Morgunblaðið - 23.10.2021, Page 14

Morgunblaðið - 23.10.2021, Page 14
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Ekki er óalgengt að ýmsar teg- undir fáist sem meðafli á miðunum og er blágóma ein þeirra. Fisk- urinn, sem er steinbítstegund, þykir ekki endilega fagur en er ágætur matfiskur þótt lítil hefð sé fyrir því að nýta hann hér á landi. Lengi hentu sjómenn blágóm- unni þar sem hún var talin óæt. Auk þess hefur því verið haldið fram að fiskurinn hyrfi við suðu, en athugun sem framkvæmd var við Háskólann á Akureyri 2013 sýndi að blágóma rýrnar um 30% við eldun og er ekki ólík hlýra á bragðið. Blágóman er sögð sérkennileg fyrir þær sakir að hafa breitt enni, stóran haus og frekar lítinn munn sem er aðeins á ská, en í honum eru litlar oddhvassar tenn- ur. Fiskurinn er sótrauður, dökk- rauðblár eða blágrænleit á lit, lausholda og kvapmikil. Arnar með mesta afla Það sem af er ári hefur hefur 73,6 tonnum af blágómu verið landað hér á landi, að því er fram kemur í gögnum Fiskistofu. Sex skip hafa landað yfir tonni og er Arnar HU með mest eða 22,8 tonn. Þá hefur Guðmundur í Nesi RE komið til hafnar með 15,2 tonn, Vigri RE landað 13,5 tonnum, Örfirisey RE landað 12,3 tonnum, Blængur NK 6,8 tonnum og Björgúlfur EA 1,1 tonni. Með svartfugl í maga Stærsta blágóma sem veiðst hefur á Íslandsmiðum var 126 sentí- metrar og herma sumar heimildir að sést hafi blágóma allt að 180 sentímetrar að lengd, að því er segir á vef Hafrannsóknastofn- unar. Blágómu þrífst í köldum sjó og eru heimakynni hennar Norður- Atlantshaf og í Norður-Íshaf. Við Íslandsstrendur er fiskurinn allt í kringum landið en algengara er að finna hann í köldum sjó norðvestan-, norðan-, norðaustan- og austanlands en sunnanlands. Blágóman heldur sig á 60 niður á rúmlega 1.200 metra dýpi og oftar uppi í sjó en við botn. Fæða blágómunnar er slöngu- stjörnur, skrápdýr, hveljur og fiskar. Jafnframt hafa leifar svart- fugls fundist í maga blágómu við Ísland. 73 tonn af blágómu Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun Blágóma þykir ekki fagur en er ágætur matfiskur en bragðið minnir á hlýra. 14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Rannsóknaskipið Bjarni Sæmunds- son lagði frá bryggju 20. október og hóf með því sjórannsókna- og síldar- leiðangur. Til stendur að fram- kvæma mælingar á hita og seltu sjávar á rúmlega 70 stöðum um- hverfis landið ásamt því að taka sýni til rannsókna á efnafræði sjávarins, meðal annars í þeim tilgangi að afla upplýsinga um súrnun sjávar. Rannsóknirnar eru á vef Haf- rannsóknastofnunar sagðar hluti af langtímavöktun á umhverfisskil- yrðum í hafinu við Ísland. Fram kemur að mælisniðin séu staðsett þannig að mælt er í þeim sjógerðum sem finnast umhverfis landið og þau ná yfir landgrunnið og fram yfir landgrunnsbrún. Botndýpi á stöðvunum er á bilinu 25 metrar til 1.830 metrar. Rannsaka síldina Rannsóknir á íslenska sumargots- síldarstofninum hefjast á seinni hluta leiðangursins og nær rann- sóknasvæði leiðangursins frá Aust- urmiðum að Reykjanesi, en síldin sem hefur vetursetu vestan við landið verður mæld í mars. Markmið þessara rannsókna er að kortleggja „stærð og árganga- skipan stofnsins með bergmálsmæl- ingum og sýnatöku. Einnig stendur til að meta ástand síldarinnar með tilliti til ichthyophonus-sýkingar sem hefur herjað á stofninn síðan 2008“. Ichthyophonus er frumvera sem lengi var talin sveppur en á tíunda áratug kom í ljós að þetta sníkjudýr er hvorki dýr, jurt né sveppur. Frumveran hefur þó erfðaefni sem er skylt sveppum og dýrum. Talning hvala „Bergmálsmælingar á fullorðna hluta síldarstofnsins og