Morgunblaðið - 03.11.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.2021, Blaðsíða 12
AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is HÄSTENS VERSLUN Faxafeni 5, Reykjavík 588 8477 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 1–18 | Lau. 1–16 ww.betrabak.is Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess að ná fullkomnum nætursvefni. WESLEEP. DOYOU? VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Glæsihúsið Öldugata 16 í Reykjavík er auglýst til sölu á vef sænsku fast- eignasölunnar Skeppsholmen Sothe- by’s International Realty í Svíþjóð á 4,2 milljónir Bandaríkjadala, jafn- gildi 545 milljóna íslenskra króna. Húsið er tæplega 318 fermetrar að flatarmáli og brunabótamat þess er rúmar 130 milljónir króna. Í húsinu er 63,5 fm íbúð í kjallara, 106 fm íbúð á hæð og 108 fm íbúð í risi. Bílskúrinn er 40 fm. 461,3 fm lóð fylgir eigninni. Gildandi fasteignamat eignar- innar er tæpar 144 milljónir króna og fyrirhugað fasteignamat árið 2022 er 150 milljónir króna. Eins og nafn sænsku fasteignasöl- unnar ber með sér er hún rekin und- ir sérleyfi (e. franchise) frá hinu þekkta bandaríska uppboðsfyrir- tæki Sotheby’s. Sænski fasteignasalinn Mathias Martinsson, hjá Skeppsholmen Sotheby’s International Realty, seg- ir aðspurður í skriflegu svari til Við- skiptaMoggans að húsið sé hið eina sem fyrirtækið er með í sölu á Ís- landi þessa stundina. Hann segir að salan sé unnin í samstarfi við ís- lenskan fasteignasala sem þekki og skilji markaðinn hér heima, eins og Martinsson orðar það í tölvupósti. Vilja nota markaðsaflið Spurður um ástæðu þess að húsið sé boðið til sölu hjá Sotheby’s segir Martinsson að eigendur hafi viljað nota alþjóðlegt markaðsafl Sothe- by’s til að ná til mögulegra kaupenda utan Íslands. Spurður um mat sitt á mögu- leikum Íslendinga til að selja eignir sínar utan landsteinanna segist Mathias trúa því að áhugi sé til stað- ar, svo lengi sem eignin sé nógu „sér á báti“. „Ég hef unnið við fasteignasölu í ólíkum löndum og málið er að heim- urinn er ekki það stór og fólk er að flytja til ólíkra landa. Ég hef unnið með íslenskum kaupendum sem eru að festa kaup á húsi í útlöndum, og af hverju ætti ekki að vera hægt að snúa dæminu við [selja útlendingum íslensk hús].“ Samkvæmt fasteignaskrá er eig- andi hússins Kesara Margrét Jóns- son, grasafræðingur og prófessor í grasafræði og erfðafræði plantna við Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Unnur Karen Húsið er tæplega 318 fermetrar að flatarmáli og brunabótamat er 130 m.kr. Sotheby’s selur glæsihús á Íslandi Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Öldugata 16 er nú boðin til sölu fyrir ríflega hálfan milljarð íslenskra króna. Vonast er eftir alþjóðlegum kaupendum. Mathias Martinsson Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fyrir sex árum tók ég að fjalla um rafbílavæðinguna og fannst hlutirnir gerast heldur hægt. Ég hafði „kristnast“ við kaup á fyrstu kynslóð af Nissan Leaf og nú hef ég ekið fáknum ríflega 80 þúsund kílómetra. Ólíkt því sem var árið 2015 upp- lifi ég mig ekki öðruvísi á göt- unum, nema ef vera skyldi fyrir það að ég á gamlan og úr sér genginn rafbíl en flestir þeysast um á nýtísku þotum á borð við Tesla 3 og Y eða Taycan frá Porsche. Fæðingarhríðir byltinganna eru oft harkalegar og taka tíma en svo bresta flóðgáttirnar og nú sér maður varla það hús þar sem ekki er hægt að tengja bíl við rafnetið. Og ef maður rekst á mann sem fjárfest hefur í nýjum bíl sem ekki gengur að hluta til eða öllu leyti fyrir raf- magni, afsakar viðkomandi sig og í hálfum hljóðum viðurkennir hann að þetta sé ábyggilega síð- asti bíllinn sem viðkomandi muni kaupa sem búinn er sprengihreyfli. Á fimm árum hefur allt breyst og ekki er ósenni- legt að næstu fimm árin feli í sér aðrar eins breytingar og jafnvel meiri. Það er allt til bóta og þróun sem við Íslendingar eigum að fagna. Þegar orku- skiptin hafa gengið í gegn á göt- unum þurfum við að vetnisvæða skipastólinn, einn þann glæst- asta í heimi. Og þá eru það bara flugvélarnar sem eftir eru. Lengra er í að þær muni ganga fyrir rafmagni eða vetni en sá dagur kemur. Innan tíðar verður Ísland óháð utanaðkomandi orkugjöfum að mestu og það mun styrkja stöðu landsins, efnahagslega og öryggislega. Orkulega ánægjulegtFyrir skemmstu var tilkynnt að samkvæmt Mercer-lífeyr- isvísitölunni væri íslenska lífeyr- issjóðakerfið það sterkasta í heim- inum. Er vísitalan reiknuð út frá nægjanleika, sjálfbærni og trausti. Lengi hefur það verið vitað að kerfið hér heima væri sterkt en vísitalan staðfestir að það er í fremstu röð þótt sjálfsagt sé það ekki gallalaust. Eitt stærsta verkefni kerfisins á komandi árum er að auka hlutdeild erlendra eigna sjóðanna og hefur því verið lýst yfir að heppilegt væri að u.þ.b. helmingur þess væri vistaður erlendis. Er það bæði hugsað með tilliti til áhættustýringar en einnig er við- urkennt að stærð kerfisins, sem er margföld þjóðarframleiðslan, geti skekkt markaði og þannig haft óæskileg áhrif á íslenskt hagkerfi. Í gær var því lýst yfir að 13 sjóð- ir hyggist fjárfesta fyrir 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverf- isvænum lausnum fram til ársins 2030. Það er metnaðarfullt mark- mið og mun vonandi styrkja stöðu sjóðanna og gera þeim kleift að rísa undir þeim skyldum sem á þeim hvíla lögum samkvæmt. En í þessum fjárfestingum er óhjákvæmilegt annað en að snert verði á innviðum ýmiss kon- ar í raforkuframleiðslu og öðru sem tengist grænum orkugjöfum. Íslenskir fjárfestar, íslenskur al- menningur, munu þá með beinum eða óbeinum hætti fjárfesta í mik- ilvægum innviðum innan lands og utan. Allt er það hið eðlilegasta mál. Sú staðreynd ætti hins vegar að setja í samhengi það und- arlega upphlaup sem nú hefur orðið vegna sölu einkafyrirtæk- isins Símans á einkafyrirtækinu Mílu til fjárfesta með erlent rík- isfang. Hafa jafnvel dagfarsprúðir menn stokkið til og kallað eftir þjóðnýtingu á Mílu. Það sé nauð- synlegt því þar sé um innviðafyr- irtæki að ræða. Þegar innviðir eru annars vegar skiptir regluverkið máli. Sé það í lagi er erlend fjár- festing af hinu góða, rétt eins og fjárfesting íslenskra lífeyrissjóða á erlendri grundu. Óheppilegur tvískinnungur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.