Morgunblaðið - 18.10.2021, Page 27
_ Aron Pálmarsson átti stórleik í liði
Aalborg þegar liðið vann Skjern með
minnsta mun í dönsku úrvalsdeildinni í
handbolta á laugardag. Aron bar af og
skoraði sjö mörk úr níu skottilraunum,
auk þess sem hann lagði upp önnur
tvö mörk fyrir liðsfélaga sína í 27:26-
útisigri. Aalborg er í öðru sæti dönsku
deildarinnar með tólf stig, tveimur
stigum á eftir GOG. Viktor Gísli Hall-
grímsson varði níu skot í marki GOG í
36:31-sigri á Ringsted á heimavelli.
_ Ekki tókst að klára leik Bergischer
og Wetzlar á heimavelli fyrrnefnda
liðsins í efstu deild þýska handboltans
á laugardagskvöld vegna veikinda
stuðningsmanns í stúkunni. Í stöðunni
21:19 fyrir Wetzlar var leikurinn stöðv-
aður vegna veikindanna en stuðnings-
maðurinn var var
færður á sjúkra-
hús. Í kjölfarið var
ákveðið að flauta
leikinn af, en ekki
er vitað um líðan
stuðningsmanns-
ins á þessari
stundu. Arnór Þór
Gunnarsson leikur
með Bergischer
og var kominn með eitt mark þegar
leikurinn var flautaður af.
_ Haraldur Franklín Magnús lauk leik
á samtals þrettán höggum undir pari á
Emporda Challenge mótinu í Girona á
Spáni um helgina. Hann endaði í 10.-
13. sæti en mótið var hluti af Áskor-
endamótaröð Evrópu, sem er sú næst-
sterkasta í álfunni. Haraldur lék loka-
hringinn í gær á 68 höggum eða á
þremur höggum undir pari vallarins.
Hringina fjóra lék hann á 68, 71, 64 og
68 höggum. Í gær fékk Haraldur þrjá
fugla, einn örn, tvo skolla og tólf pör.
Hann fékk tvo erni í mótinu. Guð-
mundur Ágúst Kristjánsson tók einn-
ig þátt í mótinu en komst ekki í gegn-
um niðurskurðinn eftir að hafa leikið á
73 og 73 höggum á fyrstu tveimur
hringjunum.
_ Barcelona vann 3:1-sigur á Valencia
í 1. deild Spánar í fótbolta á Nývangi í
gækvöldi. José Gayá kom Valencia yfir
strax á 5. mínútu en Ansi Fati jafnaði á
13. mínútu. Hollendingurinn Memphis
Depay kom Barcelona yfir með marki
úr víti á 41. mínútu og Philippe Cout-
inho gulltryggði
3:1-sigur á 85.
mínútu. Barcelona
er í sjöunda sæti
deildarinnar með
15 stig.
_ Handknattleiks-
maðurinn Teitur
Örn Einarsson er á
förum frá sænska
félaginu Kristianstad en frá þessu er
greint á heimasíðu þess. Teitur var
ekki í leikmannahóp liðsins sem mætti
Alingsås í gær. Í tilkynningu Kristians-
tad kemur fram að Teitur hefur náð
samkomulagi við annað félag. Sam-
kvæmt sænska miðlinum Kristian-
stadbladet er hægri skyttan á leið til
þýska félagsins Flensburg.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2021
Olísdeild karla
Fram – HK............................................ 27:25
Stjarnan – KA....................................... 30:27
Valur – ÍBV........................................... 27:21
Afturelding – Grótta ............................ 30:30
Staðan:
Valur 4 4 0 0 111:86 8
ÍBV 4 3 0 1 112:110 6
Stjarnan 3 3 0 0 96:87 6
Fram 4 3 0 1 107:100 6
FH 5 3 0 2 133:124 6
Haukar 4 2 1 1 114:105 5
Afturelding 4 1 2 1 117:116 4
KA 4 2 0 2 106:108 4
Selfoss 4 1 0 3 96:109 2
Grótta 4 0 1 3 96:101 1
HK 4 0 0 4 100:116 0
Víkingur 4 0 0 4 88:114 0
Olísdeild kvenna
Fram – HK............................................ 30:21
Afturelding – Stjarnan......................... 17:18
Staðan:
Fram 3 2 1 0 86:75 5
Valur 2 2 0 0 54:37 4
KA/Þór 2 2 0 0 53:50 4
Haukar 2 1 1 0 53:47 3
ÍBV 2 1 0 1 59:46 2
Stjarnan 3 1 0 2 66:68 2
HK 3 0 0 3 53:74 0
Afturelding 3 0 0 3 57:84 0
Grill 66 deild kvenna
HK U – Grótta ...................................... 24:27
Fram U – ÍBV U................................... 33:28
Þýskaland
Stuttgart – Balingen ........................... 27:26
- Andri Már Rúnarsson skoraði ekki fyrir
Stuttgart og Viggó Kristjánsson lék ekki
með liðinu vegna meiðsla.
