Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Síða 10
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.10. 2021
Þ
að liggur brattur stigi upp til Hjör-
leifs Sveinbjörnssonar. Og síðan
annar, ennþá brattari. Vel fer á því,
hugsa ég með mér meðan ég geng
þarna upp, enda hefur húsráðandi
frá flestum sjónarhornum séð ráðist í bratt
verk, það er að þýða vísur frá Tang-tímanum í
Kína í bókinni Meðal hvítra skýja sem JPV hef-
ur gefið út. Tang-tímabilið stóð í um þrjár aldir,
hófst áður en Ísland byggðist 618 og lauk 907.
Hjörleifur stendur þó betur að vígi en við flest; í
fyrsta lagi er hann margreyndur og verðlaunað-
ur þýðandi og í annan stað þá talar hann kín-
versku, eftir að hafa verið þar við nám á árunum
1976-81. Hann þarf því ekki að þýða vísurnar úr
þriðja tungumálinu sem stundum getur flækt
málið, ekki síst þegar svona langt er um liðið frá
því kveðskapurinn varð til.
Í inngangi Hjörleifs að bókinni kemur fram
að ljóðlist sé það listform sem miðlægast hefur
verið í Kína gegnum aldirnar og almennast iðk-
að. Á tímum Tang-keisaraættarinnar náði ljóð-
listin þar um slóðir áður óþekktum hæðum og
telst til gersema bókmennta í heiminum. „Kín-
versk ljóðlist er furðu aðgengileg þar sem yrk-
isefnin eru gjarnan jarðbundið bjástur og til-
finningar sem fólk á öllum tímum og stöðum
getur samsamað sig við, svo sem náttúru-
upplifun, vinátta, aðskilnaður, hverfulleiki,
söknuður. Þetta er yfirleitt lágstemmdur kveð-
skapur og lítið um vegsömun hetjudáða og
stríðsafreka. Frekar á hinn bóginn, að bölvun
styrjalda sé lýst af raunsæi og án hetjuljóma,“
segir Hjörleifur í inngangi sínum.
Spurður hvers vegna maður í Reykjavík árið
2021 taki sig til og þýði allt að fjórtán hundruð
ára gamlar vísur úr fjarlægri heimsálfu brosir
Hjörleifur. „Við fyrstu sýn kann þetta að virðast
fjarlægt okkur en þegar maður fer að skoða
þessar vísur betur þá standa þær margar hverj-
ar okkur glettilega nærri,“ svarar hann og vísar
til orða sinna hér að framan. „Ég hef vitað lengi
af þessum vísum, ljóð er svo hátíðlegt orð, og
dáðst að þeim. Þess vegna langaði mig til að
miðla þeim til Íslendinga; koma þessum tíma-
lausu og fallegu vísum yfir á okkar mál. Skyldu-
ræknin rekur mann til að miðla því sem maður
getur gert.“
Liggur vel að kveðskap
Af miklu er að taka en mikið efni frá þessum
tíma hefur varðveist, kvæðin hlaupa á hundr-
uðum þúsunda. Eins og gengur er það mis-
merkilegt enda margir um hituna. „Það þótti
frekar lélegt á þessum tíma að geta ekki hent í
vísu,“ upplýsir Hjörleifur. „Þess utan liggur kín-
verskan vel að kveðskap; það er mikil merking
fólgin í hverju atkvæði.“
Spurður hvort ekkert hafi verið átt við vís-
urnar á allri þessari leið segir Hjörleifur það
ólíklegt enda hafi frumtextinn varðveist.
Kínversk ljóð eru mjög formföst. Í kínversku
stendur eitt rittákn, að sögn Hjörleifs, und-
antekningarlaust fyrir eitt atkvæði. Ráðandi
form er að jafnmörg tákn séu í hverri línu,
gjarnan fjögur eða fimm eftir bragarhætti, og
endarím algengt. Hann segir þýðendur yfir á
Vesturlandamál hafa farið ýmsar leiðir að
þessu, allt frá því að beygja kveðskapinn undir
vestræna bragarhætti og yfir í að þýða á frí-
prósa eða samfellt mál.
„Ekkert af þessu er rétthærra en annað. Það
má þýða þessar vísur á alla mögulega enda og
kanta. Hver og einn þýðandi metur hvaða skyld-
ur hann ber gagnvart skáldinu,“ segir hann og
nefnir íslensku dróttkvæðin til samanburðar.
„Án þess að vilja segja neitt ljótt um þau þá
gæti reynst strembið að gera þeim sóma á öðr-
um tungumálum, þannig að lesendur sjái glitta í
frumtextann.“
Fyrir sitt leyti reynir Hjörleifur að koma því
til skila hvað sé frá skáldinu komið. Fer þá leið
að þýða eins nákvæmlega og honum þykir fært,
þó að hann geri sér um leið grein fyrir því að
þýðing sé alltaf túlkun. „Ég kýs að halda í form-
ið og hrynjandina og hafa sem mest samræmi í
atkvæðafjölda innan vísu. Enda þótt flestar
þessar vísur séu einfaldar getur verið flókið að
snúa þeim og maður þarf stöðugt að velta fyrir
sér hvort táknin þýði nákvæmlega það sama og
þau gera nú. Það er alls ekki sjálfgefið. Ég er
búinn að liggja mikið yfir þessum þýðingum til
þess að reyna að láta þetta líta sæmilega út og
sé lesvænt. Þýðandi þarf að kunna að fela
áreynsluna.“
Hann brosir.
