Víkurfréttir - 27.10.2021, Side 23
Freysteinn Ingi skoraði tvö fyrir OB
Ungur Njarðvíkingur
fékk tækifæri til að
æfa með U15 liði OB
í Danmörku
Freysteinn Ingi Guðnason, fjórtán
ára leikmaður þriðja flokks Njarð-
víkur, var nýlega í viku heimsókn
hjá danska liðinu OB. Eftir góða
frammistöðu á Íslandsmótinu og á
Rey Cup fékk Freysteinn tækifæri
til að heimsækja OB og æfa með U15
liði félagsins í viku.
Unglingastarfið hjá OB er þekkt
fyrir gæði og góðan árangur og er OB
U15 meðal annars ríkjandi danskir
meistarar. Freysteinn Ingi spilaði
jafnframt leik með U15 ára liðinu þar
sem hann skoraði tvö mörk og lagði
upp eitt í 3:1 sigri liðsins.
Í framhaldi af dvölinni hjá OB
hefur leikmanninum verið boðið að
taka þátt í æfinga- og keppnisferð
liðsins til Þýskalands síðar í vetur.
Sigurður Ragnar aðalþjálfari karlaliðs Keflavíkur
Keflvíkingar hafa gert breytingar á
þjálfarateymi meistaraflokks karla í
knattspyrnu fyrir næsta tímabil en
Sigurður Ragnar Eyjólfsson verður
aðalþjálfari liðsins og honum til
aðstoðar verður Haraldur Guð
mundsson sem þjálfað hefur meist
araflokk karla hjá Reyni Sandgerði
síðustu ár.
Sigurður Ragnar og Eysteinn Húni
Hauksson hafa verið aðalþjálfarar
meistaraflokks síðustu tvö ár en Ey
steinn lætur nú af þjálfun meistara
flokks, hann starfar ennþá hjá yngri
flokkum Keflavíkur og á í viðræðum
við félagið um stærra hlutverk í af
reksstarfi þess. Saman komu þeir
Eysteinn og Sigurður Ragnar Kefla
víkurliðinu upp úr Lengjudeildinni
á síðasta ári og hélt liðið sæti sínu
í deildinni á liðnu sumri auk þess
að komast í undanúrslit Mjólkur
bikarsins.
Sigurði til aðstoðar verður Har
aldur Guðmundsson, fyrrverandi
atvinnumaður í knattspyrnu og
leikmaður og fyrirliði Keflavíkur til
margra ára. Hann hefur þjálfað lið
Reynis Sandgerði með góðum ár
angri síðustu ár, tók við liðinu þegar
það var í 4. deild og skilur Reynis
menn í 2. deild.
Sama þjálfarateymi hjá meistaraflokki kvenna
Keflavík náði áframhaldandi samn
ingum við þjálfarateymi meistara
flokks kvenna fyrir næstu leiktíð og
mun Gunnar Magnús Jónsson þjálfa
liðið áfram. Hjörtur Fjeldsted verður
aðstoðarþjálfari, Óskar Rúnarsson
leikgreinandi, Freyr Sverrisson
tækniþjálfari og Sævar Júlíusson
sinnir markmannsþjálfun.
Alfreð Elías tekur við Grindavík
Grindvík hefur ráðið Al
freð Elías Jóhannsson sem
þjálfara karlaliðs Grindavíkur
í knattspyrnu og er samning
urinn til þriggja ára.
Alfreð, sem er uppalinn í
Grindavík og á að baki um
40 leiki með félaginu í efstu
deild, hefur undanfarin fimm ár
þjálfað kvennalið Selfoss og gerði
hann liðið meðal annars að bikar
meisturum árið 2019. Þar áður hefur
hann þjálfað lið Ægis í Þorlákshöfn,
ÍBV, BÍ/Bolungarvík og GG
þar sem hann hóf sinn þjálf
araferil árið 2006.
Milan Stefán Jankovic
verður aðstoðarþjálfari Al
freðs en Janko hefur búið í
Grindavík í þrjá áratugi og
er vel tendgur knattspyrnu
deild Grindavíkur. Ásamt því að vera
aðstoðarþjálfari meistaraflokks mun
hann sinna afreksþjálfun hjá félaginu.
Janko var síðast aðstoðarþjálfari hjá
Grindavík á árunum 2016 til 2018.
Jón Óli stýrir Grindavík áfram
Jón Ólafur Daníelsson hefur skrifað undir samning við
knattspyrnudeild Grindavíkur um áframhaldandi þjálfun
meistaraflokks kvenna en Jón Óli tók við liðinu síðasta
vetur og undir hans stjórn endaði Grindavík í sjötta sæti
Lengjudeildar kvenna í sumar.
Grindvíkingar hafa sett stefnuna á að bæta árangur
sinn á næstu leiktíð og frekari frétta af leikmannamálum
kvennaliðs Grindavíkur og þjálfarateymi þessi er að
vænta á næstu dögum og vikum.
