Lindin

Árgangur

Lindin - 02.08.1950, Blaðsíða 3

Lindin - 02.08.1950, Blaðsíða 3
3 84 virtist eins og ekki væri ljós nema í öðru hverju husi. Þetta vakti aö sjalfsögðu forvitni og ímynöunaraf1 ýmsra. Þegar margir höfðu látið álit sitt í ljcs og hver stutt sitt mál af mikilli rökvísi, heyrðist hljóo frá einum af hinum minni á hæðina, en síður en svo á þverveginn: "Nei, strákar, vitið þið ekki, hvernig stenaur á þessu? Skotarnir safnast annað hvort kvöld í annað hvort hús og hitt kvölaið í hin húsin til þess að spara rafmagnið. Skiljió þið það ekki?" Þessi tillaga þótti svo góo, að hún var samþykkt einu hljóöi.^- Sftir nckkra stuna fóru menn að tínast í kojurnar, því aó morguninn eftir átti að fara snemma á fætur til aö sjá innsiglinguna í Leith og vera tilbúnir að fara í land strax og leyfilegt var, því að dagur- inn var stuttur og margt átti að sjá og skoða. Þar sem þið eruð þúnir að heyra all ýtarlega greinargerð frá dvö.linni í Edinborg, þykir mér ekki rótt aö segja nánar frá henni, þó get ég ekki stillt mig um ao tína upp eitt eöa tvö atriði, sem háttvirtum meðrithöfundi mínum hefur ófyrirgefanlega láöst að geta um. — Knútur hafði komizt inn í leikfangabuð og horföi löngunar- augum á mjög fallega brúðu. Búðarstúlkan varð fljótlega vör vió hann, þó lítill væri og kom brosandi til hans og sagði eitthvað, sem Knútur skildi auðvitaö ekkert í. Hann benti bara á örúðuna og spurði graf-alvarlegur: "Hvad kostar this? " Stúlkugreyið skildi auðsjáanlega ekki staf af því, sem nann sagði og spurði : "What do you say?" Knútur skildi, að ekki munai allt hafa verið með felau með enskuna hans og fór allur hjá sér. Hann reyndi samt sð rifja það litla, sem hann mundi frá stríðsárunum, upp fyrir sér og leit síðan vandræðalegur upp og sagði: "How much kostar disse?" Stúlkan virtist nú skilja eitthvað betur, því hún tiltók verðið og Knútur borgaði og fór hamingjusamur út, en til þess eins að fara inn í aðra búð. Hvernig honum gekk þar er mér ókunnugt um, en

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.