Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.10. 2021 Elsku Nautið mitt, ekki bíða eftir að aðrir reddi málunum eða geri hlutina fyrir þig. Heldur eru skilaboðin skýr, gerðu bara það sem þú þarft sjálf, því þú hefur aflið til þess. Settu það fyrst í hugann á þér eins og ljósmynd það sem þú þarft að láta gerast, stattu svo bara upp og gerðu það sjálf. Þú ert hreyfiafl, hreyfir bæði við hjartanu í öðru fólki og gefur frá þér allt sem þú getur til þess að þínir bestu hafi það gott. En stundum áttu það til að gera of miklar kröfur á þitt fólk, slepptu því bara því allir verða að vera eins og þeir vilja sjálfir. Og eina persónan sem þú hef- ur virkilega vald yfir er bara þú. Með þessu streymir til þín hugrekkið og hermennskan til þess að sigra það stríð sem þú þarft að heyja. Ef þér finnst lífið alltaf vera að endurtaka sig, þá ertu ekki búin að stinga þér í samband við Al- heiminn. Þetta tímabil sem þú ert búin að fara í gegnum hefur styrkt andann þinn og þínar and- legu breiddir. Þú leyfir þér að elska skilyrðislaust og finnur að það er svo mikil ást sem þú færð þegar engar kröfur eru gerðar. Þú eflir sköpunarkraftinn til þess að byggja upp frama þinn og þegar þú finnur það, þá máttu ekki hræðast að taka áhættu. Þú ert bæði leiðtogi og fylgismaður, en þú átt í erfiðleikum með að þegja um sannleikann. Ef þér finnst einhver manneskja hafa stigið of fast á þig, þá geturðu átt lengi við það að henda henni í burtu, því minni þitt er stundum of gott. En þú þarft að gleyma til þess að njóta mínútunnar þinnar. Og einnig þarftu að passa upp á það hver á þig; er það húsið sem þú ert búinn að leggja lífsgönguna í, bíllinn eða lífsstíllinn? Þitt frelsi hefst á þeim stað þar sem þér finnst þú berir ekki ábyrgð á öllu og öllum. Þegar líða tekur á þennan mánuð og alveg fram í upphaf nóvember, þá færðu til þín gjafir sem efla þig. Þú færð að vita hvað er satt og fjárhagslegur grundvöllur þinn verður betri ásamt mörgu öðru. Þú hefur aflið NAUTIÐ | 20. APRÍL 20. MAÍ Elsku Krabbinn minn, þú ert aðlaðandi og blíð persóna. Og þú lýsir upp líf margra, það er alveg kominn tími til að þú áttir þig á því. Þegar þú óhindrað deilir ótta þínum og óöryggi með öðrum, er eins og hann hverfi. Þú hefur svo ótalmargt að gefa og hjarta þitt er úr gulli, en lærðu á þessum dýrmæta tíma sem er fram undan að meta líf þitt og fegurðina í kringum þig betur. Í því felst lykillinn að því að fá meira af því sem þú vilt inn í líf þitt. Bless- aðu og talaðu vel um ástina sem er í lífi þínu, því hún er sönn. Fyrir þá sem eru að leita að fé- laga eða þrá ástina þá er það trúlega manneskja sem hefur komið inn í líf þitt í sumar eða þú munt hitta í kringum afmælisdag þeirrar persónu sem á eftir að lita líf þitt af ást. Lífið er að færa þér nýja möguleika, þú þarft bara að skoða á réttum stöðum. Ef þér finnst allt vera í flækju, þá ertu ekki áð skoða á réttum stað. Þetta er eins og að fara í tölvuna að leita að einhverju sérstöku með rangt leitarorð. Lausnin þín er fólgin í einhverju sem hefur gerst áður hjá þér eða öðrum þér nátengdum, þú finnur hana um leið og þú róar hugann. Krafturinn þinn er sérstaklega sterkur í upphafi þessa mánaðar. Og þó að margt verði á síð- ustu stundu, skiptir það engu máli því þetta reddast. Þér verður léttara um hjartaræturnar, þar sem þú ert að fara í eða ert byrjaður á gengur svo fallega. Þér hefur kannski ekki fundist þetta verkefni skipta öllu máli. En það er þannig að það tengir þig nýjum krafti og nýjum straumum. Það verður mikið af boðum og veislum í kringum þig og heimili þitt eða þar sem þú býrð verður eins og á fjörugri lestarstöð. Ég dreg eitt spil úr spilabunkanum mínum og þar segir: Nýtt