Lindin - 02.08.1950, Page 8
3
89
koraið út um. Þaö var engu líkara en aó ég hefði 'breyzt í einhverja
ófreskju, svo bjanalega glápti maðurinn á mig. wUd af den dör?"
spurði hann. "Ja", sagði ég ennþá rólegri. "Men den er jo lukked",
sagði hann þá og þaut þar raeð að hurðinni og þreif í hurðarhúninn
og hurðin opnaðist. Hann varð svo his.sa, að hann gat ekki sagt eitt
einasta orð og þarf þó mikið til þess að Dana verði orðfall. Ég
þagði um ástæðuna fyrir því, ,að hurðin var opin og þegar ég sá að
hann var búinn að jafna sig, spuröi ég hann, hvort að hinir væru
ekki komnir út. Nei, hann hvað þá alla vera upp í turninum enn.
tíg bað hann þá að vísa mér á leiðina upp í turninn, en hann tók því
víðs fjarri og sagði, að þeir gætu komiö niöur aðra leið og ég
síðan villst, svo það væri bezt fyrir mig aó setjast inn í kirkjuna
og bíða eftir þeim. Mer varð hugsað til tilfinninga þeirra, sem
gagntóku mig inni í kirkjunnu og samþykkti þessa tillögu. ág fór
svo aftur inn um sömu dyrnar og ég hafði komið út um. NÚ heyröi
ég, að hann snéri lykli í skránni, og þar með var lokuð sú leið til
undankomu, ef eitthvað svipað henti mig aftur. Ég valai mér einn
bekk framarlega í kirkjunni og settist þar og virti fyrir mér
kirkjuna að innan. Eftir nokkra stund heyrði ég aálítinn hávaða í
einu horninu og þar voru þá strákarnir komnir. Ég varð fegnari en
frá verði sagt, sérílagi og sérstaklega, þegar ég sá, að einn þeirra,
hann er nú reyndar kallaður Stanley, hélt á jakkanum mínum, honum
hafði ég algjörlega gleymt í öllum þessum hamagangi. Stanley litli
var dálítið kvíðinn á svipinn og fékk ég þaö upp úr honum, að eitt-
hvað hefði dottið úr einum vasanum á jakkanum uppi í turni og alla
leið niöur á botn í einhverju djúpi, sem ómögulegt var að komast
niður í. Hann hélt að það hefði verið penninn rninn, en vió nánari
rannsókn kom í ljós, að það var bara lítið glas, sem hafði að geyma
það, sem eftir var af sjóveikispillunum mínum, sem ég ætlaði að eiga
til minningar um sjóferðina, en hvað um það, það var ekki minna