Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.10. 2021 Þ að sem vel hljómar er, þegar af þeirri ástæðu, iðulega talið fela í sér visku sem verður ekki efast um. Stjórn- málamenn vitna oft til fjarlægs starfsbróður í tíma og rúmi, Harolds Wilsons, forsætisráðherra Bretlands, sem minnti á að „vika væri langur tími í pólitík“. Hann gæti hafa verið að svara mönnum sem glöddust yfir stöðugleika stjórnmálalífsins í landinu og þótt rétt að hafa vara á. Annar Harold, Macmillan, foringi á hinum helmingi vallar stjórnmálanna, notaði svipaða setningu til að slá á sælu og sigurvímu ungliða í flokknum, sem taldi for- ingjann og flokkinn nú eiga alls kostar við andstæð- ingana og engin merki sæjust á stjórnmálahimninum um að sú mynd gæti breyst í fyrirsjáanlegri framtíð. Það hnussaði í reynsluboltanum og sá ungi spurði: „Hvað í ósköpunum gæti raskað svo glæsilegri stöðu?“ „Events, dear boy, events.“ Og slíkir urðu svo fyrr en varði, og þetta stutta spjall yfir kynslóðabilið fékk því eilíft líf. Þarf ekki mikið Í Þýskalandi varð ekki betur séð en að útnefndur erfðaprins Angelu Merkel kanslara myndi sigla þægi- lega í kanslarastólinn hennar í kosningum síðastliðinn september. En svo gerðist næstum minna en ekki neitt og breytti öllu. Það náðist sem sagt mynd þar sem kanslaraefnið var með öðrum í vettvangskönnun vegna hamfara- flóða og það vissi ekki annað en að myndavélar væru víðs fjarri þá stundina. En þá náðist mynd. Kansl- araefnið var að flissa framan í samferðamann, út af einhverju sem ekkert hafði með flóðin að gera. En skaðinn var skeður og fljótlega bættist annað smælki við. Það er ekkert sem bendir til að formaður kratanna, sem græddi á fjarlægu flissi, sem náðist á mynd, sé heppilegri leiðtogi Þýskalands en meintur arftaki frú Merkel. Í þessi sextán ár hennar á kanslarastóli eru ekki til margar myndir þar sem hún brosir út að eyr- um. Og það er óumdeilt að leiðtogi kratanna, sem virð- ist ætla að merja það inn í kanslarahöllina í Berlín fyr- ir jól, sé í fremstu röð fúllyndra stjórnmálamanna í því landi, þótt samkeppnin sé hörð, og ólíklegur til að falla á óvæntu gleðibragði. Það eykur svo líkur á lokasigri hans að í Berlín hef- ur ekki komið upp neitt „ekki neitt mál“ eins og fundið var upp í Borgarnesi, þar sem botn Bakkabræðra á lögheimili, og hefur málið nú verið rannsakað lengur þar en Titanic-slysið sem varð 15. apríl árið 1912. Hefði skipstjórinn þar gleymt að innsigla ísskápinn sinn í káetunni kvöldið 14. apríl án alls tjóns, þá væri enn langt í að rannsókn sjóslyssins mikla lyki. Hvar er ég? Sagan segir reyndar að Joe Biden hafi nýlega verið spurður hvernig hann hefði brugðist við ef hann hefði verið skipstjórinn á Titanic þegar lystiskipið sigldi á borgarísinn sem braut á það gat. Biden á að hafa svar- að því til að hann myndi þegar í stað hafa gefið fyr- irmæli um að bora annað gat á skipsskrokkinn til að hleypa sjónum sem streymdi inn eftir áreksturinn út aftur þeim megin. Margur efast um að þessi saga sé sönn, þótt hún minni vissulega á strategíuna sem brúkuð var við brottför Bandaríkjahers frá Kabúl. En talandi um Biden þá var það óneitanlega töluverð þrekraun að horfa á „borgarafund CNN með Joe Biden