Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 7
Samþykkt Deiliskipulags í landi Eyrarkots,
Kjósarhreppi
Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkti 1.
desember 2021 áður auglýst deiliskipulag
íbúabyggðar og nágrennis í landi Eyrarkots í
Kjósarhreppi og metur það svo, að brugðist hafi
verið við umsögnum á fullnægjandi hátt innan
uppfærðs deiliskipulags.
Deiliskipulag íbúðarbyggðar og nágrennis í landi Eyrarkots
í Kjósarhreppi tekur til 20 ha svæðis. Innan svæðisins eru
skilgreindar sex íbúðarlóðir, landbúnaðarsvæði þar sem
stundað er æðavarp, lóð fyrir smábátahöfn og tvær verslunar-
og þjónustulóðir, þ.e. fræðslu- og fuglaskoðunarskála.
Uppbygging er hafin á einni íbúðarlóð, þ.e. Snorravík.
Skipulagsvæðið hallar til norðurs og er við Hvalfjörð.
Aðkoma að íbúðarlóðum er um veginn Blómsturvelli
sem tengist Hvalfjarðarvegi (47). Aðkoma að verslun- og
þjónustulóðunum verður um nýjan veg Hestaþingshóll sem
tengist Hvalfjarðarvegi (47). Skipulagssvæðið afmarkast í suðri
af Hvalfjarðarvegi, í austri af Bolaklettavegi (4898), norðri af
Hvalfirði og vestri af jarðamörkum Eyrar..
Tillagan var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá
7. maí til 25. júní 2021.
Athugasemdir bárust og hafa umsagnir sveitarstjórnar um þær
verið sendar þeim sem þær gerðu.
Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til
úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur
er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt
deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sér til
skipulagsfulltrúa Kjósarhrepps.
Kjósarhreppur 4. nóvember 2021
Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps.
Stjórnarráð Íslands
Forsætisráðuneytið
Kjörtímabil íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu rennur út hinn 31.
október 2022. Evrópuráðið hefur því farið þess á leit að tilnefnd verði af Íslands
hálfu þrjú dómaraefni en skv. 22. gr. mannréttindasáttmálans, sbr. lög nr. 62/1994,
eru dómarar við Mannréttindadómstólinn kjörnir af þingi Evrópuráðsins af lista
með þremur mönnum sem samningsaðili tilnefnir.
Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg fjallar um mál sem til hans er
vísað af einstaklingum og samningsaðilum vegna meintra brota á ákvæðum
mannréttindasáttmála Evrópu eða samningsviðaukum við hann. Dómstóllinn er
skipaður einum dómara frá hverju samningsríkja.
Um hæfisskilyrði dómara við Mannréttindadómstólinn er fjallað í 21. gr.
mannréttindasáttmálans og kemur þar fram að dómarar skuli vera grandvarir og
verði annaðhvort að fullnægja kröfum um hæfi til að gegna æðri dómarastörfum
eða vera lögvísir svo orð fari af. Þeir skuli skipa sæti sitt sem einstaklingar og
meðan kjörtímabil þeirra varir skuli þeir ekki taka þátt í neinni starfsemi sem
sé ósamrýmanleg sjálfstæði þeirra, hlutleysi eða kröfum sem gerðar eru til fulls
dómarastarfs. Samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skulu umsækjendur vera yngri en 65 ára
daginn sem þingið biður um lista með þremur mönnum, sjá nánar í 22. gr. Sú
dagsetning er 5. maí 2022.
Sérstök athygli er vakin á því að dómstóllinn gerir þá kröfu að dómari hafi gott
vald bæði skriflega og munnlega á öðru tveggja opinberra tungumála réttarins,
þ.e. ensku og frönsku, og nokkurn skilning á hinu. Dómstóllinn leggur áherslu á
að á listanum séu ekki aðeins dómaraefni af einu kyni.
Hér með gefst þeim sem áhuga hafa á að vera tilnefnd af Íslands hálfu sem
dómaraefni við mannréttindadómstólinn kostur á að senda forsætisráðuneytinu
umsókn sína eigi síðar en 14. janúar 2022. Umsóknir og fylgigögn óskast send
til forsætisráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, 101 Reykjavík og á
netfangið for@for.is.
Er þess óskað að umsóknir berist á íslensku, ensku og jafnframt á frönsku ef unnt
er á sérstökum umsóknareyðublöðum Evrópuráðsins.
Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum er áskilið að umsækjendur
gefi upp netfang sem notað verður til að eiga samskipti við umsækjendur. Öllum
umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um tilnefningu liggur fyrir.
Forsætisráðherra mun skipa fimm manna hæfnisnefnd til að meta umsóknir sem
berast. Mun hæfnisnefndin skila umsögn um umsækjendur og gera rökstudda
tillögu um hver þeirra teljist hæfust til að vera tilnefnd. Tilnefningar stjórnvalda
verða byggðar á þessari tillögu.
Frekari upplýsingar veitir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri, í síma
545 8400, netfang: steinunn.valdis.oskarsdottir@for.is.
Nánari upplýsingar er að finna á vefslóðinni https://www.stjornarradid.is/
efst-a-baugi/auglysingar/auglysing/2021/12/20/Stada-islensks-domara-vid-
Mannrettindadomstol-Evropu/
Forsætisráðuneytinu,
21. desember 2021
Staða íslensks dómara við
Mannréttindadómstól Evrópu
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-15.30. Gönguhópur
með göngustjóra kl. 10. Handavinna kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.30-
12.30. Bíó, sýnum bráðfyndna jólamynd kl. 13. Heitt á könnunni. Kaffi-
sala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-15.40.
Föndurhornið kl. 9-12. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9.45-
10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Lokum kl. 14. Gleðileg jól. Opnum
mánudaginn 27. desember kl. 9.30.
Garðabær Jónshús lokað.
Hraunsel Lokað í dag.
Seltjarnarnes Kaffikrókur á Skólabraut frá kl. 9 til 11.30 alla virka
daga. Félags- og tómstundastarf eldri bæjarbúa er komið í jólafrí fram
yfir áramót. Byrjum aftur miðvikudaginn 5. janúar. Óskum ykkur
öllum gleðilegrar hátíðar, árs og friðar og þökkum samveru og sam-
starf á liðnum árum.
Raðauglýsingar
RÁÐUM EHF • Sími 519 6770 • www.radum.is • radum@radum.is
Þarftu
að ráða starfsmann?
Ráðum sérhæfir sig í ráðgjöf og ráðningum.
Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum
lausnir sem henta hverjum viðskiptavini.
Félagsstarf eldri borgara
Tilkynningar
200 mílur