Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.08.2021, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 18.08.2021, Qupperneq 12
Í Hallormsstaðaskóla er verið að kenna nýtt nám í Sjálfbærni og sköpun. Námið er einstakt hér á landi og líklega þó víðar væri leitað og blandar saman fræðilegri- og verklegri nálgun á sjálfbærni með áherslu á sköpunargleði og nýsköpun. Fagstjóri námsins er Keflvíkingur- inn Sigurður Eyberg Jóhannesson en hann var að ljúka doktorsnámi í umhverfisfræði. Siggi hefur komið víða við og söng með þekktum hljómsveitum bítlabæjarins, er lærður leikari frá London en hefur síðustu árin haft hugann við umhverfismál og er orðinn doktor í fræðunum. „Námið í Hallormsstaðaskóla er okkuð einstakt á íslenska vísu og leitast við að nálgast sjálfbærni með raunverulegum hætti. Nemendur geta valið sér leiðir í gegnum námið eftir áhugasviði og hvar þeir vilja helst beita sér, umhverfislega, sam- félagslega eða efnahagslega. Þetta eru auðvitað þessir skilgreindu grunnþættir sjálfbærnihugtaksins og því eru nemendur í raun alltaf að vinna á öllum sviðum að ein- hverju leyti. Þetta er gríðarlega skemmtilegt verkefni og gaman að sjá nemendur vera að stofna fyrir- tæki og alskonar eftir árið, jafnvel nemendur sem hefðu aldrei trúað að þeir ættu eftir að gera slíkt. Það er gefandi og gaman að fylgjast með svoleiðis, svo maður tali nú ekki um hvað það er samfélagslega jákvætt,“ segir Sigurður sem samkvæmt þessu er kominn í draumavinnuna þar sem sjálfbærni er stóri þátturinn. Smellpassaði í starfið Sigurður sá auglýst eftir fag- stjóra fyrir nýtt nám í Hallorms- staðaskóla, - sjálfbærni- og sköpun og smellpassaði auðvitað í starfið. Hann segir mikla frumkvöðla- hugsun í gangi á Austurlandi þar sem fólk gerir matvöru og nytjahluti úr nærumhverfinu á sjálfbæran hátt. Byrjað var að kenna námið haustið 2019 en vegna Covid varð veturinn endasleppur svo segja má að aðeins sé búið að ljúka einum heilum vetri, þ.e. síðasta vetri. „Helmingur námsins er verklegur á móti helmingi fræðilegrar nálgunar. Í verklega hlutanum læra nemendur ýmiskonar handverk og tækni til að nýta auðlindir náttúrunnar. Að sjálf- sögðu er sjálfbærni leiðarljósið og því áherslan á að nýta náttúruna með sjálfbærum hætti. Námið er lotuskipt og hefur hver lota sitt þema þar sem kafað er ofaní ákveðna þætti mann- legs lífs – þá þætti sem mestu máli skipta fyrir sjálfbærni,“ segir hljóm- sveitarsöngvarinn að sunnan. Námið að hausti hefst með lotu sem kallast Uppskera og náttúrulegt heilbrigði. Nemendur tína og safna auðlindum náttúrunnar og veiða fisk og hráefnin síðan notuð í lotum vetrarins í náminu. Næsta lota er um mat. Í verklega hlutanum læra nem- endur ýmsar aðferðir til að verka og varðveita matvæli svo sem kjöt, mjólk, korn, grænmeti og ávexti. Ein lota er um nytjahluti sem gagnast okkur í daglegu lífi. Nemendur læra að búa til ýmsa gagnlega hluti úr afurðum náttúrunnar auk þess að rannsaka umhverfisáhrif þeirra hluta sem við notum hvað mest og teljum okkur þurfa. Eftir áramótin læra nemendur textíl, læra að vefa, vinna leður og feld og ótrúlegt en satt þá er fjármálalota sem tekur á peningum og rekstri. Þá er listsköpun tekin fyrir og orka sem Sigurður segir í námslýsingu að sé eitt mikilvægasta atriðið í allri sjálfbærniumræðu og þar er sérstaklega horft til sjálfbærra leiða til virkjunar. Áhersla er lögð á smærri einingar – einingar sem nemendur gætu átt eftir að velja sér sjálfir til heimilisrekstrar eða álíka. Nemendur læra hvernig menn bera sig að til að virkja vind, vatn og jarð- varma. Skoðuð verða umhverfisáhrif þessara orkukosta sem og annarra svo sem olíu. Nemendur fá einnig kennslu í ýmsu sem tengist húsnæði, m.a. handbragði við torf- og grjót- hleðslu. Siggi segir að enn sé hægt að sækja um í námið en nemendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi. Virkja sköpunarkraftinn Í náminu er nemendur hvattir til að einbeita sér að lausnum frekar en vandamálum og nýta sér áhuga- svið sín til að virkja sköpunarkrafta sína. Það er óhægt að segja að kefl- víski rokksöngvarinn hafi virkjað á mörgum stöðum í gegnum tíðina og hann er ánægður á þessum merki- lega Hallormsstað. Honum fannst hann vera komin til útlanda þegar hann lenti á flugvellinum á Egils- stöðum í fyrra. Veðurblíðan var slík. Líklega minni vind(orka) en í sönní KEF. Það er mjög auðvelt að sjá að dagurinn er oft langur hjá okkar manni en er ekki samt alltaf stutt í músíkina Siggi? „Ef það er eitthvað eftir af deg- inum þá reynir maður að gera ein- hverja tónlist en miðað við afköstin með plötu á tíu ára fresti, þá sést að það er sjaldnast mikið eftir af deginum.“ Siggi söngvari kennir sjálfbærni og sköpun á Hallormsstað Þau eru fjölbreytt og margvísleg verkefnin sem nemendur spreyta sig á í mögnuðu umhverfi Hallormsstaðaskóla. „Helmingur námsins er verklegur á móti helmingi fræðilegrar nálgunar. Í verklega hlutanum læra nemendur ýmiskonar handverk og tækni til að nýta auðlindir náttúrunnar. Að sjálfsögðu er sjálfbærni leiðarljósið og því áherslan á að nýta náttúruna með sjálfbærum hætti.“ 12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.