA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera með hjartað á réttum stað. BEST AÐ HEFJAST HANDA OG HÉR ER ÉG HVAÐ ER ÞETTA? ÞETTA HEITIR KAFFI. HRÓLFUR KOM MEÐ ÞAÐ ÚR EINNI RÁNSFERÐINNI! HANN SEGIR AÐ ÞAÐ HJÁLPI HONUM AÐ VAKNA Á MORGNANA! VÓ ÓÓ ! ÞAÐ VIRKAR! ÉG ÆTLA AÐ SANN- REYNA ÞAÐ! „VIÐ ERUM AÐ ÞRÓA APP SEM HEITIR „SLEPPTU ÚTFÖRINNI“.“ 1958 í Hafnarfirði, listamaður, búsett í Sandgerði. Maki: Jón Bjarni Pálsson, f. 5.10. 1957. Börn þeirra eru Grétar Páll Jónsson, f. 12.6. 1977, Fannar Jónsson, f. 20.1. 1979, og Guðrún Jóna Jónsdóttir, f. 29.7. 1981; 2) Karl Vídalín Grétarsson, f. 27.9. 1961 í Hafnarfirði, bílstjóri og leiðsögumaður, búsettur í Kópavogi. Maki: Björg Hauksdóttir, f. 23.1. 1966. Börn þeirra eru Elvar Þór Karlsson, f. 23.2. 1987 (barnsmóðir Guðríður Briet Kristjónsdóttir), Klara Rós Karlsdóttir, f. 9.1. 1996, Svana Fanney Karlsdóttir, f. 7.4. 1999; 3) Haraldur Grétarsson, f. 15.12. 1963 í Hafnarfirði, flugvirki, búsettur í Sand- gerði. Maki: Rósa Margrét Guðnadótt- ir, f. 3.7. 1965. Börn þeirra eru Guðni Magnús Haraldsson, f. 6.11. 1985, Fanney Haraldsdóttir, f. 25.2. 1989, Hanna Valdís Haraldsdóttir, f. 3.11. 2001. Systkini Grétars: Kolbrún Angela Pálsdóttir, f. 2.2. 1938, d. 25.5. 1940, Sigurjón Aron Pálsson, f. 20.10. 1948, fyrrverandi sjómaður, búsettur í Gautaborg í Svíþjóð, og Guðni Rúnar Pálsson, f. 24.2. 1950, fyrrverandi sjó- maður, búsettur í Danmörku. Foreldrar Grétars voru hjónin Páll Vídalín Jónsson, f. 23.5. 1912 á Litlu- Hellu, Snæf., d. 6.8. 2004, bóndi á Þórustöðum á Vatnsleysuströnd, síð- ast búsettur í Hafnarfirði, og Hrefna Guðnadóttir, f. 20.6. 1916 í Haust- húsum á Eyrarbakka, d. 8.5. 1997, hús- freyja á Þórustöðum, síðast búsett í Hafnarfirði. Grétar Vídalín Pálsson Guðrún Einarsdóttir vinnukona m.a. á Stokkseyri Brynjólfur Jónsson bóndi á Diðriksstöðum í Flóa Margrét Brynjólfsdóttir húsfreyja í Hausthúsum og á Óseyrarnesi, var þá ferjukona yfir Ölfusá, bjó síðar á Sólheimum í Selvogi Guðni Jónsson útvegsbóndi í Hausthúsum á Eyrarbakka Hrefna Guðnadóttir húsfreyja á Þórustöðum, síðast bús. í Hafnarfirði Ragnhildur Vigfúsdóttir húskona í Norðurkotshjáleigu Jón Jónsson húsmaður í Norðurkots- hjáleigu í Flóa Anna Herdís Þorsteinsdóttir húsfreyja á Fremri-Brekku og í Grundarfirði Andrés Brynjólfsson b. á Fremri-Brekku í Saurbæ, Dal., síðar í Grundarfirði Sigríður Ólöf Andrésdóttir húsfreyja á Hellu Jón Guðmundsson bóndi og kennari á Hellu í Neshr., Snæf. Valgerður Brandsdóttir húsfreyja á Níp Guðmundur Stefánsson bóndi á Níp á Skarðsströnd Ætt Grétars Pálssonar Páll Vídalín Jónsson bóndi á Þórustöðum á Vatnsleysuströnd, síðast bús. í Hafnarfirði Já, – ekki er það gott! Halldór Jónsson yrkir á Boðnarmiði: Öllu hjá mér aftur fer ellimörk ég sýni Ég hef orðið eins og er enga lyst á víni. Tryggvi Jónsson tók undir: Raunir flestar þessar þekki þetta er klárt ellimerki. Þótt ég varla dropa drekki djöfullega fæ ég verki. „Báknið þenst út,“ segir Guð- mundur Arnfinnsson: Stjórnarherrar hækka skatt, hampa digrum sjóðum, nefndum fjölgar feikna hratt, en fækkar ráðum góðum. Maðurinn með hattinn kveður: Burt er ami, burt er tregi, bjarmi skín á vora þjóð. Á svona fínum sólardegi sit ég heima og yrki ljóð. Það á alltaf vel við að rifja upp góðar limrur. „Ritdómur“ heitir þessi eftir Hringfara: Í ljóðum og völdum versum eru „vísanir“ kruss og þversum. En nú er sú list orðin nábleik og trist og nýtist, ég veit ei, til hvers! Humm! Gísli Rúnar Jónsson kvað: Svo lést hann Leópold kjaftur og lofaði að ganga ekki aftur en svo gekk hann aftur og aftur – og aftur og aftur – og aftur – og aftur. Björn Ingólfsson orti: Hann Sámur var geltinn í gær. Á gamalær rauk hann tvær og elti þær heim. Þá var hundur í þeim en rakkinn var orðinn ær. Kristján Eldjárn orti: Allt það sem hafa menn hátt um hugsa og tala ég fátt um. En ég hugsa um hitt – slíkt er háttalag mitt – sem talað er lítið og lágt um. Páll Jónasson í Hlíð orti um litlu andarungana: Þeir ætluðu að halda út á haf og höndla með perlur og raf en hafið svo blátt er hrekkjótt og flátt og færði þá flesta í kaf. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ellimerki og vísanir kruss og þversum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.