Morgunblaðið - 23.10.2021, Side 13

Morgunblaðið - 23.10.2021, Side 13
Klefar sjómanna um borð í skipum sem Nautic hannar eru stílhreinir og fallegir. laust viljað taka af þessu rjómann og sitja síðan á feitum sjóðum og njóta. Við vildum gefa eitt- hvað af okkur inn í þetta samfélag sem er í svona mikilli uppbyggingu.“ Hann segir þessum áherslum Nautic mjög vel tekið í Rússlandi og Rússar haldi ekki aftur af sér er þeir hæla því að Íslendingar hafi sýnt vilja til að fara í þessi verkefni undir merkjum rússnesks fyrirtækis. Annað ferli Alfreð segir stuðst við aðra aðferðafræði þegar kemur að skipahönnun í Rússlandi en tíðkast á Vesturlöndum. „Teikningaferlið í Rússlandi er töluvert öðruvísi en við erum vanir frá vest- rænum heimi. Við byrjum að gera konsept- teikningar af skipinu, sem er þá fyrirkomulag og ýmsar grunnteikningar og myndræn fram- setning á skipinu, auk þess að gera áætlanir um allar helstu stærðir svo sem burðargetu og fleira.“ Næst hefst gerð flokkunarfélagsteikninga og verður hönnunin að taka mið af reglum RMRS (Russian Maritime Register of Shipping), að sögn Alfreðs sem bætir við að Russian Mari- time sé eins og hvert annað flokkunarfélag og er aðili að alþjóðlegum samtökum flokk- unarfélaga. Í Rússlandi er krafa um að skipasmíðastöð séu afhentar vinnuteikningar og þarf því að skila mjög umfangsmiklum teikningum þar sem teiknuð eru upp jafnvel smæstu atriði. Nautic RUS sinnir þessu og eru allar flokk- unarfélags- og vinnuteikningar því á einni hendi. Alfreð segir að með þessu sé verið að af- henda alhliða leiðbeiningar um smíði skipsins. „Það er nánast verið að láta skipasmíðastöðina hafa IKEA-bækling.“ Kemur í veg fyrir árekstra Mikill kostur er að hafa alla hönnun á einum stað, fullyrðir Alfreð sem segir áberandi hvern- ig aukið flækjustig hafi áhrif á smíði og gæði skipa. „Menn hafa hannað grunnteikningarnar og afhent stöð sem er ekki vön að gera fiski- skip sem síðan lætur vinnuteikningarnar í hendurnar á fyrirtæki sem veit ekkert hvað það er að hanna. Jafnvel sett stálvinnuteikn- ingar í hendur eins aðila, rör í annað fyrirtæki, rafmagnið í þriðja og innréttingar í það fjórða. Þetta veldur því að hönnunin verður ekki heild- stæð.“ Hönnun sem er ekki heildstæð veldur árekstrum, til að mynda í sambandi við fyr- irkomulag röra- og raflagnateikninga. Slíkir árekstrar geta hæglega tafið smíði skips með tilheyrandi kostnaði. „Það þarf að deila pláss- inu mjög vel í fiskiskipum,“ útskýrir Alfreð. Nautic býr hins vegar svo vel að hafa alla þætti í einu kerfi. „Um leið og við erum búin að hanna eitthvað förum við að birta alla heild- armyndina og getum þá lagað með tilliti til plássnýtingar og getum hliðrað einhverju til ef þörf er á því.“ Í ljósi þessa hefur fyrirtækið lagt áherslu á að veita heildarþjónustu og heildarráðgjöf í hönnun fiskiskipa í Rússlandi, en til þess hefur þurft að ráða til starfa fjölda verkfræðinga með alla þá sérþekkingu sem hönnun nútímalegra hágæðaskipa krefst. „Við erum með 57 vel menntaða verkfræðinga. Allt frá hefðbundnum skipaverkfræðingum til verkfræðinga í stálst- rúktúr og sérfræðinga í undirstöðum fyrir bún- að. Við erum með fólk í rörakerfum, rafmagni, loftræstikerfum og vélaverkfræðinga.