Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Side 30
Ný bók um félagana Ástrík
og Steinrík kom út á
fimmtudag. „Ástríkur og
grýfoninn“ eða „Asterix et le Grif-
fon“ kom út samtímis á 17 tungu-
málum og var prentuð í fimm millj-
ónum eintaka. Mikil leynd hvíldi yfir
útgáfunni og voru vöruhús vöktuð
líkt og þegar bækurnar um galdra-
drenginn Harry Potter komu út á
sínum tíma til að sem minnst kvis-
aðist út áður en hún kæmi í sölu.
Ástríkur og félagar hans í þorp-
inu, sem neitaði að gangast Róm-
verjum á hönd og átti hinn rómaða
töfradrykk uppi í erminni þegar
annað brást, eru sköpunarverk Ren-
és Goscinnys og Alberts Uderzos og
eiga rætur að rekja til ársins 1959.
Goscinny og Uderzo höfðu lofað
barnablaðinu Pilote teikniseríu um
útsjónarsaman ref. Sá efniviður
reyndist frátekinn. Þeir settust nið-
ur og á tveimur tímum höfðu þeir
lagt grunninn að teikniseríu, sem
átti eftir að slá í gegn svo um mun-
aði og verða ein helsta menningar-
útflutningsvara Frakka.
Gallarnir komu fyrst fram í fram-
haldssögu í Pelote í október 1959.
1961 kom fyrsta bókin út, „Ástríkur
gallvaski“, í 6.000 eintökum. Bókin
hefur síðan þá verið prentuð í 385
milljónum eintaka og komið út á 111
tungumálum.
Goscinny skrifaði sögurnar og
Uderzo teiknaði. Goscinny lést langt
um aldur fram úr hjartaslagi árið
1977. Hann var aðeins 51 árs.
Uderzo ákvað að halda kyndlinum
einn á lofti og áfram komu út bækur
um Ástrík og félaga, en mörgum
þótti sem ævintýri þeirra væru ekki
jafn heillandi og fyndin og áður.
Þegar árin færðust yfir teiknar-
ann gaf hann til kynna að hann
myndi ekki vilja að framhald yrði á
Ástríki eftir sinn dag. Uderzo féllst
hins vegar að endingu á að sleppa
hendinni af sköpunarverki sínu og
Goscinnys og 2013 kom út „Ástríkur
í Piktalandi“ eftir Jean-Yves Ferri
og Didier Conrad. Bækurnar um
Ástrík þar sem Ferri stýrir penna
og Conrad teiknar eru nú orðnar
fimm, en „Ástríkur og grýfoninn“
markar tímamót að því leyti að hún
er sú fyrsta sem kemur út eftir að
Goscinny lést í fyrra 92 ára að aldri.
Í tilefni af nýju bókinni ræddi
Anne Goscinny, dóttir hans, við
blaðamenn og sagði að Ástríkur
væri að ganga í endurnýjun lífdaga
þótt of snemmt væri að bera hana
saman við hin klassísku verk föður
síns.
Í viðtali við Der Spiegel kom
Anne Goscinny víða við. Þar sagði
hún að sér væri illa við tilraunir
stjórnmálamanna á borð við Éric
Zemmour um að nota Ástrík í þjóð-
ernispólitískum tilgangi og gera
hann að einhvers konar táknmynd
mótspyrnu Frakka gegn erlendum
áhrifum og yfirgangi. Faðir sinn hafi
einnig verið andvígur slíkri túlkun.
„Foreldrar hans voru askenasígyð-
ingar frá Póllandi og Úkraínu,“
sagði hún. „Og Uderzo var af ítölsk-
um uppruna.“
Arftakar Uderzos og Goscinnys
taka í sama streng þegar spurt er
hvort Ástríkur sé Frakki. „Hann er
ef best lætur Galli, eða hvað? Gallar
eru ekki Frakkar. Og Gallía var á
þessum tíma rómversk, punktur.
Ástríkur er undantekning.“ Ferri er
fæddur í Alsír og foreldrar Conrads
eru frá Sviss.
Í viðtalinu er Anne Goscinny
spurð hvort eitthvað sé hæft í þeirri
flökkusögu að í gömlum pappírum
föður hennar hafi fundist uppkast að
óútgefinni sögu, sem hann hafi unn-
ið að þegar hann lést og nefnd hafi
verið „Ástríkur og hringleikahúsið“.
Hún játar því og segist oft leiða
hugann að þessu handriti, sem sé
hálfkláruð saga eða 20 síður.
Þegar hún er spurð hvort búast
megi við að hún verði gefin út segir
hún það flókið mál. „Þá myndu
margir þurfa að koma að borðinu,
kafa ofan í söguna og finna rödd
hans á ný. Þetta er eins og málverk
eftir Goya með gati,“ segir Anne
Goscinny. „En dag einn munum við
gera tilraun til þess. Það yrði
dásamlegt ævintýri.“
Höfundurinn Jean-Yves
Ferri stillir sér upp ásamt
Anne Goscinny á kynningu
á nýju bókinni um Ástrík.
AFP
FIMM MILLJÓN EINTÖK Á 17 TUNGUMÁLUM
Ný afrek Ástríks
og Steinríks
Kápan á nýju bókinni um Ástrík.
