Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.10. 2021 SKÁK gripasölunni en hann ásamt Þráni Guðmundssyni sá um minjagripasöl- una í Laugardalshöll og báðir voru þeir í stjórn Skáksambandsins. Ljóst var að afla yrði tekna án þess að skuldbinda Skáksambandið sem hafði enga fjárhagslega burði. Þrátt fyrir augljósa landkynningu voru ríki og borg treg í taumi og tókst sambandinu einungis að fá ábyrgð fyrir hluta verð- launanna sem var eitt af þeim skilyrðum þess að einvígið yrði haldið. Skáksamband Íslands auglýsti eftir aðilum sem væru tilbúnir að taka sjálfir áhættu með fram- leiðslu og sölu minjagripa en árangurinn varð lítill. Margir komu með hug- myndir sínar og vildu selja sambandinu ákveð- inn fjölda minjagripa á til- teknu verði en slíkt gat sambandið ekki sam- þykkt enda hafði það enga burði til þess. Niðurstaðan varð sú að Skák- sambandið tók að sér að annast minjagripasöluna gegn vægri sölu- þóknun og fékk til þess u.þ.b. 10 fer- metra pláss í anddyri Laugardals- hallar. Sem betur fer sýndi það sig fljótt að eftirspurnin var mikil og oft þurfti 6-8 manns í afgreiðsluna. Guðlaugur segir síðan orðrétt í umræddri grein: „Sá sem fyrstur varð til þess að koma á fót þessari minjagripasölu, var Bárður Jóhann- esson gullsmiður, en hann kom fram með þá snjöllu hugmynd að gera minnispening og taka sjálfur áhætt- una af sölu hans. Bárður Jóhannes- son ætti að skipa heiðurssess við hvert hátíðlegt tækifæri Skák- sambands Íslands. Það var hann sem bjargaði fjárhag þess svo kostnaður- inn við einvígið þurfti ekki að hvíla á borg og ríki, en það hefði ekki verið vinsælt á þeim tíma. Bárður færði þannig Skáksambandinu 25 milljónir króna á silfurfati. Hvað skyldu það vera mörg hundruð milljónir í dag? Sumir meta minna.“ Samkvæmt reikningum Skák- sambandsins 1972 var hreinn hagn- aður af sölu minnispeninganna 16,7 milljónir króna eða sem svarar til 148 milljóna á núgildandi verðlagi. Minnispeningar Bárðar voru hafðir til sölu á tveim stöðum, á skrifstofu Skáksambandsins í Norðurveri og í Frímerkjamiðstöðinni. Peningarnir voru þrenns konar, gull, silfur og brons. Upplagið var alls 5.300 eintök, 300 gull, 2.700 silfur og 2.300 brons. Peningarnir voru númeraðir og þeim fékk Alekhine 10.000 dollara í verð- laun þegar hann varð heimsmeistari 1927 en mótherjinn, Capablanca, fékk 2.000 dollara. Þegar Euwe vann Alekhine 1935 fékk hann 10.000 doll- ara. Í aldarfjórðung héldu Rússar heimsmeistaratitlinum og verðlaunin lækkuðu. Sem dæmi um það má nefna að 1966 fékk heimsmeistarinn Petrosian aðeins 2.000 dollara fyrir að vinna Spasskí. Til að setja þetta í samhengi má nefna að samkvæmt Wikipedia fékk Jack Nicklaus 25.000 dollara fyrir að vinna á Mastersmótinu í golfi árið 1972 sem haldið var í Augusta Nat- ional-golfklúbbnum, 30.000 dollara fyrir U.S. Open og 13.750 dollara fyr- ir að vinna The Open Championship í Skotlandi. Á verðlagi dagsins í dag jafngildir verðlaunafé Fischers 978.125 dollurum samkvæmt CPI Inflation Calculator eða 123 millj. kr. og Spassky fékk 74 millj. kr. miðað við 126 króna gengi dollara. Til sam- anburðar fékk sigurvegarinn í heims- meistaraeinvíginu 2014, milli þeirra Carlsens og Anand, 750.000 dollara fyrir sigurinn en mótherjinn fékk 450.000 dollara. Fischer missti heims- meistaratitil sinn 1975, þegar hann neitaði að tefla gegn Ana- toly Karpov frá Sovétríkjunum í Manila, eftir að skipuleggj- endum einvígisins mistókst að uppfylla allar kröfur hans. Verðlaunaféð sem Skáksamband Íslands greiddi var 125.000 dollara eða að núvirði 97 milljónir króna. Aðgangseyrir var um 92 milljónir króna, en hagnaður af sölu minjapen- inga var 148 milljónir króna. Hagn- aður af