forseta“ (Town Hall meeting). Ekki fór á milli mála að stöðin og stjórnandinn á hennar vegum reyndu að tryggja til hins ýtrasta að vandræðaleg augnablik yrðu sem fæst og voru þá ekki talin með lítt skiljanleg ummæli og samhengislausar setningar sem fer fjölgandi við þessi örfáu tækifæri sem Biden svarar spurningum opin- berlega, og þá af völdum spyrjendum og augljóst er að búið er að fara yfir spurningarnar fyrir fram með for- setanum, en dugar ekki alltaf til. En þó koma þessi óþægilegu augnablik sem enginn ræður við þegar for- setinn spyr sig og salinn: „Hvað er ég að gera hér?“ og hvorugur svarar. Hætt er við að spurningar af því tagi verði sífellt ágengari meðal bandarísks almennings. Handlöng- urum demókrataflokksins tókst óneitanlega að mestu að komast í gegnum kaflann fyrir kosningar þar sem Biden var hafður í einangrun í kjallaranum í Delaware drýgstan tíma. En það er óneitanlega erfitt að ímynda sér hvernig framhaldið var hugsað. Það er löngu runn- ið upp fyrir flestum að þetta leikrit hlýtur að fá snubb- óttan og afar dapran endi. Notar enn reiknistokkinn sem sá um bóluefnin? Alþekkt er að Evrópusambandið er deildaskiptur klúbbur. Búrókratarnir þar leggja ekki í Þýskaland og varla í Frakkland nema leiðtoginn í París sé orðinn illa laskaður pólitískt, eins og Hollande fyrirrennari Mac- rons var óneitanlega orðinn seinustu tvö ár sín í emb- ætti. Macron hefur orðið fyrir áföllum en það er þó ekki orðið augljóst að hægt sé að afskrifa forsetatíð hans nú þegar, þótt aðeins sé hálft ár til fyrri umferð- ar kosninga. Stórríkin í Evrópu gerðu allt sem þau gátu til að setja steina í útgönguferil Breta, þótt þjóðin sjálf hefði tekið ákvörðun um að yfirgefa skrifræðisbáknið. Og því er ekki að neita að fráleitt er að saka helstu leið- togana í þeim slag af hálfu ESB og stórríkjanna tveggja um að hafa vanmetið getu Breta til að sleppa burt. Það mátti engu muna. Satt best að segja þá seig jafnt og þétt á ógæfuhliðina eftir því sem lengra leið frá atkvæðagreiðslunni. Theresa May var fjarri því að vera heil í málinu, enda ætíð verið andvíg útgöngunni. Og í Íhaldsflokknum sátu margir þingmenn á svikráð- um og fóru reyndar eftir því sem á leið ekki leynt með það. Flokksbundið fólk í kjördæmum þessara þing- manna og hefðbundnir kjósendur flokksins notuðu fyrsta tækifærið sem fékkst til að ýta þessu liði með skömm út um flokksdyrnar. Sjálfsagt hefur mörgum í þeirra hópi komið á óvart þegar þeir hrökkluðust burt hversu illa liðnir þeir voru þegar til úrslita kom. Sumir þeirra höfðu lengi verið í hroka sínum blindir á eigin stöðu og buðu sig fram á ný en fengu lítinn byr. Gerðist líka hér En það eru fleiri sem lesa stöðuna rangt. Í kosning- unum hér í lok september fóru tveir flokkar, Samfylk- ingin og Viðreisn, með sömu stefnuna í öndvegi og höfðu sáralítið annað fram að færa. Samfylkingin gerði sér litla eða enga grein fyrir stöðu sinni í aðdrag- anda kosninganna og taldi sig hafa stærð og stöðu til að úrskurða hvaða stjórnmálaflokkar væru „stjórn- tækir“ á Íslandi! Hún kom brotin og tætt að landi á Sá, sem misreiknar undirstöður lýðræðisins, er illa villtur Reykjavíkurbréf22.10.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.