Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Side 14
Þ að er sannkallað gluggaveður þennan fallega haustdag í vikunni þegar blaðamaður lagði leið sína austur fyrir fjall til fundar við leikmyndahönn- uðinn Snorra Frey Hilmarsson. Hann býr ásamt fjölskyldu sinni í appelsínugulu húsi á Eyrarbakka sem auðvelt er að finna, enda bærinn lítill og fá hús sem skarta þeim fallega lit. Rokið var slíkt á tröppunum að blaðamaður tókst næst- um á loft en var snarlega kippt inn fyrir af húsráð- andanum sem viðurkennir að það blási oft hressi- lega í bænum. Í þessu gamla timburhúsi er notalegt að setjast og spjalla á meðan úti gnauðar vindurinn. Snorri segist í raun hafa fallið fyrir húsinu vegna útsýn- isins út um eldhúsgluggann, en þar blasir úfinn sjórinn við og sjóndeildarhringurinn lengst í fjarska. Teiknaði bara báta og skip Snorri hefur ekki alltaf búið á Eyrarbakka; hann er Vesturbæjarstrákur. Eftir Melaskóla og Haga- skóla lá leiðin á listasvið Fjölbrautar Breiðholts. Tilviljanir, sem við komum að síðar, leiddu hann til Englands í nám í leikmyndahönnun. Ertu kominn af listafólki? „Pabbi og afi voru listamenn. Afi minn var Kristján Davíðsson listmálari og pabbi teiknaði mikið og kenndi í Myndlistaskólanum í Reykjavík. En ég ætlaði alltaf að verða sjómaður,“ segir Snorri og hlær. „Afi norður á Ströndum var sjómaður og mér fannst það mjög flott og heillandi. Ég fékk að fljóta með á línu þegar ég var tólf ára og fannst alveg frábært,“ segir hann og brosir. Snorri segir að hann hafi verið síteiknandi í tím- um í skóla. „Ég gat ekki glósað og hlustað, þannig að það hentaði mér betur að teikna og hlusta. Ég teiknaði í öllum tímum í gegnum alla skólagönguna. Þegar kom að prófum átti ég engar glósur en las bara og mundi þetta ágætlega,“ segir hann og segist í upp- hafi bara hafa teiknað báta. „Ég fékkst ekki til að teikna neitt annað en báta og skip í barnaskóla, en þegar ég varð eldri fór ég að teikna hús eftir minni og gerði heilmikið af því,“ segir Snorri og segist snemma hafa fengið áhuga á húsum. Af hverju valdirðu leikmyndagerð, fram yfir til dæmis myndlist? „Það er miklu meira líf og fjör í leikhúsinu held- ur en að vera einn á vinnustofu myndlistarmanns. En svo voru þetta líka einhverjar tilviljanir sem réðu þessu vali, ég var búinn að vinna fyrir leik- félagið í Fjölbraut og datt svo inn í það að vinna við kvikmyndina Skytturnar strax eftir menntaskóla. Ég átti að vera þar „stunt“-maður, í víkingasveit. Ég þótti standa mig svo vel í því að ég var gerður aðstoðarframkvæmdastjóri fyrir myndina,“ segir Snorri og hlær að minningunni. „Mjög skjótur frami!“ Snorri útskýrir að hann hafi verið á leiðinni að vinna í öskunni þegar hann tók að sér hlutverk vík- ingasveitarmanns og átti að byrja þar á mánudegi en áður var hann í næturtökum í bíómyndinni. „Ég mætti beint af næturvakt í öskuna til að segja þeim að ég væri hættur, þannig að ferillinn þar var enginn.“ Stökk á tækifærið Fleiri tilviljanir urðu til þess að Snorri nam leik- myndagerð í Birmingham, Englandi. „Eftir menntaskóla datt ég inn í breskan leið- angur á Vatnajökul. Ég hafði þá aldrei sofið í tjaldi, en þetta var mánaðarlangt úthald. Um ára- mótin þar á eftir var mér boðið út til ársfundar hjá þessu félagi og komandi úr Vesturbænum að fara í fyrsta sinn til útlanda fannst mér bara eðlilegt að ég væri að heimsækja Royal Geographic Society, en konungsfjölskyldan hafði stutt leiðangurinn svo maður var kynntur fyrir þeim líka. Þar hitti ég fólk sem