Morgunblaðið - 23.10.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.10.2021, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 2021 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is R áðstefnan Lagarlíf um eldi og ræktun mun fara fram 28. og 29. október á Grand hóteli í Reykjavík. Alla jafna er ráð- stefnan haldin árlega og stóð til að hún færi fram í fyrra en þá var ákveð- ið að fella hana niður. „Það var ákveð- ið að fresta henni í þeirri von að kórónuveirufaraldurinn væri kominn á betri stað. Við vorum í töluverðri óvissu því svona þarf að skipuleggja með töluverðum fyrirvara. En við treystum því að við gætum haldið þetta í haust og héldum okkar áætlun og það mega tvö þúsund manns koma saman núna,“ segir Halldór sem ekki bara gegnir stjórnarformennsku í Strandbúnaði heldur er einnig for- stjóri Íslenska kalkþörungafélagsins. Hann segir mikið fagnaðarefni að varð úr tilslökunum. „Okkur er veru- lega létt að geta komið saman á ráð- stund. Ég er búinn að vera ár í þess- ari stjórn en við höfum ekki hist. Við munum hittast í fyrsta sinn á ráð- stefnunni, það verður mjög gaman. Þrátt fyrir að samkomutakmark- anir hafi verið rýmkaðar í tvö þúsund Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldór Halldórsson fagnar því að stjórn Strandbúnaðar geti loksins hist í fyrsta sinn og verður það á ráðstefnunni. Hafa sett háleit markmið um vöxt Eldis- og ræktunarfólk getur loksins hist á árlegri ráðstefnu sinni í næstu viku og kveðst Halldór Halldórsson, stjórnarformaður Strandbúnaðar ehf. sem skipuleggur og er ábyrgðaraðili ráð- stefnunnar, fagna því að geta loksins lagt frá sér Teams. stefnu. Það á við um okkur eins og alla að það er gaman að sjá framan í fólk og setja Teams til hliðar í smá- VÍKINGUR SPILAR MOZART 19., 20. & 21. NÓVEMBER · ELDBORG Miðasala á tix.is og harpa.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.