Víkurfréttir - 18.08.2021, Side 15
Sundmaðurinn Már Gunnarsson er fyrstur til að keppa
fyrir ÍRB, Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, á Paralympics,
Ólympíumóti fatlaðra, sem fram fer í Tokyo í Japan síðar
í mánuðinum. Már keppir í fjórum greinum á mótinu. 50
metra skriðsundi, 100 metra baksundi, 100 metra flugsundi
og 200 metra fjórsundi, í S-11 sem er flokkur alblindra.
„Þetta er lengsta og erfiðasta
ferðalag sem ég hef nokkurn
tímann tekist á hendur. Það var
flug til London og þar var sjö tíma
stopp áður en lagt var upp í tólf
tíma flug til Tokyo í Japan. Japan
Airlines er frábært og örugglega
besta flugfélag sem ég hef flogið
með, alla vega besta flug sem ég
hef farið. Það var frábær þjónusta
um borð og allir mjög kurteisir.
Prinsinn ég fékk heila sætaröð útaf
fyrir mig og það var ekki leiðinlegt.
Þegar við komum til Tokyo voru
við um fjóra tíma að fara í gegnum
flugvöllinn þar. Það þurfti að sýna
marga pappíra og heilmikið vesen
því landið er meira og minna lokað,“
sagði Már í viðtali við Víkurfréttir á
mánudagskvöld að íslenskum tíma
eða snemma á þriðjudagsmorgni í
Japan. Hann hafði þá nýlokið við
morgunverð og var á leiðinni í
nudd á hótelinu sem íslenski Para-
lympics-hópurinn gistir á áður en
farið verður í sjálft keppnisþorpið.
Aðspurður hvernig gangi að snúa
sólarhringnum við, verandi um
hálfan sólarhring á undan íslensku
klukkunni, sagði Már að það ætti
eftir að koma í ljós um leið og hann
geyspaði. „Ég verð að halda mér
vakandi í dag og reyna svo að sofna
í kvöld á skikkanlegum tíma.“
Hópurinn er vel vaktaður á hót-
elinu. Lögrelgumenn standa vakt
allan sólarhringinn og óþarfar ferðir
útaf hótelinu eru ekki vel séðar. Það
er m.a. gert til þess að verja hópinn
fyrir kórónuveirunni.
„Við getum sagt að hópurinn sé í
aðlögun hér á hótelinu en um kom-
andi helgi fer hópurinn svo inn til
Tokyo í sjálft keppnisþorpið og þá
má segja að alvaran fari að byrja. Í
dag eru ein til tvær æfingar á dag
og ég reyni að synda ekki alltof
lengi, heldur frekar að halda mér
bara í formi þangað til kemur að
keppninni.“
- Ertu spenntur fyrir mótinu og
kannski með fiðrildi í maganum?
„Já. Maður er ennþá að jafna sig
eftir ferðalagið. Áður en ég fór út
var ég eiginlega bara í einangrun
útaf Covid og helsta áhyggjuefnið
var að smitast en þá hefði þessi
draumur verið úti. Maður hefur
ekkert náð að slaka á og njóta þess
að maður sé að fara á mótið. Ég hef
verið stressaður yfir því að eitt-
hvað komi uppá á lokametrunum
og það getur ennþá gerst ef ein-
hver smitast í hópnum eða að ég fái
Covid sjálfur. Þá er maður farinn í
sóttkví og einangrun og þá er engin
keppni. Ég er því í dag í öðruvísi að-
stæðum en maður er vanur. Þetta
er kannski ekki eins mikil skemmti-
ferð hingað núna eins og þetta væri
ef ekki væri veirufaraldur en við
reynum að gera eins gott úr þessu
eins og hægt er. Ég er búinn að
sækja góða tónlist og góðar bækur
til að hlusta á. Það verður svo
gaman að koma í Ólympíuþorpið og
sjá aðstæður þar og sundlaugina.“
Paralympics verður sett 25. sept-
ember og Már á fyrstu keppnisgrein
27. september en hann keppir sam-
tals í fjórum greinum eins og sagt er
frá í inngangi fréttarinnar.
MÁR MÆTTUR TIL TOKYO
Már Gunnarsson
mættur í laugina
á æfingasvæði
íslenska hópsins.
VF-mynd: Gunnar
Már Másson
FIMMTUDAG KL. 19:30
HRINGBRAUT OG VF.IS
Þingmaður byggir kirkju
Fjóla Margrét kylfingur
og Hlynur „bronsari“
Einnig í Suðurnesjamagasíni:
Við skoðum glæsilega
KNARRARNESKIRKJU
í Suðurnesjamagasíni
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15