Fregnir um félagsmál : til félagsmanna KEA - 01.04.1937, Qupperneq 6

Fregnir um félagsmál : til félagsmanna KEA - 01.04.1937, Qupperneq 6
6 reka lyfjabúð, úthluti félagsmönnum sínum arði af viðskiptunum. Og það var einmitt með von um ágóða til handa félagsmönnum fyrir augum, að lyfjabúðin var stofnsett og starfrækt. Það væri því hinn mesti misskilningur að láta útsöluverðið, þótt það sé jafnhátt og annarstaðar, standa í vegi fyrir viðskiptum sínum. Lyfin geta aldrei orðið dýrari í „Stjörnu Apóteki“ en í öðrum lyfjabúð- um, en það eru miklar líkur til, að þau geti orðið ódýrari, ef félagsmenn gæta þess að skipta við sína eigin lyfjabúð. Þetta þurfa þeir félagsmenn, sem eru í Sjúkrasamlagi Akureyrar, líka að at- huga, því þótt þeir þurfi ekki sjálíir að greiða nema % hluta af kostnaðarverði lyfjanna, þá safn- ast það þegar saman kemur, og þessi viðskipti tryggja auðvitað ágóðahlut félagsmanna í heild ekki síður en önnur, þar sem sjúkrasamlagið greiðir afganginn af lyfjaverðinu. K. E. A. réðst í stofnun lyfjabúðarinnar sam- kvæmt eindregnum óskum og samþykktum fé- lagsmanna og er búið að festa mikið fé í þessari deild. Það væri því hin mesta fásinna af félags- mönnum, og til tjóns fyrir þá sjálfa, ef þeir létu ekki sitt eigið félag njóta góðs af viðskiptum sín-

x

Fregnir um félagsmál : til félagsmanna KEA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir um félagsmál : til félagsmanna KEA
https://timarit.is/publication/1661

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.