aflagögn leggja grunn að stofnmati og veiði- ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyr- ir sumargotssíld. Samfara síldarleit- inni verður gerð talning, skráning og myndataka á hvölum eins og að- stæður leyfa. Þessar rannsóknir eru m.a. liður í doktorsverkefni við Há- skóla Íslands sem beinist að dreif- ingu og fæðuatferli háhyrninga,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar. Skoða ástand síldarstofnsins Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar Bjarni Sæmundsson er nú í leiðangri Hafrannsóknastofnunar til að mæla síldarstofninn og ástand sjávar. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Nýtt fyrirtæki hefur tekið til starfa sem þjónustar íslenska fiskmarkaði í sambandi við fiskuppboð ásamt inn- heimtu, uppgjöri og fleiru sem þessu tengist. Fyrirtækið NRS ehf. fram- kvæmdi fyrsta uppboðið korter fyrir tvö síðdegis í gær þegar boðinn var upp afli hjá Fiskmarkaði Vestfjarða og Fiskmarkaði Snæfellsbæjar. Það er óhætt að segja að mikil reynsla sé af uppboðsstarfsemi í fyrirtækinu en framkvæmdastjóri NRS er Eyjólfur Þór Guðlaugsson. Eyjólfur, sem einnig er einn eigenda fyrirtækisins, lét í byrjun árs af störfum sem framkvæmdastjóri RSF (Reiknistofu fiskmarkaða hf.) en þar starfaði hann um árabil. „Við erum búin að stofna fyrir- tæki sem mun þjónusta fiskmark- aðina,“ segir Eyjólfur er blaðamður slær á þráðinn til hans. En ætli það sé verið að tala um nýja reiknistofu? „Já, það má eiginlega segja það.“ Hann segir fyrirtækið hafa fengið mjög góðar undirtektir og fór sér- stakur kynningarfundur fram 14. október. „Við höfum verið að skrá kaupendur og það hefur bara gengið vel.“ NRS mun bjóða nýtt viðmót fyrir notendur sína. „Allt kerfið er nýtt nema uppboðsklukkan, við keyptum sömu klukku og Reiknistofan not- ar.“ Tilboðsmarkaður Stefnt er að því að bjóða fram nýj- ung í kaupum og sölu afla, útskýrir framkvæmdastjórinn. „Við erum bú- in að kynna tilboðskerfi. Það verður ekki eins hraðvirkt og uppboðið heldur verður hægt að senda inn til- boð og gefinn einhver ákveðinn tími til þess. Þetta er hugsað fyrir stærri farma.“ Þegar tilboðsferli er lokið reiknar kerfið út hvaða samsetning á tilboðum gefur mest verðmæti. Það þýðir að það er ekki alltaf sá sem býður hæsta verðið sem fær það sem hann býður í, það er að segja ef hann býður bara í hluta boðsins. Auk þess getur seljandi sett lágmarksverð í tilboðskerfinu og ef það næst ekki verður ekki sala. NRS kveðst einnig bjóða upp á að kaupa þjónustu beint af fiskmörk- uðum í gegnum kerfi fyrirtækisins og getur það verið til að mynda slæging eða gámafrágangur. Þannig er verið að einfalda kaup á þjónustu frá því sem verið hefur. Ekki leiðinlegt Eftirspurn hefur verið eftir ein- hverju nýju í þjónustu við fiskmark- aðina, að sögn Eyjólfs. „Um leið og ég hætti hjá Reiknistofunni nálg- uðust þeir mig og sögðust vilja fá eitthvað annað. Þá vantaði þekkingu og vildu fá mig til sín. Ég er búinn að vera lengi í þessu og þokkalega gam- all, þannig að ég sá sæng mína upp- reidda með það.“ Hann segir að sér finnist ekki leið- inlegt að starfa í þessum geira. „Mér þykir gaman að skapa svona og vinna í hugbúnaði, það eru mínar ær og kýr.“ Uppboð tveggja markaða til NRS Nýr þjónustuaðili við fiskmarkaðina fram- kvæmdi sitt fyrsta upp- boð í gær. Fram- kvæmdastjórinn er með áralanga reynslu að baki. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Fiskur sem landað er á Snæfellsnesi kann að vera seldur í gegnum NRS. Eyjólfur Þór Guðlaugsson hefur um- fangsmikla reynslu af uppboðum fisk- markaða hé rá landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.