Morgunblaðið - 03.11.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.11.2021, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021FRÉTTIR Eitt klikk og allt getur klikkað! Með Netöryggistryggingu TM er þitt fyrirtæki verndað gegn fjárhagslegu tapi í kjölfar netárásar, gagnaleka eða auðkennisþjófnaðar. Kynntu þér málið á tm.is Hugsum í framtíð Þótt ferðaþjónustan eigi enn eftir að ná vopnum sínum er handagang- ur flestum stundum í Leifsstöð. Í september fóru ríflega 326 þúsund manns um völlinn. Og það var sannarlega líf í tusk- unum þegar blaðamann og ljós- myndara bar að gerði nýverið. Þar tók á móti okkur Maren Lind Más- dóttir, forstöðumaður mannvirkja og innviða hjá Isavia, félagsins sem á og rekur flugvöllinn. Á hennar herðum hvílir nú stórt og flókið verkefni sem felst í að uppfæra farangurskerfi vallarins. Er það aðkallandi verk þar sem ný Evrópureglugerð kallar á end- urnýjun svokallaðra gegnumlýs- ingar- og sprengjuleitarvéla sem ætlað er að tryggja öryggi farþega og véla sem taka á loft frá flugvell- inum á Miðnesheiði. Útskipti í lifandi umhverfi „Það sem gerir verkefnið mjög flókið eru nýju tækin og útskipti þeirra í lifandi umhverfi, en tækin koma frá Smits Detection sem er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í framleiðslu öryggisbúnaðar af þessu tagi, en tækin eru töluvert umfangsmeiri en þau sem fyrir eru.“ Þegar öllum öryggiskröfum hef- ur verið fylgt fáum við að líta tösku- flokkunarbúnaðinn sem tekur við öllum farangri sem innritaður hefur verið til flugs í Keflavík. Þar er þröng á þingi, bæði fyrir búnað og menn. „Við munum gera þetta með skipulegum hætti og við þurfum í fyrsta lagi að taka svæði af innrit- unarborðunum til þess að geta at- hafnað okkur. En þá munum við einnig þurfa að taka hluta af því rými sem komuverslun Fríhafn- arinnar hefur haft til umráða,“ seg- ir Maren Lind. Bendir hún á að samið hafi verið við fyrirtækið Als- tef að undangengnu útboðsferli um framleiðslu og uppsetningu á bún- aði farangurskerfanna en fyrir- tækið hefur mikla reynslu af um- breytingaverkefnum af þessu tagi. Miðað við teikningar af fyrirhug- uðum framkvæmdum er ljóst að 300-400 fermetrar verða teknir af núverandi verslun en töluverð stækkun á komusvæðinu er í gangi sem mun stækka verslunina nánast tvöfalt frá því sem nú er þegar upp- byggingu er lokið. „Þetta er nauðsynlegt til þess að koma þriðju og síðustu vélinni fyrir. Þessi framkvæmd er hins vegar hugsuð í samhengi við breytingar á komusalnum þar sem farþegar geta nálgast innritaðan farangur að flugi loknu. Þegar líður á framkvæmda- tímann mun verslun Fríhafnarinnar flæða inn á það svæði sem nú er að hluta undir komuböndin.“ Maren Lind segir ljóst að þessar framkvæmdir muni hafa talsvert rask í för með sér og að farþegar muni finna fyrir því. Hins vegar sé höfuðáhersla lögð á að upplýsa fólk um hvað er verið að gera á hverjum tíma og einnig að undirstrika að þessar aðgerðir eru gerðar til þess að efla þjónustuna til lengri tíma litið. „Þegar farangurskerfið verður fullbúið á rekstraröryggið að verða tryggt á þann hátt að farþegar upp- lifi ekki tafir á afhendingu farang- urs í innritun. En við erum ekki að- eins að breyta þessum hluta farangurskerfisins heldur einnig komuhlutanum,“ segir Maren Lind og vísar þar m.a. til breytinga á komuböndunum. Fimm ný komubönd „Við erum að reisa nýja viðbygg- ingu sem á m.a. að hýsa svæði fyrir ný komubönd. Þau eru þrjú í dag en eftir uppfærslu verða þau fimm á mun stærra svæði og með öðru sniði.“ Eru það hringekjur og verða þær með hallandi böndum, líkt og meðfylgjandi tölvuteikning gefur hugmynd um. „Með þessu verður hægt að koma fleiri töskum fyrir á minna svæði og það þýðir að farþegi þarf ekki að bíða eftir að annar farþegi fjarlægi tösku til að skapa rými á bandinu.“ Þá bendir Maren Lind á að afhend- ingu farangurs í yfirstærð verði breytt og hún gerð aðgengilegri en verið hefur. Nýju farangursböndin verða tek- in í notkun í áföngum. Fyrst þrjú í nýju viðbyggingunni og verða þau tekin í notkun í byrjun árs 2023. Í síðari hlutanum bætast við tvö bönd á því svæði sem hýsir nú komu- böndin sem hverfa munu úr flug- stöðinni og er það áætlað 2025. Spurð út í kostnaðinn við hinn nýja búnað, bæði þann sem tengist öryggismálum við innritun en einn- ig komuböndin segir Maren Lind að fjárfestingin í honum nemi um 3,5 milljörðum króna. Hins vegar nem- ur heildarfjárfesting framkvæmda- verkefnisins sem kemur til við- bótar, þar sem einnig er tekið tillit til breytingar á núverandi húsnæði og nýbyggingarinnar sem í heild telur um 20 þúsund fermetra, um 20,8 milljörðum króna. Mikið púsluspil fram undan í Keflavík Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Miklar framkvæmdir standa yfir á Keflavík- urflugvelli þessi misserin. Afar flókið uppbygging- arverkefni er í farvatninu sem tengist móttöku og af- hendingu farangurs þeirra sem um völlinn fara. Morgunblaðið/Árni Sæberg Maren Lind fyrir framan flokkunarböndin sem staðsett eru aftan við innskráningarborðin. Tölvuteikning sem sýnir hvernig ný salarkynni gætu litið út. Bú Norðuráls Helguvíkur ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úr- skurði Héraðsdóms Reykjaness síðastliðinn fimmtudag, en félagið var í eigu Norðuráls. Fyrirtækið átti að sjá um rekstur álvers í Helguvík en ekkert hefur orðið af honum. Í fyrra seldi það eignir til Samherja fiskeldis vegna fyrirhugaðrar landeldisstöðvar út- gerðarfélagsins. Í ársreikningi Norðuráls Helgu- víkur ehf. fyrir síðasta ár kom fram að eigið fé var neikvætt um 14,5 milljarða kóna. Þá var tap félagsins í fyrra 837 milljónir og árið þar á undan 864 milljónir. Í Lögbirtingablaðinu er skorað á þá sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búinu eða eigna í umráðum þess að lýsa yfir kröfum sínum fyrir skiptastjóra innan tveggja mánaða. Norðurál Helguvík gjaldþrota Eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um 14,5 milljarða kóna á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.