- Daníel Þór Ingason skoraði ekki fyrir
Balingen og Oddur Gretarsson var ekki
með vegna meiðsla.
Magdeburg – Flensburg..................... 33:28
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 8 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson 1.
Lemgo – Kiel ........................................ 21:21
- Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk fyrir
Lemgo.
Sachsen Zwickau – Leverkusen........ 29:22
- Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 4
mörk fyrir Sachsen Zwickau.
B-deild:
Emsdetten – Gummersbach............... 22:23
- Anton Rúnarsson skoraði 1 mark fyrir
Emsdetten.
- Hákon Daði Styrmisson skoraði 7 mörk
fyrir Gummersbach og Elliði Snær Viðars-
son 1. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar lið-
ið.
Aue – Elbflorenz.................................. 26:26
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 3
mörk fyrir Aue og Sveinbjörn Pétursson
varði 1 skot í marki liðsins.
Noregur
Kolstad – Elverum............................... 28:29
- Orri Freyr Þorkelsson lék ekki með El-
verum.
Svíþjóð
Ystad IF – Guif..................................... 35:25
- Daníel Freyr Ágústsson varði 15 skot í
marki Guif. Aron Dagur Pálsson var ekki í
leikmannahópi liðsins.
Skuru – Lugi ........................................ 38:33
- Ásdís Þóra Ágústsdóttir var ekki í leik-
mannahópi Lugi.
Evrópubikar karla
2. umferð, fyrri leikur:
H71 Hoyvík – Drammen..................... 22:24
- Óskar Ólafsson skoraði 2 mörk fyrir
Drammen.
%$.62)0-#
Subway-deild kvenna
Haukar – Skallagrímur........................ 93:29
Staðan:
Valur 3 3 0 259:209 6
Njarðvík 3 3 0 204:177 6
Haukar 3 2 1 221:158 4
Keflavík 3 2 1 232:213 4
Fjölnir 3 1 2 213:231 2
Grindavík 3 1 2 210:230 2
Breiðablik 3 0 3 210:231 0
Skallagrímur 3 0 3 165:265 0
Vís-bikar karla, 32-liða úrslit
Ármann – Valur.................................... 69:95
Skallagrímur – Tindastóll.................. 61:112
Vís-bikar kvenna, 32-liða úrslit
Vestri – Njarðvík.................................. 46:87
Valur – Keflavík.................................... 44:78
Spánn
San Pablo Burgos – Valencia............. 65:69
- Martin Hermannsson skoraði 14 stig,
gaf 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst hjá
Valencia á 28 mínútum.
B-deild:
Real Valladolid – Gipuzkoa................ 89:99
- Ægir Már Steinarsson skoraði 3 stig, tók
5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á 28 mín-
útum með Gupuzkoa.
Belgía
Leuven Bears – Antwerp Giants ....... 84:67
- Elvar Már Friðriksson skoraði 3 stig,
gaf 4 stoðsendingar og tók 3 fráköst á 24
mínútum hjá Antwerp.
4"5'*2)0-#
EVRÓPUBIKARINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Haukar eru komnir áfram í 3. um-
ferð Evrópubikars karla í handbolta
eftir 62:39-samanlagðan sigur á kýp-
verska liðinu Parnassos Strovolu.
Báðir leikir einvígisins fóru fram
ytra um helgina. Haukar unnu fyrri
leikinn á laugardag, 25:14, og seinni
leikinn í gær 37:25. Stefán Rafn Sig-
urmannsson fór á kostum í gær og
skoraði níu mörk.
Á Selfossi tókst heimamönnum að
ná í 31:31-jafntefli gegn Jerusalem
Ormoz frá Slóveníu eftir að hafa ver-
ið 28:31 undir þegar rúm mínúta var
eftir í fyrri leik liðanna. Selfoss skor-
aði þrjú síðustu mörkin með mögn-
uðum endaspretti og juku mögu-
leikana sína fyrir seinni leikinn til
muna, en hann fer fram í Slóveníu
næsta laugardag. Einar Sverrisson
og Alexander Már Egan gerðu átta
mörk hvor.
Staðan hjá FH er töluvert verri
eftir 29:37-skell gegn Minsk frá
Hvíta-Rússlandi í Kaplakrika í fyrri
leik einvígisins. Jákvæðu fréttirnar
fyrir FH eru þær að Egill Magn-
ússon skoraði tíu mörk, en hann hef-
ur sjaldan spilað eins vel og í upphafi
leiktíðar. Seinni leikurinn fer fram í
Minsk næstkomandi laugardag.
KA/Þór áfram en Valur úr leik
KA/Þór tryggði sér sæti í 2. um-
ferð Evrópubikarsins í kvennaflokki
með því að sigra Istogu frá Kósóvó í
seinni leik liðanna á laugardaginn
var, 37:34. Staðan í hálfleik var
24:15, KA/Þór í vil og var sigurinn
aldrei í hættu.
Báðir leikir einvígisins fóru fram í
Kósóvó og vann KA/Þór samanlagt
63:56 eftir fjögurra marka sigur í
fyrri leiknum á föstudaginn var.
