Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Qupperneq 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.10. 2021 S vona myndi náttúrufræðingur aldrei spyrja. Hann vissi að svo flókið er viðfangsefnið að það sé ekki á færi nokkurs manns að finna við því fullnægjandi svar. Mér finnst spurningin samt áhugaverð. Og hennar hef ég spurt áður. Það gerði ég þegar ég ítrekað fór að verða var við uglu austur í sveitum þar sem ég stundum kem. Einfalda svarið var mér sagt að væri músin. Gott músaár væri gott ugluár. Uglan æti nefnilega mýs. Og mýs væru margar í góðu árferði. Þá væri allt krökkt af músum. Þá yrði veisla hjú uglunni. En hver segir uglunni frá …? Það er þarna sem náttúrufræðingurinn hefði stoppað mig af. Ég væri nefnilega kominn inn á brautir sem lægju í allar áttir. Ég væri farinn að spyrja út í sam- hengið í lífríkinu, hvorki meira né minna, þar sem eitt leiðir af öðru og allt er öllu háð. Þannig er þetta náttúrlega líka í mannheimum. Þar eru líka uglur á sveimi sem þurfa sínar mýs til að nærast á. Uglurnar í mann- heimum eru auðjöfrarnir. Þeirra vandi er að þeir eru óseðjandi. Og nú eru þeir búnir að finna það út að ef færi sem horfði gæti orðið músalaust í heiminum. Það væri nefnilega verið að eyðileggja skilyrði til lífs þar. Og það sem verra væri, þeir sjálfir bæru þar höfuðsök. Áfergja þeirra í hagn- að kallaði á stöðugan og helst vax- andi hagvöxt. Þegar slíkt markmið yfirskyggði allt annað, væri sett í forgang, þá sæjust menn ekki fyrir; færu að ganga á þær uppsprettur sem gera okkur kleift að lifa. Hvorki meira né minna. Og í líflausum heimi væri ekkert æti að hafa. Það segði sig sjálft. Nú voru góð ráð dýr. Við svo búið blésu auðjöfrar heimsins til funda með sínum líkum, sá frægasti er haldinn í Davos í Sviss á hverju ári. Þar ræða menn hvernig eigi að fara að því að tryggja góð músaár. Og niðurstaðan liggur fyrir. Ekki að draga eigi úr gróðanum. Að sjálf- sögðu ekki. Þvert á móti verði að tryggja eilífan hagvöxt og þar með áframhaldandi dúndrandi gróða. Viðfangsefnið er þá þetta: Hvernig má græða á umhverfisvænan hátt? Ekki er ástæða til að lasta þetta út af fyrir sig. Betra er að menn græði á grænan og vistvænan hátt en kola- kyntan og svartan. Eftir stendur engu að síður spurningin hvort dæmið yfirleitt gangi upp, hvort þensluhvetjandi hagkerfi ráði við að leysa umhverfisvandann. Ég leyfi mér að efast um það. Í vikunni gerðist tvennt. Fjöl- miðlar rifjuðu upp heitstrengingar stjórnmálaflokkanna fyrir nýaf- staðnar kosningar. Flestir ætluðu að draga úr mengun svo um munaði – minnka koltvísýring í loftinu um þrjátíu, fimmtíu, sextíu prósent, jafnvel meira, hver býður best? Það var tilfinningin. Þetta var rifjað upp þegar upplýst var að þrátt fyrir allar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um glæsta sigra á þessu sviði hefði ekki miðað í rétta átt að heitið gæti. Þá er komið að hinu atriðinu sem gerðist í vikunni. Náttúruverndarsamtökin birtu skýrslu um nákvæmlega þetta, hve illa horfði. Eitt vakti sérstaklega athygli mína og það var mikilvægi þess að draga úr umferð á vegunum. Varð mér nú hugsað til orðanna annars vegar og efnd- anna hins vegar. Þingflokkarnir sem lofuðu betr- umbótum upp á fimmtíu, sextíu prósent sam- þykktu á þing- árinu risavaxin áform um vega- bætur til að greiða enn betur fyrir bílaumferð – ekki fyrir minni um- ferð, nei meiri umferð. Í Ölfusi má nú sjá, svo dæmi sé tekið, allt sund- urgrafið til að undirbúa nýjar margra akreina brautir sem tryggi að aldrei þurfi nokkur maður að hægja á sér eitt andartak. En er það ekki einmitt það sem þarf að gera, þurfum við ekki að hægja á okkur? Það er náttúrulega það þriðja markverða sem gerðist í vikunni. Gamli landgræðslustjórinn Sveinn Runólfsson og Andrés Arn- alds, einn helsti sérfræðingur á því sviði um áratugaskeið, skrifuðu grein í Morgunblaðið í vikunni þar sem þeir guldu varhug við óyfirveg- aðri skógrækt. Þessir menn vita að verið er að hanna Ísland til fram- tíðar. Þeir vita líka að hættan sem að Íslandi steðjar er ekki bara meng- unarvandinn heldur stafar hætta af kerfi sem ætlar að halda áfram að þenjast út svo áfram megi græða sem mest en nú með yfirbótum, hola niður tré fyrir hverja drýgða synd. Þar með eru víðerni Íslands horfin. Uglan veit af músinni. En veit músin af uglunni? Morgunblaðið/Hari Hver sagði uglunni frá músinni? Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’ Við svo búið blésu auðjöfrar heimsins til funda með sínum líkum, sá frægasti er haldinn í Davos í Sviss á hverju ári. Þar ræða menn hvernig eigi að fara að því að tryggja góð músaár. Og niðurstaðan liggur fyrir. Frá breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Calia Pier Ítalskt, gegnlitað nautsleður Stakir sófar: 3ja sæta sófi (226 cm) 339.000 kr. 2,5 sæta sófi (206 cm) 319.000 kr. 2ja sæta sófi (186 cm) 299.000 kr. Tungusófi með rafmagni í sæti 615.000 kr. Þ að gerist ekki oft að tveir stórir gagnalekar komi á sama tíma. Það gerðist hins vegar nýlega. Annar þeirra fékk öllu meiri athygli. Sá sem sýndi okkur fram á að einhverjir of- urríkir legðu áherslu á að passa að pen- ingarnir þeirra færu ekki í einhverja vit- leysu eins og skatta. Eins og það ætti að koma einhverjum á óvart. Þannig hefur það alltaf verið og þann- ig verður það sennilega alltaf. Hinn lekinn hefur svo miklu meiri áhrif á daglegt líf, framtíð barnanna okk- ar og sjálfsmynd þeirra. Hann var vissu- lega nefndur en féll eiginlega í skuggann af hinum. Kona að nafni Frances Haugen safnaði skjölum innan úr innsta kjarna Facebo- ok. Niðurstaða hennar er augljós: Fa- cebook hefur alla tíð sett hagnað ofar velferð fólks. Mörg þúsund skjöl sanna það. Vinur minn segir reglulega: „Facebook er ógeðslegt fyrirtæki.“ Stundum finnst mér hann kannski fulldómharður en eftir að hafa lesið þetta þá er varla annað hægt en að segja að sennilega hafi hann eitthvað til síns máls. Við skulum líka hafa í huga að þetta er ekki fyrsti lekinn sem kemur innan úr veldi Zuckerbergs. Fyrir rúmu ári steig Sophie Zhang fram og lýsti því hvernig Facebook léti óátalið að stjórnmálamenn misnotuðu þennan miðil til að hafa áhrif á kosningar. Skýr dæmi eru um það í Hondúras, Brasilíu, Úkraínu og Banda- ríkjunum. Mörg þúsund gerviaðgangar spretta upp, dreifa lygum, óhróðri og falsfréttum. Zhang lét vita af þessu en ekkert gerð- ist. Ekki frekar en nokkuð gerist þegar við, í sakleysi okkar, tilkynnum í hundr- aðasta sinn að fréttir um að Ari Eldjárn sé stórtækur í bitcoin-viðskiptum séu lygi. Facebook heldur bara áfram að selja þessar auglýsingar. Þessi síðasti leki er hins vegar öðru- vísi. Hann sýnir að algóritminn sem Fa- cebook, og sérstaklega Instagram, notar er blátt áfram hættulegur. Í rannsókn kom í ljós að hátt í helmingur barna og unglinga fékk verri sjálfsmynd af notkun Instagram og um 13 prósent sjálfsvígs- hugsana mátti rekja beint til notkunar forritsins. Þetta er í raun safn rannsókna sem hafa verið gerðar um allan heim. Þær voru aldrei birtar heldur grafnar djúpt í fyrirtækinu þar til Frances Haugen fékk nóg og ákvað að þetta ætti erindi við al- menning. Daginn sem ég las fyrstu fréttina af þessu var ég í útlendum sundlaug- argarði þar sem ung stelpa var að láta taka mynd af sér. Hún stillti sér upp, dró magann inn og sundbolinn aðeins niður. Svo voru teknar nokkrar myndir. Annað slagið tók hún við símanum, hristi hausinn og stillti sér upp aftur. Svona gekk þetta aftur og aft- ur. Þessar myndir hafa sennilega verið of raunverulegar. Þetta er heimurinn sem börn og ung- lingar horfa á hvern einasta dag. Upp- lifun þeirra er að allir séu svo fallegir, mjóir og fullkomnir nema þau. Það getur ekki verið hollt. Og fyrir þá sem halda að þessir miðlar skipti engu máli er rétt að minna á þeg- ar þeir hurfu dagpart í vikunni og við- brögðin við því voru ekki mjög yfirveg- uð. Þau segja meira um áhrifin en flest annað. Sjálfur er ég bæði á Facebook og In- stagram. Þetta eru tæki sem nýtast mér í vinnu og einkalífi en mér finnst gott að hafa í huga að sennilega er þetta ógeðs- legt fyrirtæki. ’ Ekki frekar en nokkuð gerist þeg- ar við, í sakleysi okkar, til- kynnum í hundraðasta sinn að fréttir um að Ari Eldjárn sé stórtækur í bitcoin-viðskiptum séu lygi. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Leki úr ógeðinu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.