einvíginu var 17 milljónir króna, allar tölur eru miðaðar við nú- virði. Þetta var stórkostlegur árang- ur því hafa ber í hug að umsvif og rekstur félagsins hafði verið sáralítill fram að þessu. Bárðar þáttur Jóhannessonar Í ágætri grein í Morgunblaðinu 6. september 1992 gerði Guðlaugur Guðmundsson grein fyrir minja- fylgdi ábyrgðarskírteini. Þrír pen- ingar í öskju, gull, silfur og brons voru seldir en stakir kostuðu þeir 10.000 krónur (gull), 1.000 krónur (silfur) og 600 krónur (brons), eða samtals 11.600 krónur sem reiknast til að hafa verið 132,0 dollarar eða að núvirði 830 dollarar. Við athugun á ebay í mars 2021 var eitt sett til sölu, verðlagt á 1.200 dollara þannig að minnispeningarnir hafa reynst eig- endum sínum vel. Eftir að Bárður setti fram hug- myndir sínar myndaðist traust vin- átta á milli hans og Hilmars enda var Bárður skemmtilegur í viðkynningu. Því kynntist ég í umræddri suður- ferð því ég fór með Hilmari í heim- sókn til Bárðar á heimili hans. Hann var höfðingi heim að sækja og aug- ljóst var að hann lagði bæði líf og sál í að leysa verkefnið fyrir einvígið með sóma, sem hann og gerði á eftir- minnilegan hátt. Bárður rak lengi skartgripaversl- un í Hafnarstræti, Flókagötu og smíðaverkstæði á Laugavegi. Hann lést 1996, sjötugur að aldri, og í minningargrein í Morgunblaðinu 22. september það ár segir Ástríður H. Andersen meðal annars: „Bárður vann alla ævi við gull- og silfursmíði, enda átti sú iðja hug hans allan. Hann hafði einstaka ánægju af að skapa fagra hluti. Hann var gæddur óvenju miklu hugmyndaflugi og það var engu líkara en að hann hefði ekk- ert fyrir að skapa fagra og sérstæða gripi á mjög skömmum tíma. Bárður var um tíma við nám í Þýskalandi, við handverksskóla þar og svo einnig í Englandi, London. Það tæki langan tíma að tíunda alla þá mörgu list- muni, sem Bárður skóp, enda engar skrár yfir slíkt, þannig gripir fara um víðan veg. Eitt er þó víst, að þeir sem urðu svo lánsamir að eignast gripi, unna af Bárði, munu finna fyrir þakklæti til listamannsins og minnast hans lengi. Það er á engan hallað, þó ég álíti, að með Bárði Jóhannessyni sé genginn einn af okkar snjöllustu og hug- myndaríkustu listamönnum í sinni grein. Að slíkum manni er mikill missir. Bárði var margsinnis falið af opinberum stjórnvöldum hér, að hanna listsmíð til gjafa til erlendra þjóðhöfðingja. Sjálf hef ég séð mynd- ir af sumum þessara smíða og voru þetta hinir fegurstu munir.“ Bobby Fischer var engum öðrum líkur Viggó Einar Hilmarsson kynntist Bobby Fischer eftir að sá síðar- nefndi fluttist til landsins. Í bók sinni Bobby Fischer Comes Home, The Final Years in Iceland segir Helgi Ólafsson, alþjóðlegur stórmeistari, frá skemmtilegri veiðisögu (kafli ell- efu, bls. 87-92), hér þýdd og endur- sögð. Árið 2005 bauð Viggó Einar þeim Bobby Fischer, Jóhanni Sigurðar- syni leikara og Helga með í veiðiferð í Gljúfurá í Húnaþingi. Þar veiddi Bobby sinn eina lax á ævinni og hann ekki af verri endanum, vóg sex pund. Ferðin öll varð mikil upplifun fyrir Bobby. Eins og tilheyrir góðri veiði- ferð tók Jóhann upp gítarinn um kvöldið og stýrði söng þeirra félaga. Hann var með í fórum sínum söng- bók með amerískum slögurum. Bobby söng með af líf og sál og vakti það undrun þeirra félaga að hann kunni alla textana. Þeir spurðu hann hvernig á því stæði og hann yppti bara öxlum og sagðist hafa heyrt þessa söngva í útvarpinu. Minjagripir frá einvíginu reyndust Skáksambandinu drjúg tekjulind. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. Fischer teygir sig yfir taflborðiðí Höllinni og punktar skrifar hjá sér. Morgunblaðið/Unnur Karen Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.