Morgunblaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 12
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Þ
að vakti athygli víða er fréttir bárust af
því að eitt stærsta útgerðarfélag Rúss-
lands, Norebo Group, hefði ákveðið að
láta smíða sex togara eftir hönnun
Nautic. Skipin eru öll með auðþekkjanlegt end-
uro-bow-perustefni og eru 81 metra löng og 16
metra breið. Óhætt er að segja að Norebo hafi
verið sátt með skipin og ákvað rússneska út-
gerðin að láta smíða fjögur svipuð skip til við-
bótar. Smíði tíunda Norebo-togarans hófst á
síðari helmingi þessa árs í Norðlægu skipa-
smíðastöðinni (r. Severnaya Verf) í Sankti Pét-
ursborg í Rússlandi.
„Það vildi þannig til að við gerðum tillögu að
togara fyrir Norebo, sem er stærsta útgerð-
arfyrirtækið í Rússlandi með aflaheimildir sem
nema íslensku aflaheimildunum. Þetta er sería
upp á tíu togara og sex af þeim verða í rekstri í
Múrmansk en fjórir verða gerðir út frá Petro-
pavlovsk á Kamsjatska-skaga,“ svarar Alfreð
Tulinius, stjórnarformaður Nautic, spurður um
verkefnið.
„Munur er á milli þessara skipa en það sem
er kannski mikilvægt fyrir okkur er að þegar
við fengum þennan samning vildum við ekki
gera eins og samkeppnisaðilar okkar í Noregi;
hanna út frá sínum forsendum og kveðja svo,
heldur ákváðum við að byggja upp fyrirtæki í
Rússlandi og flytja inn okkar þekkingu og
reynslu. Við stofnuðum Nautic RUS sem er
handhafi þessara samninga, í gegnum það
gerðum við samninga bæði við skipasmíðastöð-
ina og eiganda togaranna,“ útskýrir hann.
Tekjur sem Nautic fékk vegna smíði togar-
anna voru nýttar til að byggja upp reksturinn í
Rússlandi, að sögn Alfreðs, og starfa hjá Nau-
tic RUS nú 57 rússneskir verkfræðingar. „Ég
hef þurft að vera svo mikið þarna að ég þurfti
að sækja um atvinnuleyfi og er ráðinn þangað
sem sérfræðingur,“ segir Alfreð sem er eini er-
lendi starfsmaður rússneska fyrirtækisins.
Eina fyrirtækið
Hann kveðst ekki geta upplýst hvert verðmæti
samninganna sé en einstaklingar sem þekkja til
skipahönnunar telja að Nautic kunni að hafa
fengið um 10 milljónir evra í sinn hlut, jafnvirði
1,5 milljarða íslenskra króna, fyrir þessa tíu
togara.
Rússnesk stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu
á að fiskiskipafloti landsins verði nútímavædd-
ur ásamt greininni í heild. Til að stuðla að
þessu hefur verið reynt að skapa hagstætt um-
hverfi fyrir útgerðarfyrirtæki að fara í nýsmíði
og hefur fjöldi skipa verið smíðaður.
Hafa önnur vestræn fyrirtæki komið sér fyr-
ir í Rússlandi með sama hætti og Nautic?
„Nei. Við erum þeir einu sem höfum ákveðið
að fara af fullum krafti inn á Rússlandsmarkað
og gera þetta í rússnesku fyrirtæki og hampa
þessu sem rússnesku fyrirtæki,“ svarar Alfreð
sem viðurkennir að það hafi þurft kjark til að
stíga skrefið til fulls. „Þetta er svolítið ævintýri
að hafa stokkið sextugur með báða fætur inn í
Rússland og setja alla afkomu af þessu verk-
efni inn í uppbyggingu þar. Margir hefðu ef-
Nautic með augastað á
tækifærunum í Rússlandi
Skipahönnunarfyrirtækið Nau-
tic hefur gert víðtæka samninga
í Rússlandi og er eina vestræna
hönnunarfyrirtækið sem hefur
ákveðið að koma þar upp dótt-
urfélagi. Í kjölfarið hefur rekst-
urinn þróast og býður fyrir-
tækið nú heildstæðar lausnir
með hönnun sem nær yfir allt
frá skrokki yfir í minnstu atriði
svo sem innréttingar og litaval.
Frystitogarinn Kapitan Sokolov í
smíðum í skipasmíðastöðinni í Sankti
Pétursborg. Enduro-bow-perustefnið
hefur vakið mikla athygli.
„Þetta er svolítið ævintýri
að hafa stokkið sextugur
með báða fætur inn í
Rússland og setja alla
afkomu af þessu verkefni
inn í uppbyggingu þar.“
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021