Lindin

Árgangur

Lindin - 02.08.1950, Blaðsíða 2

Lindin - 02.08.1950, Blaðsíða 2
2 83 halda áfram, þar sem aðrir hættu og hætta, þar sem aorir taka vió, eða meö öðrum oroum, að leggja einn lítinn og óásjálegan stein í þá miklu ritsmíð, sem síðar, þegar f.ullgerð er orðin, mun út veröa gefin í einu tölusettu eintaki, hundin í gæruskinnband með gylltum áletrunum og hljóta mun nafnið ”Með Gullfossi og Geysi .til Danmerkur og Svíþjóðar með viðkomu í Edinborg." Já- þá er þessi formáli víst orðinn nógu langur og komiö mál til að fara að halda áfram. En til þess að þetta sem ég skrifa, komi ekki eins og þjófur úr heiðskýru lofti, ætla ég aó ryfja með fáum orðum upp ofurlítið af því, sem hæstvirtir unaanrennarar mínir í þessari ritsmíð hafa ekki skrifað. Það var mánudagskvöldið 5. júní. Klukkan var að ganga tólf. Allir voru samt á fótum ennþá, þó sumir væru nokkuö óstyrkir eftir að vera búnir að liggja í nærri tvo sólarhringa og æla tals- vert meiru en þeir létu ofan í sig. En nú var það allt gleymt og grafið, því að það, sem fyrir augun hafði bcrið seinni hluta þessa dags og fram eftir kvöldinu, hafði breitt eins og þykku teppi yfir allar hinar ömurlegu minningar frá laugaraeginum og sunnudeginum. Veðrið var í einu orði sagt aásamlegt, blæalogn og sjórinn spegil- sléttur aö undanteknum smágárum, sem smábátar, sem öðru hvoru fóru fram hjá, orsökuðu. Fyrir augum blasti nú sjón, sem fæstir hinna ungu Skógarmanna höfðu augum litið, Stórborg, böðuð í Ijósadýrð miðnættisins. Cðru hvoru glitti á maurildi við skipshliðina og við borðstokkinn á miðþilfari stóðu þrjátíu Skógarmenn og horfðu hug- fangnir sínum sextíu augum í áttina til lands á þá stórfenglegu sjón, sem nú blasti við þeim. Þetta var fyrsta stórborgin, sem flestir þeirra höföu komið til, en nú sást ekkert af henni nema ljósadýrðin. Þeir áttu að fá að fara í land morguninn eftir. Hvernig skyldi hún líta út í birtu?, var spurning, sem kom upp í huga margra. Á stóru svæði voru ljósin einkennilega strjál, og

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.