og betra líf er að heilsa þér, það er stað- reynd. Nýir möguleikar KRABBINN | 21. JÚNÍ 22. JÚLÍ Elsku hjartans Hrúturinn minn, lífið er alls konar og þess vegna er það skemmtilegt. Þér hefur fundist margt erfitt undanfarið og hlutirnir ekki nákvæmlega eins og þú vildir stýra þeim. Slepptu tökunum á því sem er að pína þig og leyfðu alheimsvitundinni að hjálpa þér að leysa hlutina á sem bestan hátt. Það hefur verið svo sterkt og máttugt tímabil að þér getur fundist eins og þú sért snigill á hnífsblaði. Þú þarft að spá í allt sem þú segir og framkvæma ekki stóra hluti án þess að hafa hugsað málin vel áður. Þú hefur viturt og sterkt innsæi sem þýðir bókstaflega að sjá inni í sér hvað þú átt að gera. Svo að þú þarft að vera eins og lipur snigill til þess að hafa alla góða. Þú munt taka út friðar- sinnann sem er svo sannarlega þú og munt tengja saman fólk og breyta hringrásinni í kring- um þig. Fyrst öðrum til góðs, svo þér bæði til góðs og gleði. Þetta er öflugt og kraftmikið tímabil sem þú ert að ganga inn í. Það er fullt tungl í Hrúts- merkinu hinn 20. október og þá sérðu svo góða útkomu í öllu því sem þú hefur verið að plana og getur verið svo ánægður með sjálfan þig og það sem þú vilt ná árangri í. Þolinmæði er ekki þín sterkasta hlið, svo núna á þessu tímabili á alveg sérstaklega vel við: Þolinmæði þrautir vinnur allar. Hafðu skilning og þolinmæði á ástinni, fyrirgefðu yfirsjónir og ekki tuða í þeim sem þú elskar. Þeir ykkar sem þrá ástina hafa regnbogann yfir sér og þá er akkúrat tími til að óska sér. Vertu viss um hvað þú vilt og í því þarftu að greina á milli hvort ástin sé ást eða spennu- tryllir. Kraftmikið tímabil HRÚTURINN | 21. MARS 19. APRÍL Elsku Tvíburinn minn, þú hefur þessa yndislega eðlislægu forvitni og finnst gam- an að spá og spekúlera í svo ofboðslega mörgu. Það er viss spámannsorka yfir þér og þínu merki, svo sálin er að senda huga þínum eins konar vitrun. Þú finnur það af öllu afli hvernig þú ferð létti- lega í gegnum þá snjóskafla sem pirra þig. Það er ekki í eðli þínu að vera manneskja myrkursins né kuldans og vegna þess munu merkilega margir búa sig undir að ferðast þangað sem sólin skín eða finna lausn til þess að breyta heimili eða þeim stað sem þú ert eða ferð á í bjartari upplifun. Ef þú ert þreyttur er það ekki út af vinnu, skóla eða því sem þú ert að gera, heldur finnst þér ekki nógu mikið fjör. Hentu þér út í hringiðuna og ákveddu sjálfur að hafa ekki dauðan punkt, því bara með því að ákveða það hækkar orkusvið þitt og þá færðu það sem þig vantar til þín. Klæddu þig litríkt þótt þig langi það ekki og hristu þig til þegar þú vaknar og hafðu þig til. Því ef einhver er smart, þá ert það þú og lífið er líka of stutt til að vera í leiðinlegum fötum. Láttu það ekki rugla þig þótt þú fáir tilboð og jafnvel af ýmsum toga, tengt ástinni eða því sem þú ert að gera. Því þótt þú sért forvitinn og spenntur skaltu ekki leitast við að brenna þig. Það býr í þér svo mögnuð ævintýramanneskja að þér fer ekki grár hversdagsleikinn. Þú getur þar af leiðandi fengið þráhyggju gagnvart einhverju sem þú átt alls ekki að óska eftir inn í líf þitt. Þetta getur verið tengt svo mörgu og það besta er fyrir þig að læra að það að skipta um skoðun er algjörlega leyfilegt, sérstaklega núna. Skoðaðu vel að þegar þér hefur fundist allt vera að fara svo illa og ekkert að ganga, þá eru bestu breytingarnar að koma til þín. Og þú verður svo skoppandi ánægður yfir lífsmynstrinu þínu, sér- staklega upp úr 18. október því það er eitthvað stórkostlegt að berast þér í hendur. Létt í gegnum snjóskafla TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ Elsku Ljónið mitt, lífið hefur verið svolítið