Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.10. 2021 Síðustu ár hefur verið ríkjandi stefna hjá mörgum að tala Ísland aðeins nið- ur. Hér á víst að vera svo mikil spill- ing, við erum svo heimóttarleg, kunnum ekki að meta alvöru mat og svo eru flest kerfi sem við stöndum undir fyrir neðan all- ar hellur. Og svo er þetta veður náttúrlega bara brandari út af fyrir sig, sem á reyndar stundum við rök að styðjast. Fyrir suma hefur lausnin legið í því að ganga í Evrópusambandið því þar sé allt svo gott og fínt og allir kunna sig svo af- skaplega vel. Þar komumst við í alvöru reglur og þar sé nú heldur betur nóg af fólki sem sé með allt á hreinu. Kominn sé tími til að taka þátt í alþjóðavæðingunni og það sé ekkert að óttast. Svo kemur frétt um viðræður vegna sölu á Mílu til fyrirtækis í Frakklandi. Míla, fyr- ir þá sem þekkja ekki til, er heildsölufyrir- tæki á fjarskiptamarkaði og líklega þekkt- ast fyrir að selja ljósleiðaratengingar. Þá allt í einu kveður við nýjan tón. Skyndilega er þessum útlendingum alls ekki treystandi og gott ef ljósleiðarakerfi í blokkum í Breiðholtinu er ekki allt í einu orðið hluti af auðlindum okkar. Hér þarf að stíga varlega til jarðar enda öryggi þjóð- arinnar í húfi. Þetta kemur meira að segja frá fólki sem var bara rosalega spennt rétt fyrir kosn- ingar fyrir því að ganga í ESB, m.a. til að geta notið viðskiptafrelsis sem því fylgir. Svo bara breytist eitthvað. Skyndilega er Ísland bara orðið best í heimi og engum að treysta nema okkur sjálfum. Svei mér þá ef það þarf ekki bara að setja lög svo enginn missi af Bachelor in Paradise. Íslensk menning er í húfi! Það væri óskandi að þetta væri eina dæmið um það þegar við skyndilega álítum að við séum betri en allir aðrir. Það er til dæmis ekki svo flókið fyrir okkur að kaupa okkur íbúð í Bretlandi eða Bandaríkjunum, svo við tökum dæmi af löndum þar sem Ís- lendingar hafa verið duglegir að koma sér fyrir. En ef einhver frá þessum löndum ætl- ar að kaupa sér sumarbústað í Grímsnesinu eða íbúð á Selfossi, þá þarf hann fyrst að geta sýnt fram á að hann eigi raunveruleg tengsl við Ísland. Hér hefur fólk suðað endalaust um að við verðum að fá erlenda fjárfestingu inn í landið. Sem ég held að sé vissulega rétt. Erlend fjárfesting hefur ýmsa kosti, t.d. er það ekki óþekkt að erlend fyrirtæki auki samkeppni á Íslandi. Við höfum alveg séð dæmi um það. Og ef þetta franska fyrirtæki ætlar að vera með einhver leiðindi þá eru fleiri á þessum markaði sem við getum skipt við. Og það er fegurðin í samkeppni. Ef þessir Frakkar ætla að hagnast á þess- um kaupum, sem er líklega tilgangurinn, þá þurfa þeir að standa sig í samkeppninni. Þetta eru nefnilega bara viðskipti. Þó að franskt fyrir- tæki kaupi Mílu þá þurfum við ekki að eiga von á því að geðvondur Jacques með alpa- húfu mæti heim til mömmu þinnar og taki símann svo þú getir ekki hringt í hana og athugað hvernig hún hafi það og hvernig henni hafi fundist síðasti þátturinn af Ófærð. Svo má ekki gleyma því, sem er pínu fyndið, að Síminn á Mílu. Síminn hefur ver- ið á markaði í nokkur ár og það hefði mögu- lega hver sem er getað keypt Símann og fengið Mílu í kaupbæti! Það hefði reyndar verið geggjað því þá hefði ég kannski orðið frægur í Frakklandi. En það sem mestu máli skiptir í þessu er frelsið. Frelsi til að skapa, frelsi til að eiga, frelsi til að kaupa og frelsi til að selja. Svo fremi það gangi ekki á rétt annarra. Og með öllu því eftirliti sem er í þessum geira, með Póst- og fjarskiptastofnun, Samkeppn- iseftirlitinu og Fjölmiðlanefnd, þá er harla ólíklegt að þessir Frakkar komist upp með einhvern derring. ’ Svei mér þá ef það þarf ekki bara að setja lög svo enginn missi af Bachelor in Paradise. Íslensk menning er í húfi! Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Ísland – best í heimi Hálf dapurlegt er að fylgjast með vandræðaganginum yfir úrslitum kosning- anna. Eða öllu heldur við að finna það út hver úrslitin raunverulega voru. Öllum er eiginlega vorkunn. Og ekkert okkar kann ráð sem all- ir yrðu sáttir við. Spurt er hvort telja eigi aftur eða kjósa eigi aftur eða láta gott heita við svo búið. Ég hef helst verið á því síðastnefnda en er nú að hallast að valkosti sem mér finnst hafa margt til síns ágætis: Kjósa aftur og ekki bara í einu kjördæmi heldur í landinu öllu. Ég hef hreyft þessari tillögu við nokkra ein- staklinga sem réttilega gruna mig um að vera að grínast. En svo vitum við að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Mótbárurnar hafa ekki látið á sér standa. Bent er á að þegar fólk kjósi eigi það helst ekki að vita hvað aðrir kusu eða hvers vegna skyldu skoðanakannanir vera bannaðar í sumum löndum rétt fyrir kosningar? Það er til þess, bæta viðmælendur mínir við, að enginn viti hvað aðrir hugðust fyrir eða hver yrði líkleg niður- staða í fyrirhuguðum kosningum. Allir eigi að vera óbundnir hugar- farslega svo þeir velji þann kost sem þeim raunverulega finnst vera bestur óháð því hvað aðrir geri. Það er nokkuð til í þessu. En svo má spyrja hvort það sé ekki einmitt ágætt að menn sjái útkomuna og hvernig kaupin ger- ast á eyrinni við stjórnarmyndun og geti síðan endurskoðað hug sinn í því ljósi. Til dæmis ef tilvonandi stjórnarflokkar sjá ekkert athuga- vert við að grunninnviðir þjóð- arinnar verði bröskurum að bráð. Til lengri tíma litið mætti ná þessu markmiði að einhverju leyti með tíðari kosningum. Kjósa til dæmis á tveggja ára fresti í stað fjögurra ára eða jafnvel árlega. Kosningar eru miklu minna mál en þær voru fyrr á tíð, ég tala náttúr- lega ekki um eftir að þær verða rafrænar en líklegt má heita að svo verði í náinni framtíð. Stjórnmálaflokkunum gæfist þá minni tími til að færa verk sín eða verkleysi yfir á auglýsingaplaköt sem segja okkur hvað þeir vilja að við höldum að þeir séu. Svo er hitt til í dæminu að flokkarnir vilji að við hættum að gera okkur rellu út af stjórnmálum, varla þess virði að rýna ofan í kjölinn á þeim, „ætli ég kjósi ekki bara Framsókn“. Þetta síðastnefnda er komið úr vinsæl- ustu auglýsingunni en hún þótti svo brilljant að rétt væri að verð- launa hana þótt hún væri náttúr- lega eins ómál- efnaleg og hægt er að komast. En hvaða máli skipt- ir það ef hún gerir sitt gagn? Þegar kosn- ingarnar voru af- staðnar og aug- lýsingavíman runnin af kjósendum rann hvers- dagurinn upp að nýju. Þá blasti við niðurstaðan úr fjörinu frá kvöldinu áður, hvernig þjóðin í sameiningu hafði skipað til sætis við Austur- völl. Þá, eins og verða vill í timbur- mönnum, hugsuðu eflaust ein- hverjir að helst hefðu þeir viljað breyta á annan veg í kjörklefanum en þeir gerðu. Nú væri það of seint. Nema náttúrlega ef kosið yrði aftur. Og síðan aftur og aftur þannig að stjórnmálamenn kæmust aldrei undan glansmyndunum sem segja okkur hvað þeir vilja að við höld- um að þeir séu. Tíðari kosningar gætu þannig breytt stjórnmálunum – kannski gert stjórnmál að stjórnmálum á ný, í stað baráttu um falsímyndir á ljósaskiltum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hvernig væri að kjósa aftur og svo aftur? Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’ En svo má spyrja hvort það sé ekki ein- mitt ágætt að menn sjái útkomuna og hvernig kaupin gerast á eyrinni við stjórnarmyndun og geti síðan endurskoðað hug sinn í því ljósi. Fenix • Slitsterkt og hitaþolið yfirborðsefni • Silkimjúk áferð við snertingu • Sérsmíðum eftir máli Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.