“ Ákveðið var að fara enn lengra í samþætt- ingu hönnunar og voru tveir innanhúss- arkitektar ráðnir í fullt starf. Sjá þeir um hönn- un innréttinga skipsins og fylgir því meðal annars efnis- og litaval. Tryggja eiginleika skipsins Alfreð segir grundvallaratriði að tryggja að skipið hafi þá eiginleika sem gert var ráð fyrir þegar það var hannað og er hægt með þrívídd- arhönnun að afhenda skipasmíðastöð öll skurð- arplön og allar aðrar upplýsingar sem þarf til að smíða skipið. Auk þess er stöðinni veitt tæknileg aðstoð og hefur verið fjárfest í fær- anlegu skrifstofuhúsnæði fyrir sjö verkfræð- inga. „Með þessu náum við að hafa stjórn á þyngd- arþróun skipsins á smíðatímanum. Það er mjög mikilvægt því það er hægt að eyðileggja skip sem er með yfirþykktum í allskonar hlutum. Það tekur enga stund að þyngja svona skip um einhver 200 tonn með einhverju rugli. Þá sekk- ur skipið bara dýpra í sjóinn, en þú hefur gert ráð fyrir vissu fríborði til að takast á við þann afla og þær byrðar sem þú ætlar að setja á skipið.“ Þörf á þekkingu Spurður hvort þessi alhliða þjónusta henti vel í Rússlandi svarar Alfreð því játandi enda hefur Norebo ákveðið að ganga til samninga við Nau- tic RUS um hönnun fjögurra línuskipa, en þau verða 64 metrar að lengd og 14 metrar að breidd. „Þetta eru mjög fullkomin línuskip. Það er ýmislegt nýtt sem við erum að gera í þessari hönnun. Öðruvísi framdriftsbúnaður, öðruvísi fyrirkomulag með losun og lestun og margt ný- tískulegt í útfærslum þeirra. Svo eru þessi skip nýtískuleg í útliti. Í þessu verkefni hefur skipasmíðastöðin ver- ið að falast eftir því að við förum jafnvel enn þá lengra í afhendingu á gögnum og dýpra inn í þeirra framleiðslukerfi sem felst í að halda ut- an um samþættingu upplýsingaflæðis, þannig að til sé einn miðlægur gagnagrunnur þar sem eru upplýsingar um búnað og allar uppfærslur á teikningum sem koma frá framleiðendum.“ Töluverð eftirspurn er í Rússlandi eftir þekkingu í sambandi við hönnun fiskiskipa og á sér eðlilega skýringu, að sögn Alfreðs. Á tímum Sovétríkjanna hafi smíði fiskiskipa verið falin skipasmíðastöðvum í öðrum austantjaldsríkjum á borð við Pólland, Úkraínu, Búlgaríu og Rúm- eníu, en rússnesku stöðvarnar sinntu á þessum tíma smíði herskipa. Arfleifð þess er meðal annars að 96% skipasmíðastöðva Rússlands eru í eigu ríkisfyrirtækis. „Stjórnunarhættirnir í þessu fyrirtæki eru pínu sovéskir ennþá. Þetta litar alla aðferðafræði í skipasmíðastöðinni sem manni finnst alveg rosalega seinvirk og bjúró- kratísk; hluti sem manni finnst tiltölulega ein- faldir tekst að flækja.“ Menntun skipaverkfræðinga í Rússlandi er einnig ólík því sem gengur og gerist á Vest- urlöndum og sést það fyrst og fremst í mikilli sérhæfingu þeirra, sem hefur þau áhrif að þeir hafa ekki jafn blandaða þekkingu. „Þegar við vorum með sérfræðing í rörum þá var kannski einn sérfræðingur í rörum í vélarrúmi og annar sérfræðingur í rörum í dvalarrými, en rörin eru alveg eins óháð því hvað kemur út úr þeim eða fer inn í þau.“ Mikilvægt var því að skapa „brýr“ í fyrir- tækinu sem hjálpa starfsfólkinu að fara út fyrir þægindaramma sinn og uppgötva að það hafi þekkingu til að takast á við fleiri verkefni en sérhæfingin segir til um, segir Alfreð. „Þá fáum við miklu betri virkni á skrifstofunni.“ Tilraunastofan Ísland Alfreð telur forsendur þess að hægt sé að sækja fram á erlendum mörkuðum vera að á Íslandi sé umhverfi sem hvetur til nýsköpunar í sjávarútvegi og er staðan mjög góð í þeim efnum. „Það eru svo stuttar boðleiðir til að fá upp- lýsingar bæði hjá þeim sem gera út skipin og hjá fyrirtækjum sem eru að þjónusta sjávar- útveginn. Ísland er eins og lítil tilraunastofa og menn eru viljugir til að prófa ýmislegt.“ Þá hef- ur Nautic lagt kapp á að mæla með lausnum annarra íslenskra fyrirtækja, svo sem Naust Marine og Frost, svo dæmi séu tekin. Línuskipin eru næsta verkefni fyrir Norebo og verða þau 64 metra löng og 14 metra breið. Mikið er lagt upp úr hönnuninni í öllum rýmum skipanna. LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 MORGUNBLAÐIÐ 13

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.