Það var ekki bara ljóðlistin, frásagnarlistin
náði sér líka vel á strik á Tang-tímabilinu enda
var borgarmenningin heilmikil og þáverandi
höfuðborg Kína, Chang’an, orðin stærsta borg í
heimi, ásamt Bagdad. Og fólk naut þess að
koma saman og láta segja sér sögur. Þá þrifust
ólíkar trúarstefnur og viðhorf hlið við hlið, nokk-
urn veginn í sátt og samlyndi, það er búddismi,
konfúsískur hugmyndaheimur og daoismi. Hin-
ir þrír siðir blönduðust líka á ýmsan hátt, sér-
staklega ákveðnir þættir í daoisma og búdd-
isma, í frjórri víxlverkun, að sögn Hjörleifs.
„Tang-tímabilið var líka blómatími í hug-
myndafræði almennt og mikil deigla, auk þess
sem samfélagið var mjög alþjóðlegt, fjöldi út-
lendinga bjó í Chang’an og mikil viðskipti við
aðrar þjóðir. Innilokunar- og einangr-
unarstefnan, sem maður lærði um í skóla, kom
ekki fyrr en síðar en á sama tíma fór allt á
hreyfingu í heiminum. Lokað og staðnað Kína
er þó frekar undantekningin í sögunni. Han-
veldið, frá 200 f.Kr. til 200 e.Kr., var til dæmis
opið og dínamískt samfélag,“ segir Hjörleifur.
Óskaplegt mannfall og eyðilegging
Tang-tímabilið var þó ekki tímabil stöðugleika
nema framan af. Keisaradæmið riðaði til falls
með An Lushan-uppreisninni (755-763) er uppþot
og uppreisnir á jöðrum ríkisins beindust inn á við,
að stjórnkerfi keisaraveldisins og höfuðborginni
Chang’an. Hjörleifur fjallar um þetta í inngangi
sínum: „Uppreisnin var að vísu brotin á bak aftur
en með óskaplegu mannfalli og eyðileggingu, auk
þess sem fjöldi fólks flosnaði upp. Stjórnarhættir
urðu allir grimmari í kjölfar uppreisnarinnar og
mjög dró úr því frjálslyndi og umburðarlyndi
sem einkennt hafði tímabilið fram að henni. Það
var við þessar aðstæður sem ljóðlistin tók flugið
svo um munaði. Gömul saga og ný að ískyggilegt
þjóðfélagsástand með tilheyrandi lífsháska eigi
það til að hvetja menn til dáða.“
Dæmi um þetta er vísan Horfur á vori eftir
skáldið Du Fu sem varð viðskila við fjölskyldu
sína í uppreisninni og var stungið í fangelsi.
Brotin þjóð en fjöllin standa og árnar,
í borg á vori grösin gróa og trén.
Blómin skynja tímana og græta,
hjartasorg valda skilnaðarkvíðnir fuglar.
Þriggja mánaða stanslaust bardagabál
og bréf að heiman verður ígildi gulls.
Ég ríf mitt hvíta hár, nú rytjur einar,
brátt of þunnt til að í því tolli hárnál.
„Þetta er ansi næm vísa,“ segir Hjörleifur.
„Bölvun stríðsins er nálægt Du Fu sem lenti illa
í því eins og fleiri sem sendir voru í útlegð eftir
uppreisnina í hin ýmsu krummaskuð fjarri
Chang’an. Tengingin við nútímann er skýr, hin
ýmsu stríð og svo má auðvitað nefna mál mál-
anna í dag, loftslagsvandann. Allt er að fara til
fjandans og það þyrmir yfir skáldið.“
– Er Du Fu í mestu uppáhaldi hjá þér af þeim
skáldum sem þú þýðir í bókinni?
„Já, ég held ég verði að segja það. Hann sker
sig frá flestum öðrum skáldum síns samtíma
með afar persónulegum kveðskap sínum.“
Þess má geta að Du Fu er ásamt vini sínum
Morgunblaðið/Unnur Karen
Brú yfir fjórtán hundruð ár
Hjörleifur Sveinbjörnsson hefur sent frá sér bókina Meðal hvítra skýja – Vísur frá Tang-tímanum í Kína 618 til 907. Litið er á þann
tíma sem gullöld í kínverskum bókmenntum og ljóðlist og segir Hjörleifur vísurnar ennþá eiga erindi við okkur enda tónninn
sammannlegur. Sjálfur nam hann í Kína og segist í ákveðnum skilningi geta litið á sig sem „sérlegan sendiherra“ þarlandsmanna.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
’
Ég hef vitað lengi af þess-
um vísum, ljóð er svo
hátíðlegt orð, og dáðst að þeim.
Þess vegna langaði mig til að
miðla þeim til Íslendinga;
koma þessum tímalausu og fal-
legu vísum yfir á okkar mál.
Hjörleifur Sveinbjörnsson þýðandi segir
kínverska menningu alltaf jafnríka í sér;
„hún læsir í mann klónum og sleppir
ekki. Það er auðvitað bæði til góðs og
ills en þetta er alltaf með manni.“