Verndarinn : blað Jósefsfélagsins - 01.04.1938, Side 2
2
VERNDARINN
Vivian, Mamie og Rússland.
Vivian gekk um og leitaði að Mamie. Hann
fann hana loksins í matjurtagarðinum, þar sem
hún var að naga epli. Þar stóð kassi upp í loft;
hann settist á hann og byrjaði á því, sem hon-
um lá á hjarta.
,,Það lítur alveg hræðilega út núna í Rúss-
landi, Mamie,“ sagði hann. „Heyrðu, hættu nú
að háma í þig og taktu eftir.“
„Ég get vel gert hvort tveggja í einu, bæði
borðað og hlustað," sagði Mamie, sem var átta
ára, lítil, ljóshærð og kringluleit, en Vivian, sem
var níu ára var mjór vexti og dökkhærður.
„Það er búið að loka næstum því öllum kirkj-
um Rússlands,“ sagði Vivian. „Það er búið að
búa til úr nokkrum þeirra hræðileg söfn, þar
sem gert er gys að Guði. Og börnin læra í
skólunum, að enginn Guð sé til og þau mega
ekki biðja, og fjöldi af prestum og öðru fólki,
sem trúir á Guð, situr í fangelsi fyrir það. Og
þar eru líka margir — fleiri hundruð, held ég
— sem búið er að drepa. Þess vegna verðum
við bæði að snúa Rússlandi. Svo að þú verður
að leggja dálítið á þig.“
„Heldurðu að við tvö — ég og þú — getum
snúið Rússlandi?" spurði Mamie.
„Já, alveg ákveðið — ef að við leggjum dá-
lítið á okkur. Við skulum reyna í einn mánuð..
Nú skaltu fá að heyra hvað ég hefi hugsað
mér. Fyrst skulum við biðja 3 liði af Rósa-
kransinum á hverjum degi.“
„En það höfum við áður gert.“
„Já, það veit ég ósköp vel, en nú skulum
við biðja þá reglulega vel, en bara að reyna ekki
að koma þeim af eins og við svo oft gerum.
Svo skulum við færa 3 fórnir á hverjum
degi.“
„3 — það eru nú samt sem áður margar,“
skaut Mamie inn í.
„Jú — en bara í einn mánuð. Svo skulum
við hætta að segja nokkuð ljótt um nokkurn
eða við nokkum.“
„Það var nú erfiðara!" sagði Mamie. „Hugs-
aðu þér nú, hvað oft þú segir asninn þinn og
þess háttar!“
„Þú verður nú samt sem áður að reyna, ekki
satt? Væri það nú samt ekki dásamlegt ef að
búið væri að snúa Rússlandi eftir mánuð?“
„Svo yrðum við kannske dýrðlingar?“
„Nei, því að við skulum náttúrlega ekki segja
neinum frá því, sem að við höfum gert, því að
það væri bara að hrósa sér. En væri það ekki
yndislegt ef að allar vondu manneskjurnar yrðu
góðar, finnst þér ekki, Mamie?“
Jú, ég skal reglulega leggja að mér. Og ég
bið kannske stundum 4 liði af Rósakransin-
um.“
Næsta dag, fyrsta mánaðarins, byrjuðu þau
svo á verki sínu og tóku því með mikilli al-
vöru. Vivian opnaði skólakortið sitt og fletti
upp Rússlandi og lagði það á borðið svo að
hann gæti séð hversu afar stóru landi hann
væri með í að snúa. Mamie fannst það afar
skemmtilegt að færa þessar smáfórnir — ekki
aðeins þrjár. Nokkrar þeirra voru afar litlar
en þær voru þó betri en engar, og hún sagði
engum það og ekki einu sinni Vivian.
Báðum þeirra fannst, að því meira sem þau
gjörðu, því meir mundi það hjálpa. Rússland
var nú eins og þau ættu það og þau yrðu að
gjöra allt sem þau gætu fyrir það. Þau báðu
Guðs Móður að hjálpa sér í hinu mikla fyrir-
tæki sínu og þau tíndu á hverjum degi ný blóm
til þess að láta við líkneski hennar, því, eins og
Vivian sagði, var það erfitt verk, sem þau
voru að vinna, og þau þurftu á allri þeirri hjálp
að halda sem þau gátu fengið.
Það var ótrúlegt, hversu mánuðurinn var
fijótur að líða; en það kom líklegast til
af því, að það var eins og það væri
meira spennandi, þegar maður hafði ástæðu til
þess að gjöra það leynilega og eins vel og hægt
var. Námið, leikirnir og gönguferðirnar — allt
gat það orðið að bæn, aðeins að maður gerði
það ailt á réttan hátt og gæfi Guði það allt.
Seinasti dagur mánaðarins var haldinn sér-
staklega hátíðlegur með aukabænum og skrúð-
göngu í gegnum garðinn; og það kvöld fóru þau
Frh. á bls. 8.