Morgunblaðið - 03.11.2021, Side 1
Tannlæknastofan Kreativ Dental í
Búdapest hefur frá árinu 2016 þjón-
ustað um 3.500 viðskiptavini frá Ís-
landi. Grímur Axelsson, umboðs-
maður stofunnar á Íslandi, sýndi
ViðkiptaMogganum á dögunum nýja
skurðstofu félagsins í Búdapest sem
verði m.a. markaðssett á Íslandi.
Innan skamms verði Íslendingum
m.a. boðið upp á liðskiptaaðgerðir
sem sé mjög spennandi nýjung.
Hversu fljótt ráðist af framgangi
faraldursins. Þá verði boðið upp á
háls-, nef- og eyrnaaðgerðir, og al-
mennar eins dags skurðaðgerðir, en
framboðið verði kynnt síðar.
Umsvifin aukist ár frá ári
Síðan Kreativ Dental hóf að selja
Íslendingum tannlæknaþjónustu
árið 2016 hafa fleiri tannlæknastofur
í Búdapest fylgt í kjölfarið, líkt og
rakið er í ViðskiptaMogganum í dag.
Meðal annars hafa Hjalti Garð-
arsson og Hrafnhildur Sigurðar-
dóttir opnað Íslensku Klíníkina í út-
hverfi Búdapest en þau áforma
aukin umsvif vegna eftirspurnar.
Þá hefur tannlæknastofan Ma-
denta þjónustað hundruð Íslendinga
í kjölfar markaðssetningar á Íslandi
og stofan Helvetic Clinics, sem er
m.a. í eigu svissneskra fjárfesta, hef-
ur einnig horft til Íslands.
Þessar fjórar stofur í Búdapest
hafa þjónustað á sjötta þúsund Ís-
lendinga frá árinu 2016 en kórónu-
veiran setti strik í reikninginn. Nú
eru þau viðskipti að hefjast á ný en
meðferð getur kallað á
nokkrar utanferðir.
Munu bjóða Íslendingum liðskiptaaðgerðir
Morgunblaðið/Baldur
Grímur á nýju skurðstofunni hjá
Kreativ Dental í Búdapest.
Tannlæknastofan Kreativ
Dental í Búdapest mun
bjóða Íslendingum upp á
skurðaðgerðir á nýrri og
fullbúinni skurðstofu.
6
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Betri laun
Bókhald | Laun | Ráðgjöf | virtus.is
400 milljarða innlánaaukning
Innlán bæði einstaklinga og fyrirtækja hafa
aukist mikið í faraldrinum, eins og sjá má m.a.
í nýbirtum uppgjörum stóru viðskiptabank-
anna þriggja.
Samtals nemur aukningin fjögur hundruð
og sautján milljörðum króna. Innlán voru sam-
tals 1.664 milljarðar króna um áramótin 2020
en eru nú í lok þriðja ársfjórðungs 2.081 millj-
arður. Heildaraukningin er 25%.
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjár-
mála Landsbankans, segir í samtali við Við-
skiptaMoggann að innlán í kerfinu hafi aukist
mikið, og ekki hvað síst frá heimilum. „Margir
hafa haldið góðum tekjum í faraldrinum, þótt
auðvitað hafi stórir geirar eins og ferðaþjón-
ustan orðið fyrir miklu áfalli. Á sama tíma hef-
ur fólk ferðast minna en áður og sparnaður
þess vegna aukist verulega. Við sjáum það líka
í mikilli eftirspurn á verðbréfamarkaði og lág-
vaxtaumhverfið undanfarið hefur einnig hjálp-
að til,“ segir Hreiðar.
Hann segir að í svona ástandi byggist upp
sparnaður heimila. Það sama eigi við á erlend-
um mörkuðum.
Mörgum fyrirtækjum gengið vel
Hreiðar segir að innlán fyrirtækja hafi einn-
ig aukist. „Mörgum fyrirtækjum hefur gengið
mjög vel í faraldrinum. Byggingargeiranum
hefur t.d. gengið mun betur en menn bjuggust
við í upphafi og lágir vextir og öflugur fast-
eignamarkaður hafa hjálpað til.“
Eins og Hreiðar bendir á hafa verslanir
margar átt góðu gengi að fagna í faraldrinum.
Hreiðar segir að innlán í Landsbankanum
hafi aukist um 10% það sem af er ári og standi
nú í 869 milljörðum króna.
Hann segir aðspurður að innlán séu um
helmingur af heildarfjármögnun Landsbank-
ans og bætir við að það hlutfall hafi haldist
nokkuð stöðugt undanfarin ár.
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Innlán hafa aukist gríðarlega í
bankakerfinu í faraldrinum, bæði
hjá einstaklingum og fyrirtækjum.
Milljarðar króna
Innlánavöxtur viðskiptabankanna í faraldrinum
Íslandsbanki
Lands-
bankinn Arion banki
Einstaklingar
31.12. 2019 291 385 258
30.09. 2021 335 455 288
Aukning, % 15% 18% 12%
Lítil og
meðalstór
fyrirtæki
31.12. 2019 168 61
30.09. 2021 239 118
Aukning, % 42% 93%
Stór fyrirtæki
31.12. 2019 113 65
30.09. 2021 149 83
Aukning, % 32% 28%
Heimild: Viðskiptabankarnir
EUR/ISK
3.5.'21 2.11.'21
160
155
150
145
140
135
150,25
150,05
Úrvalsvísitalan
3.500
3.300
3.100
2.900
2.700
2.500
3.5.'21 2.11.'21
2.998,35
3.449,38
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021