Eiður Ben tekur við Þrótti Vogum
Þróttur Vogum hefur ráðið
Eið Benedikt Eiríksson, sem
af mörgum er talinneinn
efnilegasti þjálfari landsins,
til að taka við þjálfun meist
araflokks karla í knattspyrnu
fyrir komandi tímabil.
Eiður Ben er fæddur árið 1991
og uppalinn hjá Fjölni. Undanfarin
ár hefur hann þjálfað lið Íslands
meistara Vals í efstu deild kvenna
ásamt Pétri Péturssyni en
samstarf þeirra skilaði Val
tveimur Íslandsmeistara
titlum á þremur árum.
Þróttur Vogum varð
deildarmeistari 2. deildar
karla í ár og mun félagið því
leika í fyrsta sinn í næstefstu deild á
næsta tímabili ásamt því að fagna 90
ára afmæli sínu.
Reynismenn eru að vinna í sínum þjálfaramálum
Eftir að Haraldur Guðmundsson sagði
starfi sínu lausu sem þjálfari Reynis er ljóst
að Reynismenn eru á höttunum eftir arf
taka hans. Sigursveinn Bjarni Jónsson, for
maður félagsins svaraði fyrirspurn Víkur
frétta á þann veg að Reynismenn ættu í
viðræðum við ónefnda(n) aðila og búast
megi við yfirlýsingu frá þeim fljótlega.
Heimamennirnir Sigurður og Arnar áfram hjá Víði
Sigurður Elíasson og Arnar
Smárason tóku við Víðisliðinu fyrir
síðustu leiktíð eftir að liðið féll úr
2. deild árið á undan.
Báðir eru þeir fyrrverandi leik
menn Víðis, Sigurður lék 88 leiki
fyrir Víði og Arnar 65. Þeir félagar
munu setja allt kapp á að koma Víði
aftur upp í 2. deild á næsta tímabili
en Víðismönnum gekk ekki sem skildi
í ár og endaði í sjötta sæti 3. deildar.
kNattSPYrNuSaMaNtekt
Sigurður Ragnar verður áfram,
Eysteinn gengur frá borði.
Sama Þjálfarateymi verður
með meistaraflokk kvenna.
Alfreð Elías.
Eiður Ben.
Undir stjórn
Jóns Óla hélt
Grindavík sér í
Lengjudeildinni.
Haraldur fer til
Keflavíkur eftir
frábært starf
með Reyni.
Víðismenn vilja
án efa komast
aftur í 2. deild.
Knattspyrnudeild Keflavíkur auglýsir laust til umsóknar starf Framkvæmdastjóra.
Framkvæmdastjóri Keflavíkur hefur yfirsýn yfir alla starfsemi deildarinnar og fylgir eftir
stefnu og markmiðum stjórnar. Þá sér Framkvæmdastjóri um að samræma störf starfs-
manna deildarinnar og sjálfboðaliða.
Framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildarinnar þarf að hafa reynslu og þekkingu á rekstri,
geta sett saman og staðið við fjárhagsáætlanir og vinna ötullega að því að viðhalda og finna
nýjar leiðir til að afla tekna fyrir deildina. Framkvæmdastjóri gætir hagsmuna Keflavíkur í
hvívetna gagnvart hagsmunaaðilum.
Hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur starfar yfirmaður knattspyrnumála sem vinnur náið með
framkvæmdastjóra að málefnum knattspyrnuliða, barna- og unglingaráðs og afreksstefnu.
Ekki er gert krafa um reynslu úr knattspyrnuheiminum en brennandi áhugi á íþróttinni er
nauðsynlegur.
Framkvæmdastjóri
Knattspyrnudeildar Keflavíkur
n Fylgja eftir stefnu og markmiðum
stjórnar
n Samræma störf starfsmanna og sjálf-
boðaliða
n Sjá um sölu og kaup á leikmönnum í
samráði við yfirmann knattspyrnumála
n Útbúa og standa við fjárhagsáætlanir
n Viðhalda viðskiptasamböndum og afla
tekna fyrir deildina
n Samskipti við samfélag og
hagsmunaaðila
n Skipulag á leikdögum í samráði við
starfsmenn og sjálfboðaliða
n Menntun sem nýtist í starfi
n Reynsla af rekstri
n Þekking á gerð fjárhagsáætlana
n Sjálfstæð vinnubrögð
n Leiðtogahæfni
n Afburða samskiptahæfni
Keflavík er eitt sigursælasta knattspyrnulið landsins. Félagið heldur úti meistaraflokki karla og kvenna
sem bæði leika í efstu deild. Þá er starfrækt mjög öflugt barna- og unglingastarf en mikil áhersla er lögð
á það hjá félaginu að efla það enn frekar. Félagið er samfélagslega mikilvægt og tekur hlutverk sitt í
samfélaginu mjög alvarlega. Gerð er krafa um að starfsmenn félagsins séu félaginu til sóma í hvívetna og
tileinki sér þau gildi sem félagið starfar eftir.
Helstu verkefni og ábyrgð: Menntunar- og hæfniskröfur
Umsóknir um starfið
berist á alfred.is
Stöðugar uppfærslur
og úrslit íþróttaleikja vf.issport
vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM Í 40 ár // 23