Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Blaðsíða 15
fram þeim „karakter“ sem við vildum ná fram. Ég
teiknaði útlit og uppsetninguna og svo sá Anna
María Tómasdóttir um að raka saman og raða öll-
um þessum hlutum sem gera þetta svona, með
öðru, fallega persónulegt og lifað,“ segir Snorri og
segist afar ánægður með gott gengi myndarinnar.
Að halda í gamla stílinn
Snorri var formaður Torfusamtakanna um skeið,
en áhugi hans á varðveislu gamalla húsa og útliti
borgarinnar kviknaði í raun strax á unglingsárun-
um þegar hann teiknaði hús eftir minni.
„Bæklingi hafði verið dreift inn á öll heimili um
fyrirhugað skipulag í miðbænum og átti þá sam-
kvæmt því að rífa annað hvert hús við Laugaveg-
inn. Ég ræddi við vini mína, Óskar Jónasson og
fleiri, og við skipulögðum bæjarferð í skjóli nætur
að setja svarta borða á öll þessi hús sem átti að
rífa, til að sýna hvað þetta var mikið. Með í för var
líka Þórður Magnússon tónlistarmaður og fleira
fólk og við settum borða á öll húsin og þetta endaði
í fréttum. Við þurftum einhvern veginn að fylgja
þessu eftir og þá gengum við Þórður til liðs við
Torfusamtökin og reyndum að blása lífi í þau en
fyrir var þar gott fólk,“ segir hann.
„Ég pantaði fund hjá borgarstjóra, Vilhjálmi Þ.
Vilhjálmssyni, og afhenti honum bókina Íslensk
byggingararfleifð eftir Hörð Ágústsson og benti
honum á að það þyrfti að gera eitthvað varðandi
húsin í Austurstræti, sögusvið Jörundar hunda-
dagakonungs,“ segir Snorri.
„Svo brenna húsin við Lækjartorg og þá sagði
hann að þau yrðu endurbyggð, sem var gert. Það
tókst mjög vel og það opnaði augu fólks fyrir því
að halda í gamla stílinn. Það þarf ekki að velja á
milli þess að vera með nýjan nútímabæ og halda í
byggingararfinn og þá fagurfræði sem þar býr að
baki.“
Snorri skrifaði árið
2010 bókina 101 tækifæri,
en í henni er í máli og
myndum vakin athygli á
þeim verðmætum sem
miðbærinn býr yfir og
hvaða tækifæri eru í þeim
fólgin.
„Þarna má lesa um
áherslu Torfusamtak-
anna og hvernig má
tvinna saman gamalt og
nýtt. Þarna eru greinar úr ýmsum áttum.“
Hefur þú skrifað fleiri bækur?
„Já, ég skrifaði líka fyrir löngu bókina Um sann-
leiksgildi Íslendingasagna frá sjónarhóli kjötiðn-
aðarmannsins,“ segir hann og hlær.
„Ég hafði einhvern tímann með skóla verið að
vinna í kjötvinnslu. Svo þegar ég vann uppi í sjón-
varpi var eitt sinn verið að ræða Útlagann og loka-
senuna þar. Þá kemur upp þetta klisjutal um að
sverðin hafi verið léleg og að vígalýsingarnar í Ís-
lendingasögum séu miklar ýkjur. Og af því að ég
hafði verið að vinna í kjötvinnslu sagði ég að þetta
væri í sjálfu sér ekki mikið mál ef fólk kynni að
beita hníf. Þá var ég hvattur til að skrifa þessa
bók.“
Sló hún í gegn?
„Já, öll 130 eintökin sem voru prentuð, seldust,“
segir hann og hlær.
Útsýnið við eldhúsvaskinn
Vegna vinnu sinnar fyrir Torfusamtökin og grúsk-
ið í kringum gömul hús var Snorri fenginn til að
gera uppkast að nýjum miðbæ á Selfossi.
„Þegar þetta var að komast af stað teiknaði ég
skissur og konseptteikingar af þessu öllu og
hvernig þetta gæti komið til með að líta út. Þær
teikningar voru svo lagðar fram sem tillaga eða
hugmynd en svo tóku Batteríið og Sigurður Ein-
arsson arkitekt við og þetta hefur þróast mikið síð-
an ég var að fikta í þessu.“
Ertu kannski á móti nútímalegum húsum?
„Nei, alls ekki, og ég held að maður þurfi ekkert
að velja á milli. Ég hef fyrst og fremst gaman af
sögu; hún skiptir máli og gerir umhverfið okkar
mannlegt. Um leið og við förum of geyst í að eyða
henni tökum við í burtu hið mannlega,“ segir
Snorri sem býr eins og fyrr segir í fallegu gömlu
timburhúsi.
„Það eru um sex ár síðan við fluttum hingað úr
Reykjavík. Hér get ég sameinað heimili og vinnu-
stofu. Á þessum tíma var hægt að velja úr húsum
hér á Eyrarbakka. Ég mætti hingað með vini mín-
um, húsasmíðameistara, og við skoðuðum þrjú
hús. Fyrsta húsið var eitthvað úr gjaldþroti og
hann ráðlagði mér frá að kaupa það, annað húsið
sagði hann mjög vel byggt og góð kaup, en þriðja
húsið sagði hann ónýtt svo ég keypti það,“ segir
hann og brosir.
Af hverju keyptirðu ónýta húsið?