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.10. 2021
08.16 Örstutt ævintýri
08.18 Ást er ást
08.20 Risastóra næpan
08.24 Litli Malabar
08.25 Blíða og Blær
08.45 Monsurnar
09.00 Tappi mús
09.05 Adda klóka
09.30 Angelo ræður
09.35 Angry Birds Toons
09.40 It’s Pony
10.00 K3
10.15 Mörgæsirnar frá Mada-
gaskar
10.35 Ævintýri Tinna
11.00 Keli
11.05 Are You Afraid of the
Dark?
11.45 Friends
12.10 Nágrannar
14.00 Stóra sviðið
14.50 Patrekur Jamie: Æði
15.10 Um land allt
15.50 Ireland’s Got Talent
16.50 Kviss
17.40 60 Minutes
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.45 Sportpakkinn
18.55 Ísland í dag
19.10 Gulli byggir
20.05 Ummerki
20.30 Dr. Death
21.20 The Sinner
22.10 Animal Kingdom
23.00 Moonshine
23.45 Succession
00.45 The Third Day
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 . 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Ungt fólk og krabba-
mein – Halla Rut Stef-
ánsdóttir
20.30 Uppskrift að góðum
degi – Bakkafjörður
Þáttur 1
Endurt. allan sólarhr.
13.00 Catch the Fire
14.00 Omega
15.00 Joel Osteen
15.30 Charles Stanley
16.00 Trúarlíf
18.30 Mannamál (e)
19.00 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta (e)
19.30 Bókahornið
20.00 Undir yfirborðið
Endurt. allan sólarhr.
09.30 Dr. Phil
11.45 The Good Place
12.10 The Block
13.15 Top Chef
14.00 The Bachelorette
15.30 Það er komin Helgi
17.10 The King of Queens
17.30 Everybody Loves
Raymond
17.55 Heil og sæl?
18.30 Missir
19.05 The Block
20.10 Extreme Makeover:
Home Edition
21.00 The Equalizer
21.50 Yellowstone
22.35 The Handmaid’s Tale
23.25 The Walking Dead
00.10 How to Get Away with
Murder
06.55 Bæn og orð dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Hringsól.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Sankti María, sestu á
stein.
09.00 Fréttir.
09.03 Svona er þetta.
10.00 Fréttir og veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Hall-
grímskirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Víðsjá.
15.00 Lestin.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Björk Orkestral – sam-
tal við Björk.
17.00 Björk Orkestral.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Kventónskáld í karla-
veldi.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Perlur og demantar til
gæfu eða ógæfu.
20.30 Kynstrin öll.
21.20 Nóvember ’21.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Þögnin rofin – Emilie
Mayer.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
07.55 Kátur
08.07 Stuðboltarnir
08.18 Konráð og Baldur
08.31 Hvolpasveitin – Hvolpar
bjarga hópferðabíl/
Hvolpar bjarga mið-
næturstund á safninu
08.54 Skotti og Fló
09.01 Unnar og vinur
09.24 Múmínálfarnir
09.46 Eldhugar – Katia Krafft
– eldfjallafræðingur
09.50 Sammi brunavörður
10.00 Attenborough: Furðudýr
í náttúrunni
10.25 Danskt háhýsi í New
York
11.00 Silfrið
12.10 Fróðleiksfýsn og varð-
veisla
13.10 Norskir tónar: Håkan
Kornstad og KORK
14.10 Þegar tíminn hverfur
14.55 Meistarinn – Marianne
Lindberg De Geer
15.20 Grænkeramatur
15.50 Tónatal
16.50 Táknmálsfréttir
17.00 Björk Orkestral
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Stundin okkar
18.25 Menningin – samantekt
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.50 Landinn
20.25 Dagur í lífi
21.05 Ófærð
21.55 Snilligáfa Picassos
22.45 Camille Claudel
9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán
spilar góða tónlist og fer yfir valið efni úr morgun- og
síðdegisþáttum K100.
13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring
og besta tónlistin á sunnudegi. Þór er góður að þefa
uppi það sem fjölskyldan getur gert sér til skemmt-
unar á sunnudögum.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 Dj Dóra Júlía fer yfir 40
vinsælustu lög landsins á eina opinbera vinsældalista
Íslands sem er unninn í samstarfi við félag hljóm-
plötuframleiðenda.
Ís innblásinn af
vinsæla tölvu-
leiknum Kingdom
Hearts, sem gerist
í eins konar sam-
blönduðum Disn-
ey- og anime-
heimi, hefur slegið
í gegn og ná vin-
sældir hans langt út fyrir raðir aðdáenda tölvuleiksins.
Er um að ræða bláan sjávarsaltsís sem kemur fyrst
fram í Kingdom Hearts II en ísinn er líklega innblásinn
af sambærilegum ís sem er hægt að fá í Disneylandi í
Tókýó. Maðurinn á bak við vinsælu youtube-rásina
Babish Culinary Universe tók sig til og gerði ísinn heima
og á K100.is má finna einfalda uppskrift að ísnum vin-
sæla – sem er bæði sætur og saltur.
Heimagerður tölvuleikjaís
slær í gegn
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Nánari upplýsingar veita ráðgjafar
okkar í síma 580 3900 eða á netfangið
sykursyki@fastus.is
• Engar blóðsykurmælingar í fingur
• Auðveldur og fljótlegur í uppsetningu
• Virkar með Android og Apple snjalltækjum
• Hægt að tengja í flest snjallúr, Garmin,
Apple, Samsung og fl.
• Hægt að stilla hringitóna og viðvaranir
eftir óskum notanda
HELSTU EIGINLEIKAR DEXCOM G6
RAUNTÍMA BLÓÐSYKURSMÆLING