spurði mig hvað ég ætlaði að fara að gera og nefndi ég þá að mig langaði í leikmyndahönnun. Þeir sögðust nú geta fundið út úr því fyrir mig og það var boðaður fundur hjá framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins í London. Mér fannst þetta bara alveg sjálfsagt,“ segir Snorri og hlær. „Þar tók á móti mér maður sem var kannski svolítið hissa á þessu verkefni sínu en var greini- lega búinn að stúdera þetta og benti mér á að sækja um þrjá skóla. Ég sendi svo myndir og fyrirspurn á þessa þrjá skóla því ég var í raun bú- inn að missa af því að sækja um fyrir það árið. Svo líða nokkrir mánuðir en þá fæ ég boð um að byrja á miðju ári í Birmingham og ég stökk á það,“ segir Snorri en hann dvaldi þar næstu þrjú árin. „Námið var svolítið erfitt fyrst því þegar maður situr í tíma hjá prófessor frá Leeds eða Liverpool, og þó maður telji sig slarkfæran í ensku, þá skilur maður ekki neitt!“ Ánægður með Dýrið Eftir heimkomuna vann Snorri lengi hjá Sjón- varpinu og í leikhúsi og kvikmyndum í framhaldi af því. „Það var dýrmætur skóli að vinna hjá Sjónvarp- inu en í þá daga var mikil framleiðsla þar. Ég hannaði leikmyndir fyrir allt frá Hemma Gunn yf- ir í leikið efni, þætti og seríur. Þetta var mjög fjöl- breytt,“ segir Snorri og segist í dag vinna sjálf- stætt. „Ég vann mikið í leikhúsi en datt inn í Latabæ um tíma. Á sama tíma gerði ég nokkrar leiksýn- ingar.“ Hvernig vinnur þú leikmyndir? „Fyrst geri ég konseptskissur og er þá með grunnhugmyndir um stíl og útlit. Það er misjafnt hvort ég vinn til dæmis leikmynd fyrir leiksvið sem er þá bara ein leikmynd, eða til dæmis seríu þar sem ég þarf að vinna leikmyndir í gegnum ser- íuna. Ég teikna þetta upp og fylgi því svo eftir því ég þarf að hafa yfirsýn yfir verkið. Sumt er smíðað og búið til en annað er fundið, og stundum er því sem fundið er breytt. Það þarf góðan mannskap í að mála, smíða og breyta og útfæra,“ segir Snorri og segist hafa haft nóg að gera síðan hann kom heim úr námi fyrir þrjátíu árum. Hvað er skemmtilegast að hanna fyrir? „Ég hef gaman af þessu öllu. Ef verkefnið er verðugt og hægt að brenna fyrir því skiptir ekki máli hvort það er bíó, leikhús eða annað. Ég hef verið mjög heppinn með verkefni í gegnum tíð- ina,“ segir Snorri og segir margt standa upp úr þegar horft er um öxl og vonlaust að gera þar upp á milli. „En þó má kannski nefna Jesú litla sem gekk lengi, Mein Kampf, Úlfhamssögu, Sweeney Todd og svo yfir í kvikmyndirnar, Undir trénu, Kona fer í stríð og ég er núna mjög ánægður að sjá hvernig Dýrið er að koma út,“ segir Snorri og útskýrir vinnuna við leikmynd Dýrsins, en myndin var tek- in upp í gömlum sveitabæ fyrir norðan, Flögu í Hörgárdal. „Það hafði ekki verið búið í húsinu í tuttugu ár. Það var allt málað og sett upp viðarloft og klæðn- inga,r það þurfti að vinna mikið í húsinu til að ná Að tvinna saman gamalt og nýtt Snorri Freyr Hilmarsson á að baki langan feril sem leikmynda- hönnuður. Hann hefur hannað leikmyndir fyrir sjónvarp, kvik- myndir og fjölmörg leikrit. Snorri hefur einnig látið til sín taka við að hanna sýningar, en hann á heiðurinn af Skyrlandi sem var nýlega opnað í Mjólkurbúinu í nýja miðbæ Selfoss. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Hér er unnið að gerð mynd- arinnar Dýrsins en Snorri sá þar um leikmyndina. Þessi fallega mjólkurkýr fær að njóta sín vel inn- an um spegla og ljós. VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.10. 2021

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.