Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Side 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.10. 2021
Viðræður um endurnýjað stjórn-
arsamstarf héldu áfram í vikunni,
en þar áttust aðeins við formenn
stjórnarflokkanna, ráðherrarnir
Bjarni Benediktsson, Sigurður
Ingi Jóhannsson og Katrín Jak-
obsdóttir. Út af þeim fundum kvis-
aðist lítið nema að Katrín yrði áfram
forsætisráðherra og sagt var að Sig-
urður Ingi fengi glænýtt innviða-
ráðuneyti að launum fyrir að hafa
aukið stjórnarmeirihlutann.
Sagt var að formennirnir vildu einn-
ig gera út um ýmis ágreiningsefni
frá nýliðnu kjörtímabili, sem ekki
reyndist unnt að koma í gegnum
þingið. Það reyndist hins vegar taf-
samara en ráð var fyrir gert og því
hefur teygst úr viðræðunum. Fleira
var þar þó á dagskrá, m.a. efnahags-
horfur og ríkisfjármál.
Á meðan stýrði Birgir Ármannsson
fundum undirbúningskjörbréfa-
nefndar eins og herforingi, en hún
tók til óspilltra málanna við gagna-
öflun og fleira vegna talningar at-
kvæða í Norðvesturkjördæmi, sem
fór í handaskolum með eða án
tengdadóttur hótelstjóra, sem um
skeið kom þar við sögu.
Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörinn
formaður fótboltasambandsins
(KSÍ), en af því tilefni var sagður
milljónasti brandarinn um að nú
myndu menn vanda sig, engu fyndn-
ari en í fyrri skiptin.
Haustið kom til Reykjavíkur, en á
Norðurlandi eystra opnuðust himn-
arnir með feykilegu úrhelli, flóðum
og skriðuföllum. Rýma þurfti bæi í
Út-Kinn í Þingeyjarsveit, þar sem
stórir hlutar fjallshlíðarinnar runnu
niður, óvissustigi lýst yfir á Trölla-
skaga, en á Ólafsfirði flæddi inn á
heimili og fyrirtæki.
Alan Talib teppasali flaug til Ís-
lands á persneskum teppum, sem
hann kynnti á útsöluverði. Víst var
um að þar var boðið upp á talsvert
annað verð en menn eiga að venjast
í teppabransanum hér og fór því
Neytendastofa fram á skýringar
að hvaða leyti verðið væri frábrugð-
ið fyrra verði, svo hún gæti tekið af-
stöðu til þess hvort gripið yrði til
aðgerða gegn íslenskum neyt-
endum.
Nýr samningur var gerður milli
Sjúkratrygginga Íslands og Land-
spítalans um framleiðslutengda
fjármögnun, en í honum felast ýms-
ir hvatar til þess að auka framleiðni
og hagkvæmni á spítalanum, sem
þykir mikil nýlunda. Vonast er til
þess að hann geti orðið til þess að
stytta biðlista.
Um sama leyti rann upp tími haust-
pesta og hors, en slíkar pestir hafa
að miklu leyti legið niðri á meðan
plágan geisaði.
Rafíþróttir öðluðust viðurkenningu
sem íþróttagrein þegar Íþrótta-
bandalag Reykjavíkur samþykkti
tillögu Björns Gíslasonar, for-
manns Fylkis, að taka greinina inn
fyrir vébönd þess.
Íslensk gervigreind, sem er til þró-
unar hjá Vitvélastofnun Íslands,
hefur fengið styrk frá netrisanum
Cisco, sem leggur til tækni í stóran
hluta innviða alnetsins.
. . .
Stjórnarmyndunarviðræðurnar
héldu áfram, en út spurðist að til
greina kæmi hjá stjórnarflokk-
unum að skiptast á ráðuneytum.
Hugsanlega til þess að láta reyna á
nýja vendi, en sú hugmynd hefur
kviknað, að allir flokkarnir skipti út
einhverjum ráðherrum á miðju kjör-
tímabili. Óbreyttir þingmenn stjórn-
arflokkanna urðu merkjanlega glað-
legri við þær fréttir.
Níu hús voru rýmd á Seyðisfirði af
ótta við skriðuföll, en hreyfinga
varð vart á jarðfleka þar og von á úr-
komu. Stjórnvöld vilja enga áhættu
taka eftir það sem á undan er gengið
þar eystra.
Á daginn kom að í heimsfaraldrinum
hefur heimafæðingum fjölgað mik-
ið hér á landi sem víðar.
Kvörtunum til umboðsmanns Al-
þingis hefur einnig fjölgað mikið
upp á síðkastið og stefnir í metfjölda
kvartana á einu ári. Eftir því sem
næst verður komist stafar það
hvorki af kórónuveirunni né miklu
verri stjórnsýslu, en hins vegar hef-
ur vælubílum fjölgað mikið.
Fréttir voru af því sagðar að á veg-
um yfirkjörstjórnar í Reykjavík hafi
91 þúsund blýantar staðið kjós-
endum til boða, en þar var miðað við
að hver og einn kjósandi fengi sinn
eigin, óspjallaða blýant vegna sótt-
varnasjónarmiða. Þeir voru keyptir
fyrir forsetakosningarnar í fyrra og
endurnýttir nú. Engum fregnum fer
af borgarstarfsmanninum sem sótt-
hreinsaði þá alla í millitíðinni.
. . .
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri
HS Orku, sagði í viðtali að það yrði
einfaldlega að virkja meira í landinu
til þess að mæta aukinni orkuþörf
rafbíla og umhverfisvæns iðnaðar.
