Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Page 19
til umráða en það er ekki nóg segir Gill. „Ein-
hverjir fullorðnir hugsa kannski að tæknin
komi í staðinn. Og það er satt að stafrænt líf
barna skiptir þau miklu máli, ekki síst félagslíf
þeirra á netinu. En börn þurfa að hitta vini
sína í eigin persónu.“
Annað sem hafi gerst í faraldrinum sé að
fólk kunni betur að meta grænu svæðin í
kringum sig og ástandið hafi ýtt undir skilning
á því hversu mikilvægir hjóla- og göngustígar
séu. „Fólk kann betur að meta þessa þætti og
líka hverfisbúðir og aðra þjónustu innan seil-
ingar. Þetta varð allt svo mikilvægt þegar við
þurftum að lifa lífinu nær heimilinu,“ segir Gill
sem óttast samt að við eigum ekki eftir að
læra nóg á heimsfaraldrinum og missa af
tækifæri til breytinga.
Lærum af faraldrinum
„Ég hef áhyggjur því hér í Bretlandi virðist
öllum liggja lífið á að lífið verði aftur venju-
legt. Ég hef áhyggjur af því að við notum ekki
þessa innsýn inn í framtíðina, að við notum
ekki vitneskjuna um hversu mikilvæg hverf-
issvæðin eru heldur snúist allt um að koma
hjólum atvinnulífsins aftur í gang, efnahagslíf-
inu eins og það var. Svo mörg af vandamálum
okkar í dag snúa að ofneyslu, að við kaupum
og notum of mikið af dóti,“ segir hann. „Það er
margt gott að gerast í Bretlandi hvað varðar
loftslagsmál en það snýst meira um næstu 20
ár en faraldurinn gefur okkur tækifæri til að
flýta þessu ferli.“
Hann segir að eitt af því sem muni raunger-
ast sé að fleiri vinni heima hjá sér í framtíðinni
og það þýði færri að ferðast á milli staða á
hverjum degi og fleiri sem lifi lífinu meira í
hverfinu sínu. „Það er áhugavert og opnar á
ýmsa möguleika. Kannski er ég of svartsýnn!“
Mynd/Wikimedia - Claire
skapað virkilega falleg, náttúruleg leiksvæði.
Skemmtilega staði sem treysta ekki á fjölda-
framleidd leiktæki heldur steina, plöntur og
fleira sem hún fléttar inn í hönnunina. Þetta er
öflug leið til að vefa náttúrunni inn í umhverfi
barna,“ segir hann.
Barnæskan er ferðalag
Í skrifum sínum talar Gill gjarnan um að barn-
æskan sé ferðalag. „Eftir því sem börn vaxa
verða þau smám saman sjálfstæðari og taka
fleiri sjálfstæðar ákvarðanir eins og hvert þau
fara og í hvað þau eyða tíma sínum. Mark-
miðið er að börn alist upp og verði sjálfstæðir
og hæfir einstaklingar sem hafi þróað með sér
seiglu og kunni að takast á við heiminn. Við
erum öll sammála um þetta og líka að þetta sé
best gert í litlum skrefum,“ segir hann.
„Ég held að við séum í hættu á því að láta
þessi seinni skref vera of stór og að við ætl-
umst til of mikils af unglingum. Það kemur
mér ekki á óvart að það séu vaxandi vísbend-
ingar um að unglingar þjáist í meira mæli af
kvíða og þunglyndi en áður,“ segir Gill, en eitt
af því sem stuðli að þessari þróun sé að við
leyfum börnunum ekki að takast á við hlutina
á eigin spýtur nógu snemma.
„Þau fá ekki nægar áskoranir og þegar þau
verða eldri lenda þau í vandræðum því þau
hafa ekki tæki og tól til að takast á við aðstæð-
urnar. Frjáls leikur getur hjálpað börnum að
vaxa og þroskast.“
Stofufangelsi í faraldrinum
Heimsfaraldur Covid-19 ætti að hjálpa full-
orðnu fólki að setja sig í spor barnanna.
