Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Síða 32
SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 2021 Þeir gerast ekki mikið stærri, leikirnir í sparkheimum, en viður- eign tveggja sigursælustu félaga Englandssögunnar, Manchest- er United og Liverpool, sem samtals hafa unnið meistarabik- arinn 39 sinnum. Yfir þeirri glímu er mikill ljómi sem seint ætlar að fölna. United býr að heimavellinum í dag, sunnudag, en flaut- að verður til leiks í Leikhúsi draumanna stundvíslega kl. 15:30. Ekki spillir fyrir að þessu sinni að hvor sveit um sig telur sig hafa yfir að ráða besta knattspyrnumanni heims. Portúgalska goðið Cristiano Ronaldo er snúið aftur til Manchester og Egypt- inn Mohamed Salah hefur farið með himinskautum í haust í liði gestanna. Stendur hann nú Ronaldo og Lionel Messi framar? spyrja sparkskýrendur sig og klóra sér í höfðinu. Liverpool er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, taplaust með 18 stig, en United í sjötta sæti með 14. Létt var yfir Cristiano Ro- naldo eftir að hann tryggði Manchester United sigur á Atalanta á dögunum. AFP Glíma allra glímna Mohamed Salah átti enn einn stórleikinn gegn Atlético Madrid í Meistaradeildinni í vikunni. AFP Manchester United og Liverpool berast á banaspjót á Englandi í dag, sunnudag. Velvakandi í Morgunblaðinu var í merkjanlegu uppnámi á þess- um degi fyrir sjötíu árum. „Hvað haldið þið, góðir hálsar, að nemendur gagnfræðaskól- anna hafist að í frímínútunum?“ spurði hann. „Þið haldið vitaskuld, að í kaffihljeinu sitji þeir inni í skóla- stofunni og drekki mjólk og jeti vínarbrauð og hagldabrauð eða fljúgist á. Nei, svo nærtækt er svarið ekki.“ Athyglisvert að áflog hafi ver- ið nærtækt svar. En, jæja. „Takið þið ykkur stöðu við til- teknar verslanir, þegar hringt er út, og börn á fermingaraldri streyma þangað inn eins og flóð- bylgja. Þau kaupa kókakóla og kex og jeta með góðri lyst. Það er ekki auraleysið þar. Þá hefjast reykingarnar. Strákar og stelpur draga upp vindlinga eins og þrautreyndir nautnaseggir og kveikja í. Hafið þið sjeð kvenfólk reykjandi úti á götu eða inni í sölubúðum? Jeg get bent ykkur á verslanir þar sem stúlkur á fermingaraldri standa í hvirfingu og reykja hirðuleysislega eins og lauslætisdrósir, að jeg nú ekki tali um strákana,“ sagði Velvak- andi og bætti við að ótrúlegt væri að uppeldisáhuginn næði ekki út fyrir skóladyrnar. GAMLA FRÉTTIN Reykt í frímó „Þá hefjast reykingarnar. Strákar og stelpur draga upp vindlinga eins og þrautreyndir nautnaseggir og kveikja í,“ sagði Velvakandi árið 1951. Morgunblaðið/RAX ÞRÍFARAR VIKUNNAR William H. Macy leikari Árni Finnsson form. Náttúruverndarsamtakanna Júlli í Skarnabæ vinur Viggós viðutans Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími 554 6969 lur@lur.is • lur.is Verið velkomin í heimsókn Mikið úrval hvíldarstóla fyrir alla Hvíldin byrjar í LÚR LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.