Morgunblaðið - 23.12.2021, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 5
Viltu vera með í að byggja upp
hleðsluinnviði fyrir rafbíla?
Orka náttúrunnar er leiðandi í umhverfisvænum orkuskiptum á Íslandi.
Hleðslunet okkar er það viðamesta á landinu. Nú leitum við að tæknilegum
sölusérfræðingi hleðsluinnviða fyrir rafbíla.
Sölusérfræðingur hleðsluinnviða styður söluteymi ON í hleðslulausnum og
veitir einstaklingum, fjölbýlum, fyrirtækjum, stofnunum og fagaðilum ráðgjöf.
Sölusérfræðingur er lykilþátttakandi í vöru-, þjónustu- og ferlaþróun.
Við leitum að þjónustuliprum og sjálfstæðum einstaklingi með frumkvæði
og samskiptafærni.
Helstu verkefni
Ráðgjöf og hönnun hleðsluinnviða
Vöru- og þjónustuþróun hleðsluinnviða
Hönnun og innleiðing ferla fyrir uppsetningu og þjónustu
Þátttaka í útboðsgerð vegna innkaupa
Samningar og samskipti við birgja og verktaka
Menntunar- og hæfniskröfur
Iðn- eða háskólamenntun á sviði rafmagns
Þekking á hleðslu rafbíla og hleðslulausnum er kostur
Frumkvæði, nákvæmni og skipulögð vinnubrögð
Mikil tölvukunnátta
Samskiptafærni og umbótahugsun
Reynsla af vöru- og þjónustuþróun tæknilausna
Orka náttúrunnar á og rekur þrjár virkjanir sem okkur þykir mjög vænt um. Þær eru jarðgufuvirkjanirnar
á Hellisheiði og Nesjavöllum og vatnsaflsvirkjunin í Andakíl í Borgarfirði. Við framleiðum og seljum
rafmagn til allra landsmanna, auk þess að framleiða heitt vatn. Við höfum sett okkur það metnaðarfulla
loftslagsmarkmið að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2030 og leiðarljós okkar er sporlétt vinnsla rafmagns.
Umsóknarfrestur er til og með 2. janúar 2021.
Sótt er um á ráðningavef ON, starf.on.is.
Nánari upplýsingar veitir Óskar Páll Þorgilsson
verkefnastjóri, oskarpth@on.is.
Öll kyn eru hvött til að sækja um.
Við leitum að
sölusérfræðingi
Lausar stöður hjá
Hafnarfjarðarbæ
Hafnarfjordur.is
Nánari upplýsingar á:
Fjölskyldu- og barnamálasvið
• Liðveisla - starf í tímavinnu
• !ersónulegur ráðgja" - starf í tímavinnu
Grunnskóli
• Deildarstjóri tómstundamiðstöðvar -
Engidalsskóli
• Tónmenntakennari - Hvaleyrarskóli
• Tölvuumsjónarmaður - Áslandsskóli
Leikskóli
• Kennari óskast til starfa - Hlíðarberg
• Starfsmaður - Norðurberg, Smáralundur,
Vesturkot
$m"ver!s- og ski#ulagssvið
• Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
• Verkefnastjóri fasteigna
• Verkefnastjóri viðhaldsverkefna
Þátttakandi
í íslensku
atvinnulífi
í 50 ár
hagvangur.is