„Við vitum öll núna hvernig tilfinning það er
að vera fastur inni á heimilinu. Börn hafa
þurft að sætta sig við sífellt meira stofufang-
elsi síðustu 30-40 ár. Ég vona að eitt af því fáa
góða sem komi út úr þessum heimsfaraldri sé
að fullorðna fólkið fái innsýn í hvað það þýðir
fyrir börn að vera svipt þessu hversdagslega
frelsi, að langa að fara út að hitta vini sína en
geta það ekki.“
Börnin hafa tæknina og stafræna heiminn
24.10. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Tim Gill skrifar um hverfið Vauban í Frei-
burg í Þýskalandi í bók sinni Urban Play-
ground. „Þetta er svokallað umhverfisvænt
úthverfi. Þarna er meðalþéttleiki, blönduð
byggð og um fimm til sex þúsund manns
búa í hverfinu. Ég hef heimsótt þetta
hverfi tvisvar og í bæði skiptin hefur það
komið mér virkilega á óvart hversu mörg
börn og fjölskyldur eru sjáanlegar og að
þarna eru jafnvel frekar ung börn ein á
ferð. Það mikilvægasta við Vauban er að
það er meira og minna bíllaust hverfi. Lít-
ill hluti íbúa á bíl og ef þú átt bíl þarftu að
geyma hann í einum af bílageymslunum
sem eru í jaðri hverfisins. Þannig að allt
rýmið á milli húsa í hverfinu er til reiðu
fyrir almenning til að njóta; fyrir leik og
samskipti og umhverfið er mjög öruggt til
að ganga og hjóla í. Þetta er ákveðin til-
raun sem sýnir að ef þú breytir uppbygg-
ingu hverfisins opnast rýmið á milli húsa
fyrir mannlíf. Þá færðu börnin út að leika
og getur snúið við þeirri þróun að börn
séu sífellt meira innandyra.“
Skemmtilegt
grænt leiksvæði í
Vauban í Freiburg.
Mynd/Ciaran Cuffe
Umhverfisvæna úthverfið Vauban
Á vef Skipulagsstofnunar, skipulag.is, er hægt að finna útgefið
efni stofnunarinnar um lýðheilsu og skipulag. Í samantekt
fyrir stofnunina sem var gefin út í fyrra vegna mótunar
landsskipulagsstefnu um lýðheilsu er sérstakur kafli um græn svæði
fyrir hreyfingu, endurnæringu, meðferð, ræktun og kolefnis-
bindingu.
Þar segir að við skipulag grænna svæða sé mikilvægt að gera ráð
fyrir litlum og stórum svæðum, fyrir fjölbreytta notkun og upplifun,
svo að lýðheilsuáhrifin nái til allra hliða heilsu og verði sem mest.
Þessi áhrif snúa einkum að: Öryggi gagnvart náttúruvá og mengun,
endurnæringu, endurheimt, slökun og streitulosun, hreyfingu og
samveru og samheldni. Þarna sést vel hvað grænu svæðin tengjast
bæði lýðheilsumálum og umhverfismálum.
Lögð er áhersla á að græn svæði geti verið margskonar: „Litlir og
stórir garðar, grænir geirar, leiksvæði, íþróttasvæði, hundagerði,
svæði fyrir matjurtarækt og skógræktarsvæði á jaðri þéttbýlis veita
tækifæri til að komast í bein og óbein tengsl við náttúruna og njóta
góðra áhrifa hennar.“
Fyrir utan gott framboð á fjölbreyttum svæðum skipta gæði svæð-
anna máli. Þar þarf að huga að hönnun fyrir öll skynfærin, öll veður,
allar árstíðir og alla aldurs- og getuhópa.
Í Reykavík búa 92% íbúa í innan við 300 metra fjarlægð, sem er um
fimm mínútna gangur, frá útivistarsvæðum eða öðrum opnum svæð-
um sem nýtast til útivistar og afþreyingar, svo sem torgum, grænum
svæðum og strandsvæðum stærri en 2.000 fermetrar. Þetta kemur
fram í bæklingnum Græna borgin sem er að finna á adalskipulag.is.
Gönguvænt umhverfi mikilvægt
Í fyrrnefndri samantekt fyrir Skipulagsstofnun er líka talað um mik-
ilvægi gönguvæns umhverfis. „Skipulagsáherslur sem gera um-
hverfi gönguvænt eiga sérstaklega vel við á Íslandi þar sem flestir
þéttbýlisstaðir eru af þeirri stærð að ganga er raunhæfur fararmáti.
Ganga er jafnframt sá fararmáti sem er á færi flestra og gönguvænt
umhverfi tryggir aðgengi allra. Það gagnast einnig fyrir aðra virka
fararmáta og styður við almenningssamgöngur. Gönguvænt um-
hverfi hvetur ennfremur til almennrar útiveru og getur stutt við
samskipti fólks með vel útbúnum almenningsrýmum sem laða fólk
að og bjóða upp á að staldrað sé við.“
Græn svæði, lýð-
heilsa og skipulag
Þessi umfjöllun er hluti af meistaraverkefni í
blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.
Þetta er önnur grein af þremur sem tengjast
allar náttúru, borg og lýðheilsu.