Rakel Sara Elvarsdóttir var marka-
hæst hjá KA/Þór í seinni leiknum
með sjö mörk. Norðankonur eru að
leika í Evrópukeppni í fyrsta skipti
og er óhætt að Íslandsmeistararnir
fara vel af stað.
Valur er hins vegar úr leik eftir
tvö töp fyrir Bekament frá Serbíu,
en báðir leikirnir fóru fram ytra.
Valur tapaði fyrri leiknum með
minnsta mun á laugardag, 28:29, en
munurinn var sex mörk í gær, 24:30.
Samanlagðar lokatölur urðu því
59:52, serbneska liðinu í vil. Thea
Imani Sturludóttir skoraði sjö mörk
fyrir Val í gær.
Haukar og KA/Þór áfram
- Valur úr leik eftir töp í Serbíu - Jafnt hjá Selfossi en FH-ingar fengu skell
Ljósmynd/Aleksandar Djorovic
Serbía Thea Imani Sturludóttir og samherjar hennar
hjá Val eru úr leik eftir tvö töp í Serbíu um helgina.
Ljósmynd/Óttar Geirsson
Átök Selfyssingurinn Einar Sverrisson í hörðum slag
gegn Jeruzalem Ormoz er liðin mættust á Selfossi.
Valur og Stjarnan eru með full hús
stiga í Olísdeild karla í handbolta
eftir sex marka sigra í gær. Valur
hafði betur gegn ÍBV á heimavelli,
27:21, og Stjarnan vann KA á heima-
velli, 30:24. Valur var með 15:7 for-
skot í hálfleik gegn Eyjamönnum og
sigldi sannfærandi sigri í höfn í
seinni hálfleik. Tumi Steinn Rún-
arsson skoraði átta mörk fyrir Val.
KA var með 17:16-forskot í hálf-
leik gegn Stjörnunni en Stjörnu-
menn voru óstöðvandi í seinni hálf-
leik og keyrðu yfir norðanmenn.
Akureyringarnir Hafþór Már Vign-
isson og Dagur Gautason gerðu sjö
mörk hvor fyrir Stjörnuna. Þá fékk
Grótta sitt fyrsta stig í 30:30-
jafntefli á útivelli gegn Aftureld-
ingu. Ólafur Brim Stefánsson skor-
aði ellefu mörk fyrir Gróttu.
Fram er í toppsæti Olísdeildar
kvenna eftir sannfærandi 30:21-
sigur á heimavelli gegn stigalausu
liði HK. Þórey Rósa Stefánsdóttir
skoraði átta mörk fyrir Framkonur.
Ljósmynd/Óttar Geirsson
Ellefu Skyttan Ólafur Brim Stefánsson fór á kostum og skoraði ellefu mörk
fyrir Gróttu gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í gærkvöldi.
Full hús hjá Val og
Stjörnumönnum
Forystusauðir ensku úrvalsdeild-
arinnar í knattspyrnu unnu leiki
sína í 8. umferðinni um helgina.
Chelsea er áfram í toppsætinu, nú
með 19 stig eftir að glæsimark
varnarmannsins Ben Chilwell
dugði til að merja 1:0-sigur á úti-
velli gegn nýliðum Brentford. Liv-
erpool er stigi á eftir í öðru sætinu
en liðið frá Bítlaborginni vann 5:0-
stórsigur á útivelli gegn Watford.
Roberto Firmino skoraði þrennu og
þeir Sadio Mané og Mohamed Salah
bættu við mörkun en Egyptinn
skoraði eitt laglegasta mark vet-
ursins, lék á nokkra varnarmenn og
skoraði svo með laglegu skoti. Þá
unnu Englandsmeistarar Manchest-
er City 2:0-heimasigur gegn Burn-
ley þökk sé mörkum frá Bernardo
Silva og Kevin De Bruyne og eru
því í 3. sætinu með 17 stig. Jóhann
Berg Guðmundsson kom inn sem
varamaður í liði Burnley á 72. mín-
útu.
Manchester United heldur hins
vegar áfram að heltast úr lestinni
og tapaði illa gegn Leicester á King
Power-vellinum, 4:2. Youri Tielem-
ans, Caglar Soyuncu, Jamie Vardy
og Patson Daka skoruðu þar mörk-
in fyrir heimamenn en andsvör
United komu frá Mason Greenwood
og Marcus Rashford.
Newcastle tapaði svo gegn Tott-
enham í gær, 3:2, í fyrsta leik liðs-
ins eftir að félagið varð það ríkasta
í heimi í kjölfar þess að sádiarabíski
krónprinsinn Mohammed bin Salm-
an keypti það á dögunum. Callum
Wilson kom Newcastle yfir áður en
Tanguy Ndombélé, Harry Kane og
Son Heung-Min skoruðu fyrir Tott-
enham en Eric Dier gerði einnig
sjálfsmark fyrir heimamenn.
Efstu liðin unnu öll
leiki sína um helgina
AFP
Óstöðvandi Mohamed Salah skor-
aði stórglæsilegt mark um helgina.