margslungið hjá þér. Alveg eins og þú sért að horfa á kvikmynd sem er sýnd hægt og þú skilur ekki alveg. Eða að myndin er sýnd of hratt og þú nærð ekki öllu sem er að gerast. En núna ertu komin/n á þann tíma að þú getur stillt þetta saman og notið lífsins í því jafnvægi sem þú vilt vera í. Og fólk sem þér fannst svo ofur merkilegt getur líka skitið upp á bak, það er bara mannlegt. Þú þarft líka að sjá betur aðra sem eru í námunda við þig sem eru með hlutina miklu meira á hreinu en þér datt í hug. Gerðu það að takmarki þínu að læra að setja þig í spor annarra og hugsa út frá þeirri persónu sem þú ert að skoða. Þú ert að efla það í þér að vera öðruvísi en flestir aðrir og að geta fengið þá eftirtekt sem þú kærir þig um, en láttu þá jákvæðu hliðina á þér vera ráðandi. Og alls ekki í eina mínútu skaltu velta þér upp úr eða að tala um annarra manna drama, því þá gæti það orðið þitt eigið. Það er svo ótalmargt búið að gerast í sumar og þú situr uppi með heilan helling af þroska. Þú ferð þar af leiðandi tvíefld/ur inn í þennan yndislega vetur sem er að mæta þér. Og það væri gott fyrir þig að skrifa dagbók. Í stuttu máli skrifa niður hvað hefur gerst síðustu þrjá mánuði og halda þessa dagbók allavega fram að áramótum. Því það er ekki einu sinni í huga þínum sú hug- mynd hvernig lífið brosir við þér á ótrúlegustu stöðum þegar líða tekur á þennan skemmtilega vetur. Ég dreg fyrir þig tvö spil og fyrra spilið táknar erfiðar hugsanir og talan tveir er á því sem merkir tilfinningar. Þessar hugsanir eru blekking, svo lærðu að stjórna huganum betur. Spil númer tvö er talan sjö sem sýnir mynd af þér að koma í mark með rauðan fána og táknar sigur. Tími til að njóta lífsins LJÓNIÐ | 23. JÚLÍ 22. ÁGÚST Þú ert ekki tré svo farðu hvert sem þú vilt. Knús og kossar Elsku Meyjan mín, það eru á leiðinni til þín svo góðar fréttir sem hjálpa þér áfram í því sem þú ert að díla við. Sannleikurinn vinnur með þér og hjálp berst úr óvæntri átt. Það er manneskja að pirra þig sem er oft nálægt þér. Ímyndaðu þér fjóra kosti hennar (hún hlýt- ur að hafa einhverja) og hugsaðu um þá og þá gengur þér betur í samskiptunum. Þú ert góð og heillandi persóna og vilt svo sannarlega standa við allar skuldbindingar. Það finnast leiðir þótt þér finnist vera einhver seinkun á málinu. Þú hefur svo mikla samskiptahæfi- leika, notaðu þá óspart og steinhættu að nöldra, bæði í sjálfri þér og öðrum. Þú kemur alltaf svo vel fyrir og hefur eðlislægan þokka, svo fólk langar að hafa þig í partýinu. Það er líka í þig innrætt að veita því fólki athygli sem er venjulega hundsað eða hafnað af öðrum. Þegar fram í sækir sérðu að þú varst að gera 100% rétt. Þú ert eins og listamaður, hefur þann dulda hæfileika að breyta myrkustu aðstæðum í algera andstæðu sína. Erfiðleikana sem þú hefur upplifað muntu nota sem góða reynslu og þroskast og dafna. Þú nýtur mikillar ástar, en oft áttu það til að finnast erfitt að taka á móti henni. September og október tákna upphaf og þá er líka það að eitthvað er að fara til fortíðarinnar. Þú skalt nota þá þrjósku sem í þér býr, til þess að láta ekki segja þér fyrir verkum eitthvað sem þú vilt ekki gera. Því þú veist svo sterkt muninn á réttu og röngu og yrðir góður sálfræðingur fyrir aðra. Svo notaðu sömu tækni á sjálfa þig. Ég dreg fyrir þig tvö spil, annað spilin hefur töluna þrjá og mynd af manneskju sem upplifir hjartasár og missi úr fortíðinni. En taktu mark á mér, það er reynsla sem þú þarft að hafa. Síðan er spil sem hefur töluna 20 og þar er mynd af vog og skilaboðin eru: Þú þarft að taka ákvörðun, velja eða hafna. Nýttu þrjóskuna MEYJAN | 23. ÁGÚST 22. SEPTEMBER

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.