„Húsið og staðurinn. Maður sér hér út á haf, yf-
ir túnin og kirkjuna. Ég sá að það var ekkert það
ónýtt að það væri ekki hægt að laga það,“ segir
Snorri og segir þau hafa þurft að endursmíða hús-
ið mikið að utan og enn sé margt eftir innandyra.
Snorri er sjálfur handlaginn og hefur gert heil-
mikið, meðal annars skipt um alla glugga.
„Það sem réð úrslitum var útsýnið við eldhús-
vaskinn.“
Ein allsherjar innsetning
Við drífum okkur út í rokið og keyrum sem leið
liggur á Selfoss að skoða herlegheitin. Nýi mið-
bærinn fellur svo vel inn í bæinn og Mjólkurbúið,
það fallega hús, stendur þar á besta stað, enda eitt
af lykilhúsum nýja miðbæjarins. Það var endur-
byggt eftir gamla mjólkurbúshúsinu sem rifið var
á sjöunda áratugnum.
Snorri, sem þekkti að vonum vel til skipulags
gamla miðbæjarins, var fenginn til að hanna safn á
neðstu hæð hússins sem segði sögu skyrsins.
„Staðurinn og staðarmenningin kallaði á þetta
safn, en staðurinn byggist mikið í kringum mjólk-
uriðnaðinn og þá skyrið,“ segir Snorri og blaða-
maður hefur á orði að Mjólkurbúið líti út fyrir að
hafa alltaf verið þarna.
„Þetta er glænýtt hús, og það er hluti af því sem
er svo skemmtilegt að þarna er verið að gera eitt-
hvað sem er í raun alveg bannað að gera sam-
kvæmt arkitektúr 101; það á ekki að byggja gam-
alt. En þarna eru tekin horfin hús frá Selfossi og
víðar og prjónuð saman í þetta umhverfi sem er að
myndast þarna,“ segir
Snorri og úskýrir að aðeins
sé búið að byggja einn
þriðja af miðbænum og því
heilmikið eftir.
„Það var svo gaman að
sjá í sumar hvað torgið hér
lifnaði við. Það verður gam-
an að sjá hvernig þetta
kemur til með að líta út þeg-
ar allt er klárt.“
Við hönnun Skyrlands
leitaði Snorri aftur í söguna
en einnig í þjóðsögurnar.
„Hugmyndaleitin byrjaði í samvinnu við Gag-
arín og fleiri en svo frestaðist aðeins skiplulagið.
Þetta fór svo á flug, en safnið er ein allsherjar inn-
setning og á að vera skemmtilegt og forvitnilegt,
og er að hluta gagnvirkt,“ segir hann.
„Við vildum hafa þetta upplýsandi án þess að
kæfa fólk í upplýsingum. Sýningin á að vekja meiri
áhuga heldur en að svara öllum tæknispurn-
ingum,“ segir hann og bendir á að við hliðina má
finna Ísey Skyrbar.
„Hugmyndin er líka að fá hópa í skyrsmakk og
leiðsögn um safnið.“
Heima er best
Nú er þín vinna við Skyrland búin, hvað er á döf-
inni?
„Það er verið að undirbúa bíómynd en það er al-
gjört leyndó; ég segi ekkert,“ segir hann og hlær.
„Svo er verið að skoða ýmislegt í kringum lónið í
Kópavogi, Sky Lagoon, en ég kom að því að hanna
þar laugina og klettana ásamt mörgu góðu fólki,“
segir hann.
„Það var mjög sérstakt verkefni, að hanna leik-
myndir úr járnbentri steinsteypu sem eiga að
standa um ókomna tíð. Þarna er algjörlega mann-
gerð náttúra en fólk upplifir sig mjög sterkt í nátt-
úrunni og fólk er ekki að pæla í því að þetta er ekki
raunverulegt. Það sama má segja með miðbæinn á
Selfossi, þú kemur inn í þetta umhverfi og ert ekk-
ert að hugsa um að þetta séu ný hús,“ segir hann
og segir fleira sé á döfinni.
„Ég er líka að hanna leikmynd fyrir barnaleikrit
sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu eftir ára-
mót, Umskiptinginn eftir Sigrúnu Eldjárn. Það er
líka meiri vinna í kringum miðbæinn á Selfossi.“
Greinilegt er að verkefnin eru næg hjá Snorra.
Þú ferð kannski að fá tilboð frá Hollywood líka
ef Dýrið vinnur Óskarinn?
„Já, það kom reyndar tilboð frá Hollywodd í
fyrra en þá var verið að steypa upp þessa kletta-
veggi í Kópavogi þannig að ég varð að segja nei við
því,“ segir hann og hlær.
„En kannski er bara heima best!“
Snorri Freyr Hilmarsson hannaði
sýninguna Skyrland sem er í nýja
Mjólkurbúinu á Selfossi. Hann er
með mörg járn í eldinum og hannaði
m.a. útlit lónsins Sky Lagoon, leik-
mynd Dýrsins og margt fleira.
Morgunblaðið/Ásdís
Snorri segir sýninguna eina
stóra innsetningu en hún
er að hluta til gagnvirk.
’
Þarna er algjörlega mann-
gerð náttúra en fólk upplifir
sig mjög sterkt í náttúrunni og
fólk er ekki að pæla í því að
þetta er ekki raunverulegt. Það
sama má segja með miðbæinn
á Selfossi, þú kemur inn í þetta
umhverfi og ert ekkert að
hugsa um að þetta séu ný hús.
Á vegg á sýningunni má sjá
ýmsa gamla muni sem tengj-
ast mjólkurbúi og skyrgerð.
24.10. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15