Morgunblaðið - 18.10.2021, Síða 29

Morgunblaðið - 18.10.2021, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ S . F. C H R O N I C L E B B C T I M E O U T SÍÐASTA BOND MYNDIN MEÐ DANIEL CRAIG ÞESSA VERÐA ALLIR AÐ SJÁ Í BÍÓ 84% T H E T E L E G R A P H 90% SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI NÝ ÍSLENSK – PÓLSK MYND FRAMLEIDD AF SAGA FILM Á undanförnum misserum hefur mik- ið verið barist fyrir bættri stefnu í geðheilbriðismálum. Krafist hefur verið niðurgreiðslu sálfræðiþjón- ustu, styttri biðlista, betri þjónustu við börn og ungmenni og svo framvegis. Aldrei er nóg að gert. En hvað gerist ef of mikið er gert? Það er spurning sem er hálffáránleg. Er hægt að hlúa of mikið að geðheilsu þjóðarinnar? Þessu veltir Fríða Ísberg þó fyrir sér í nýrri skáld- sögu sinni, Merkingu. Í þeirri Reykjavík sem Fríða Ísberg lýsir í þessari nýju bók sinni líður senn að kosn- ingum, þar sem tveir flokkar etja kappi, ann- ar þeirra vill að merking- arskylda verði bundin í lög en hinn er mótfallinn því. Merkingin er í aðal- hlutverki í verkinu og þetta samfélag hverfist um áhrif hennar. Að vera merktur þýðir að maður hafi gengist und- ir svokallað samkenndar- próf og staðist. Hafi maður staðist þykir ljóst að maður hafi samúð með öðru fólki, geti sett sig í spor þess og þar með verið góður og gildur borgari sem ekki muni leiðast út í neina vitleysu. Falli maður aftur á móti á prófinu þykir víst að um ein- hvers konar siðröskun sé að ræða og manni þá boðin viðeigandi sálfræðiþjónusta og önn- ur úrræði. Þannig á að útrýma glæpum í samfélaginu með því að grípa inn í hjá veiku hlekkjum samfélagsins áður en illa fer. Þetta mikla jöfnunartól snýst þó sem von er í hönd- unum á stjórnvöldum og býr til enn meiri misskiptingu en áður. Þessi hugmynd Fríðu um merkinguna er stórsnjöll og heimurinn sem hún býr til í kringum hana er afskaplega vandaður og for- vitnilegur. Þetta býður upp á alls kyns vanga- veltur um samfélagið sem við búum í og sam- félagið sem við gætum búið í áður en langt um líður. Höfundurinn byggir verkið upp með því að segja frá nokkrum ólíkum persónum sem eru á ýmsum ólíkum stöðum í samfélaginu og eru fulltrúar ólíkra stétta. Ein þeirra er grunnskólakennarinn Vetur sem hefur lent í áfalli sem hún reynir að bægja frá sér þegar hún sinnir nemendum sínum sem eiga í vændum að þurfa að taka prófið. Önnur persóna sem lesandinn fær að kynnast er ungur maður, Tristan að nafni, sem hefur farið ofurlítið út af sporinu og er hann fulltrúi þeirra sem krafan um merkingu hefur bitnað hvað harðast á. Vetur og Tristan eru persónur sem við fáum að kynnast almennilega og þróast í takt við framvindu verksins. Lesandinn hefur samúð með þeim auk þess sem sögur þeirra draga upp áhugaverða fleti á hugmyndinni um merkinguna. Við kynnumst líka stjórnmálamanni, SÁL, flokki sálfræðinga sem berjast fyrir almennri merkingarskyldu, og hans fjölskyldulífi. Fjórða persónan sem er í aðalhlutverki í verkinu er örvæntingarfull kona sem hefur náð langt á vinnumarkaðnum, en lendir í því að falla á prófinu. Kaflarnir um þessa konu eru spennandi framan af, sérstaklega þar sem örvilnan konunnar kallast skemmtilega á við brotakenndan stíl kaflanna, en sögubogi þessarar persónu missir þó að lokum marks. Fríða beinir líka sjónum að öðrum auka- persónum í örfáum köflum auk þess sem bréfaskriftir vinkvennanna Laíla og Teu brjóta frásögnina upp á stöku stað. Þar fékk undirrituð á tilfinninguna að höfundur hafi nauðsynlega þurft að koma frá sér ákveðnum hugmyndum, sem vissulega eru áhugaverðar, en ekki fundið þeim almennilegan farveg og úr urðu þessar bréfaskriftir. Fríða leyfir nýjum stíl að fylgja hverri per- sónu sem þó einkennast allir af hennar eigin lipra orðfæri sem hefur einkennt verk hennar til þessa. Kaflarnir um Tristan eru til dæmis á hans máli, hans íslensku. Það er íslenska sem er full af slettum og málvillum. Venju- lega heppnast það frekar illa þegar höfundar reyna að líkja eftir því hvernig unga fólkið talar en Fríðu tekst að fanga íslensku ungu kynslóðarinnar þannig að hún verður trú- verðug sem er afar vandmeðfarið. Eins og venjan er þegar um dystópíur er að ræða er miklu púðri eytt í að byggja upp sannfærandi heim. Miklu þarf að koma til skila um hvernig þessi framandi heimur hangir saman. Höfundinum tekst mætavel til. Þessi nýja útgáfa af Reykjavík er hæfilega kunnugleg og afar sannfærandi framhald af þeim heimi sem við þekkjum. Framtíðarsýnin er óhugnanlega nærri okkur. Fríða leggur fram ýmsar vangaveltur út frá þessum nýja heimi og kannar ótal fleti á honum. Lesandinn fær þá á móti tækifæri til þess að spegla sinn raunheim í þeim tilbúna. En þegar leggja þarf mikla vinnu í söguheim- inn er hætta á að það bitni á öðrum þáttum verksins. Þótt Merking sé afar metnaðarfullt og í raun vel heppnað verk hefði mátt þróa suma þætti þess enn frekar eða skera þá burt. Fríða Ísberg á hrós skilið fyrir að þora að gera eitthvað nýtt og láta reyna á dystópíu- formið. Hún er snjall höfundur og afar örugg stíllega séð. Dystópíur eru dystópíur. Þær eru sjaldnast upplífgandi og Merking er eng- in undantekning. En góðar dystópíur vekja mann til umhugsunar og það gerir þetta verk Fríðu. Hún kemur vel til skila pólitíkinni sem fylgir merkingunni, bæði átökunum á hinum opinbera vettvangi og áhrifunum á líf venju- legs fólks. Metnaðarfull krufning á framtíðarsýn Morgunblaðið/Eggert Snjöll „Fríða Ísberg á hrós skilið fyrir að þora að gera eitthvað nýtt og láta reyna á dystópíu- formið. Hún er snjall höfundur og afar örugg stíllega séð,“ segir í dómi um skáldsöguna Merking. Skáldsaga Merking bbbbn Eftir Fríðu Ísberg. Mál og menning, 2021. Innbundin, 266. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.