Orkuspáin lægi fyrir og þetta ætti
öllum að vera ljóst.
Einhverjir voru þó áfram í myrkr-
inu, því af vettvangi stjórnarmynd-
unarviðræðna kom fram að það væri
einmitt orkunýting, sem erfiðast
reyndist að ná saman um. Framsókn
og Sjálfstæðisflokkur væru þar á
einu máli um að frekari orkuöflunar
væri þörf, en Vinstri græn segðu
þvert nei.
Páll Matthíasson forstjóri Land-
spítalans greindi frá því að hann ætl-
aði að láta af störfum á næstu dög-
um. Þá ákvörðun hefði hann tekið
einn og sjálfur, en greindi að öðru
leyti ekki nánar frá tildrögunum.
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borg-
arfulltrúi Pírata, eyddi áhyggjum
minnihlutans af fyrirætlunum meiri-
hlutans um stafræna uppbyggingu
hjá borginni, sem fela á í sér ráðn-
ingu 65-109 sérhæfðra starfsmanna
á sviði hugbúnaðargerðar. Hún
sagði að um þetta hefði m.a. verið
efnt til fundar við Samtök iðnaðarins
(SI), sem væru mjög sátt við þetta
allt. Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri SI, var alls ekki sáttur
við þá yfirlýsingu, enginn fundur átti
sér stað, ósk SI um fund raunar ekki
svarað, og SI allt annað en sátt við
að Ráðhúsið yrði hugbúnaðarhús.
Guðni Már Henningsson útvarps-
maður lést eftir veikindi, 69 ára að
aldri.
. . .
Dóra Björt baðst afsökunar orðum
sínum í borgarstjórn daginn áður,
þau hefðu verið byggð á misskiln-
ingi. Hún sagðist samt einhvern veg-
inn hafa rétt fyrir sér, það væri um-
ræðan sem væri á villigötum.
Hamborgarahyggjan hélt ótrauð
áfram sigurgöngu sinni, hófst raun-
ar til flugs, þegar greint var frá því
að Aha.is gerði tilraunir með heim-
sendingarþjónustu með drónum.
Skógarhöggsmenn eru í óða önn
við að hrinda jafnaðarstefnunni í
framkvæmd í Vaðlareit handan Ak-
ureyrar. Þar jafna þeir tré við jörðu í
óða önn til þess að þar megi leggja
hjóla- og göngustíg.
. . .
Rafíþróttir voru áberandi í Reykja-
vík í vikunni, en auk þess sem að
þær hlutu viðurkenningu sem grein,
þá fór heimsmeistaramótið í tölvu-
leiknum League of Legends fram í
Laugardalshöll. Jókst hróður lands
og þjóðar enn við það.
Fjármálaráðstefna Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga fór fram á
fimmtudag og var þar mikill grátur
og gnístran tanna. Mörg sveitar-
félög eiga erfitt með að ná endum
saman og sum varla fjárhagslega
sjálfbær. Þar hefur aukinn launa-
kostnaður reynst sérdeilis þungbær
og menn óttast að hann þyngist enn.
Þá komu fram áhyggjur um að lög
um farsæld barna eigi eftir að auka
útgjöld sveitarfélaga mikið.
Samherji tók bolfiskskipið Oddeyri
EA-210 í notkun, en með því stendur
til að landa lifandi afla.
Rafmagn fór af Vesturbæ og miðbæ
Reykjavíkur í um klukkustund og
þótti mörgum ljóst að meira þyrfti
að virkja. Engum varð meint af.
Skyggni var lélegt við Ægisíðu,
skyggnið á bensínstöðinni altso.
Samt má ekki rífa það af því skipu-
lagsfulltrúinn í borginni vill vita
meira um hvað eigi að koma í stað-
inn.
Íbúar í Neðra-Breiðholti voru hins
vegar gramir sömu skipulags-
yfirvöldum, sem ráðgera háreista
byggð í Mjódd, sem mun skyggja á
þá í aftansólinni.
Stærsta nafnið í íslenskum stjórn-
málum, Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra, tók undir orð
forstjóra HS Orku um að meira
þyrfti að virkja, og sagði aukna raf-
orku lykilinn að orkuskiptum og
framlags í loftslagsmálum.
Fundahöld í
kjölfar kosninga
Morgunblaðið/Eggert
3.10.-8.10.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Formenn ríkisstjórnarflokkanna funduðu
um endurnýjað stjórnarsamstarf alla
vikuna, en þaðan spurðist nær ekkert út.
Á meðan stóð Birgir Ármannsson, for-
maður undirbúningskjörbréfanefndar, í
ströngu og fundaði fyrir opnum tjöldum.
KANARÍ
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
29. OKTÓBER - 17. NÓVEMBER | 19 DAGAR Á
Íslendingar hafa sótt í dásamlegar strendur Kanarí
áratugum saman og er eyjan einn vinsælasti
áfangastaður Úrvals Útsýnar.
Betri stað í sólarfrí er erfitt að finna, fyrir unga
sem aldna. Jafnt hitastig, þægilegt loftslag, hreinar
strendur og stórbrotið landslag er eitthvað sem
heillar alla!
VERÐ FRÁ:121.900 KR.
á mann m.v. tvo fullorðna og 2 börn
Verð frá 158.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna
FLUG OG VALIN GISTING Á KANARÍ
19 DAGA FERÐ | 29. OKTÓBER - 17. NÓVEMBER
SÓLSKIN,
HEIT GOLA, FLUG,
VALIN GISTING,
INNRITAÐUR FARANGUR
OG ÍSLENSKUR
FARARSTJÓRI