Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.2021, Qupperneq 4

Víkurfréttir - 27.10.2021, Qupperneq 4
Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Á föstudaginn kl 17:00 verður opnuð sýning í Bíósal Duus Safna- húsa á verkum Jönu Birtu Björnsdóttur sem ber yfirskriftina Meira en þúsund orð. Sýningin er hluti af listahátíðinni List án landamæra sem leggur áherslu á list fatlaðra listamanna. Tilgangur hennar er að auka menningarlegt jafnrétti og fjöl- breytni með því að skapa faglegan vettvang og tækifæri fyrir fatlaða listamenn. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og menningarfulltrúa. Jönu Birtu, sem er fædd og uppalin í Reykjanesbæ, er margt til lista lagt og hún er allt í senn aðgerðarsinni, femínisti, myndlistarmaður og líf- eindafræðingur á sýkla- og veiru- fræðideild Landspítalans. Frá árinu 2017 hefur Jana Birta verið að teikna og mála og heillaðist hún strax í upp- hafi þess ferðalags af vatnslitum. Jana hefur mikið næmi fyrir miðl- inum og hefur á undanförnum árum verið að þróa tækni sína og færni í að koma hugmyndum sínum á framfæri. Tabú List Jönu Birtu hefur pólitíska og félagslega skírskotun í samtímann. Hún gerir málefni fatlaðs fólks að umfjöllunarefni þessara sýningar og túlkar á myndrænan hátt hug- myndir, tilfinningar og baráttumál feminískrar fötlunarheyfingar sem nefnist Tabú. Hreyfingin vinnur að félagslegu réttlæti gegn margþættri mismunun gagnvart fötluðu fólki og hefur Jana Birta verið meðlimur samtakanna um nokkurt skeið. Á sýningunni er að finna sextán setningar um ofbeldismyndir gegn fötluðu fólki en setningarnar mótuðu meðlimir samtakanna Tabú. Vatns- litaverkin beina sjónum áhorfandans að viðfangsefni þessara setninga og hefur Jana Birta túlkað á mynd- rænan hátt það sem felst í hverri setningu. Í gegnum list Jönu Birtu Björnsdóttur fáum við að skyggnast inn í heim þar sem hindranir eru víða og oft á tíðum ósýnilegar þeim sem ekki tengjast honum beint. Það er sagt að myndir segi meira en þúsund orð og á það svo sannar- lega við um verk Jönu Birtu. List hennar fellur undir það sem kalla má aktívisma í myndlist, en það er nálgun í listum sem er byggð á virkri þátttöku listamannsins í aðgerðum á pólitískum eða félagslegum vett- vangi en myndlistin hefur í sínum fjölbreytileika mikið verið notuð á þennan hátt í gegnum tíðina. Kín- verski samtímalistamaðurinn Ai Weiwei fer þá leið í sinni listsköpun og segir m. a.; „ef eitthvað er þá snýst listin um… siðferði, um trú okkar á mannkynið. Án þess er einfaldlega engin list.“ Sýningin stendur til 21. nóvember. Meira en þúsund orð Jönu Birtu - í Bíósal Duus Safnahúsa Courtyard by Marriott hótelið í Reykjanesbæ hefur unnið til verðlauna sem Iceland’s Leading Business Hotel. Sigurvegarar World Travel Awards voru tilkynntir 22. október 2021 rafrænt þar sem ekki var haldin athöfn í ár vegan heimsfaraldursins. „Það er mikill heiður að hafa unnið þessi verðlaun á fyrsta rekstrarári hót- elsins, en hótelið opnaði fyrir fyrstu gestunum í október í fyrra. Starfs- fólkið hefur lagt sig mikið fram á erfiðum og krefjandi tímum,“ segir Hans Prins hótelstjóri. World Travel Awards voru stofnuð árið 1993 og fagna ágæti á öllum helstu sviðum ferðaþjónustunnar og gestrisniiðnaðarins, þar með talið flugfélögum, flugvöllum, hótelum og úrræði og ferðatækni. World Travel Awards eru viðurkennd um allan heim sem einn virtasti heiður í greininni og er kosið til verðlauna af sérfræðingum og neytendum um allan heim. Courtyard by Marriott er rekið undir Marriott-keðjunni og býður upp á 150 deluxe herbergi með góðri vinnustöðu. Þar er einnig veitinga- staðurinn The Bridge en á honum eru einnig vinnusvæði og básar sem henta fyrir stutta vinnufundi með sjónvarpi, sem fundargestir geta tengst. Á hótelinu eru einnig tvö fundarherbergi, eitt minna og eitt stærra. Courtyard by Marriott hótelið í Reykjanesbæ vann alþjóðleg verðlaun Isavia hefur í samvinnu við Verkfræðistofuna Vista sett upp þrjá nýja loftgæðamæla á Keflavíkurflugvelli. Jafnframt voru gefnir og settir upp mælar í Sandgerði og í Garði til að fylgjast vel með loftgæðum íbúa. Staðsetning mælanna í Garði og Sandgerði var valin í samstarfi við Suðurnesjabæ og Um- hverfisstofnun til að þétta mælanet stofnunarinnar. Gjöf Isavia er hluti af sjálfbærnistefnu fyrirtækisins. Mælarnir mæla ýmis efni í and- rúmsloftinu sem geta borist frá eldstöðvum, meðal annars brenni- steinsvetni, brennisteinsdíoxíð og köfnunarefnisdíoxíð. Auk þess greina mælarnir hitastig, rakastig og loftþrýsting. Um er að ræða öfluga mæla frá breska fyrirtækinu AQMesh sem hefur sérhæft sig í loftgæðamælum og eru mælar frá AQmesh í notkun út um allan heim og hafa þeir t.d. verið notaðir til að mæla brennisteinsdíoxíð frá eld- fjallinu Masya í Níkaragva. „Það er okkur mjög mik il vægt að geta haft góða yfirsýn á loftgæðum á Kefla vík ur flug velli og þessir nýju mælar auðvelda okkur þá vinnu. Góð loftvist er mikilvæg okkar starfsfólki, gestum og nærumhverfi flugvallarins. Isavia hefur sett sér öfluga stefnu á sviði sjálfbærni og er þessi fjárfesting hluti af þeirri stefnu okkar. Við höfum átt gott samstarf með Suðurnesjabæ og Umhverfis- stofnun við val á staðsetningu mæla í sveitarfélaginu. Fjárfestingin í nýju mælunum mun því einnig skila sér í aukinni nákvæmni í mælingum á Reykjanesi og inn á mælanet Um- hverfisstofnunar,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Við erum mjög ánægð með sam- starfið með Isavia við að setja upp loftgæðamæla sem eiga að tryggja góða loftvist handa starfsmönnum Isavia, ferðamönnum og íbúum á Reykjanesi. Tækninni hefur fleygt fram og er núna mun auðveldar að vera með mælingar sem eru sýndar í rauntíma. Við óskum Isavia til hamingju með mælana,“ segir Heiðar Karlsson, framkvæmdastjóri Vista. Að loknum prófunum verða mæl- ingarnar gerðar aðgengilegar á vef Umhverfisstofnunar, www.loftgaedi. is, og hefur almenningur þannig fullan aðgang að mælingunum. Ástand loft gæða á hverri mælistöð er litamerkt þannig að al menn ing ur á auðvelt með að átta sig á stöðunni. Styrk ur meng un ar efna á hverri stöð ræður litn um á viðkom andi stöð á Íslands kort inu. Isavia setur upp og gefur öfluga loftgæðamæla „Ég get læknað þig“ 4 // vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.