Víkurfréttir - 18.08.2021, Page 16
Mundi
Ég legg til að gervigrasvöllurinn
fái nafnið „Hafsteinsvöllur“ til
heiðurs Hafsteini Guðmundssyni!
Skráning í mataráskrift hefst 23. ágúst
Skráning fer fram á www.skolamatur.is
Netfang: skolamatur@skolamatur.is I Sími 420-2500
@skolamatur skolamatur_ehf
Björn heim
Það er okkur öllum ljóst þessa
dagana að það styttist í alþingiskosn-
ingar. Hver greinin á fætur annarri
birtist nú á miðlunum og að venju
er öllu fögru lofað. Loforðin hljóma
alltaf vel því við erum svo andskoti
fljót að gleyma. Sumir taka þó upp
á nýjungum í baráttunni og fara
óhefðbundnar leiðir eins og t.d. að
éta hrátt hakk í beinni útsendingu
en heilt yfir er þetta sama tuggan og
venjulega.
Það ætla allir að gera vel við alla,
öryrkjar og aldraðir eiga von á veg-
legri hækkun og þá verður það leikur
einn að reka heimili fyrir barnafjöl-
skyldur landsins. Þó er þess aldrei
getið hvar peningarnir eiga að koma
fyrir þessu öllu saman en vinsælast
er reyndar að nefna nýsköpun
því það hljómar svo ótrúlega vel.
Enginn stjórnmálamaður vogar sér
þó að boða löngu tímabundið að-
hald í opinbera geiranum enda lang
stærsti hluti kjósenda þar sem alls
ekki má styggja. Niðurskurður og til-
tekt í opinbera kerfinu ætti í raun að
vera eitt af stóru málunum í haust
því á síðustu mánuðum hafa miklir
fjármunir tapast og skattahækkun á
miðstéttina mun ekki ein og sér duga
til. Það kæmi manni samt ekki á
óvart að við myndum bæta við eins
og einum til tveimur sendiráðum á
næstunni enda algjörlega nauðsyn-
legt á þessum tímum! Báknið þenst
nefnilega bara og þenst út, ef það
verður ekki skorið hressilega niður
núna þá gerist það aldrei. Auðvitað
eru staðir innan opinbera kerfisins
þar sem mætti bæta í fjármagni
en það væri gaman að sjá öflugan
rekstrarmann taka til hendinni
svona heilt yfir í kerfi sem þyrfti
miklu meira aðhald.
Hef hugmynd að atkvæðasöfnun
fyrir flokkana en sá flokkur sem
myndi setja það á stefnu sína (lofa)
að sækja Björn Zoëga til Svíþjóðar og
láta hann taka við Landspítalanum
á nýjan leik myndi skora feitt. Björn
hefur ekki einungis snúið rekstrinum
við hjá Karólínska-háskólasjúkra-
húsinu í Stokkhólmi heldur þá hefur
hann gert það að einu besta sjúkra-
húsi í heimi. Á tímum Covid fimm-
faldaði hann gjörgæsludeildina þar
á meðan hérna heima hafa stjórn-
endur og pólitíkin algjörlega sofið á
verðinum. Kerfið okkar er að hrynja
við nokkrar innlagnir, starfsfólkið að
bugast og allt í steik. Þetta verður
að laga. Fyrir einhverjum árum var
það börnin heim, núna er það Björn
heim.
LO
KAO
RÐ
ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON
ÆFINGAR BYRJAÐAR Á SÍGRÆNUM KNATTSPYRNUVELLI
Þegar þrettán dagar voru liðnir
af ágústmánuði hafði björgunar-
sveitin Þorbjörn sinnt ellefu slös-
uðum einstaklingum á gossvæðinu
á Fagradalsfjalli.
„Aðstæður á fjallinu versna með
hverjum degi þrátt fyrir góða veð-
urtíð en með aukinni umferð fólks
á svæðinu sparkast möl og sandur
ofan af móberginu svæðinu með
þeim afleiðingum að það verður
mjög hált í öllum brekkum. Undan-
farna daga höfum við hvatt alla sem
koma að aðgengis- og öryggismálum
á svæðinu til þess að hefja lagfær-
ingar á gönguleiðunum sem allra
allra fyrst,“ segir í færslu frá björg-
unarsveitinni á Facebook.
Í samtali við Víkurfréttir sagði
björgunarsveitarmaður að í flestum
tilvikum væri um áverka á ökkla að
ræða hjá fólki sem væri hvorki í lík-
amlegu formi né í skóm til að stunda
fjallgöngur.
Á annan tug
slasaðra við gosið
í ágústmánuði
Fyrsti gervigrasvöllurinn utandyra í fullri stærð er að verða tilbúinn í Reykjanesbæ. Æfingar eru hafnar á vellinum sjálfum en unnið
er að lokafrágangi á umhverfi vallarins. Flóðlýsing er við völlinn þannig að hægt verður að æfa á honum öllum stundum, óháð
dagsbirtu. Til stendur að opna völlinn formlega um næstu mánaðamót. Myndin var tekin með dróna fyrir nokkrum dögum.