Verndarinn : blað Jósefsfélagsins - 01.04.1938, Blaðsíða 6

Verndarinn : blað Jósefsfélagsins - 01.04.1938, Blaðsíða 6
6 VERNDARINN Natíhodftja&ÍL Qm^ííA. Nathanael Griffith er nafnið á höfðingja Basútólandsins. Fyrir afturhvarf sitt til krist- indómsins hafði hann, eins og allir basútóar, margar konur og var drykkfeldur, en hann reif sig út af þessum vondu lastafjötrum og varð eftirbreytnisverður kaþólskur maður. Eitt af því sem hann sagði þegar reynt var að fá hann til að taka upp siði síns fyrra lifn- aðar, er svo eftirtektarvert og líkt honum, að það er vert að taka það með hér: „Nafnbót mína: ,,Yfirhershöfðingi“, megið þið taka, en trú minni sleppi ég aldrei.“ Svona hjartalag, sem færir mann ósjálfrátt aftur í tímann til píslar- votta fornkirkjunnar, hefir yfirhershöfðinginn enn þann dag í dag. Þegar hann árið 1919 var boðinn til Englands, af hinum enska konungi, þáði hann boðið, en með því ákveðna skilyrði að hann fengi að hafa kaþólskan prest með. Á skipinu hlýddi hann heilagri messu hvern morgun, og meðtók heilagt altarissakramenti hvern dag. Að sunnudögum undanskildum voru fáir af hans hvítu samferða- mönnum viðstaddir guðsþjónusturnar, þrátt fyrir að þeir voru allir kaþólskir. Ferðin varði svo lengi að það var komið fram í október. Þá bað hr. Griffith bænir hins heilaga rósabands á hverju kvöídi ásamt höfðingjum sínum, rósa- bandsdrottningunni til dýrðar, og þar á eftir fóru þeir til híbýla sinna. En þeirra hvítu sam- ferðamenn urðu eftir og skemmtu sér við spil fram á nótt. Allsstaðar í Lundúnum vöktu hin- ir kaþólsku negrar undrun og aðdáun við hina háttprúðu framkomu og eðlilegu trúarvirðingu. Þeir dvöldu í Englandi 26 daga. Herra Griffith stjórnar þjóð sinni sem sann- ur kaþólskur fursti. I riti til páfa, Benedikts XV., hefir hann falið sig og þjóð sína fyrirbænum föður kristindóms- ins, og fékk fyrir stjórnartíma sinn biessun hins heilaga föður. (Þýtt). E. J. Ameríka er fremst í öllu. Bóndi nokkur kom til Chicago með stóra bol- ann sinn í taumi; hann ætlaði að fá honum slátrað í sláturhúsum borgarinnar, sem eru þau stærstu í heimi. Hann hitti verkstjórann við stofnunina og bar upp erindið, og var það auð- sótt. Þeir fóru nú með bola inn 1 bygginguna, og tók þá bóndi eftir, að út um op í vélarbákni einu þeyttist heill straumur af allskonar pökk- um, laglega útbúnum og með ýmsum áletrun- um. „Hvaða varningur er nú þetta?“ syr bóndi. „Það eru afurðir sláturdýranna", svarar verk- stjórinn. Um leið og dýrinu er slátrað, partast það í sundur í þar til gerðum vélum, og hver vélin af annari tekur við hinum ýmsu pörtum, og aðskilur hin ýmsu efni þeirra. Og loks taka við vélar, sem framleiða þennan varning úr hin- um ýmsu efnum. Svo sem: Allskonar rétti úr kjötinu og slátrinu, skófatnað og aktygjareimar úr skinninu, kerti og smyrsl úr fitunni, ábreið- ur úr hárinu, allskonar verkfæri og skrautgripi úr hornunum og beinunum, og . . „Nei, hættu nú“, mælti bóndi, „nú trúi ég þér ekki“. „Nú, ekki það, sjáðu þá sjálfur". Nú voru þeir komn- ir að hinum endanum á hinni miklu vélasam- stæðu, þar opnaði verkstjórinn stóra járnhurð og ýtti bolanum inn, og lokaði síðan hurðinni. „Jæja, hvað ætlarðu að fá úr bolanum þínum?“ spyr verkstjórinn. „Ég var nú að hugsa um að fá sitt af hverju til búsins, eins og það, sem þú nefndir áðan“, svaraði bóndinn, „ef ég gæti fengið það einhversstaðar búið til“. Verkstjór- inn færði til nokkur handföng framan á vélinni, sem voru einkennd með ýmsum nöfnum áður- nefnds varnings, og setti síðan vélina í gang. „Nú geturðu fylgst með afdrifum bola þíns, maður minn“, sagði verkstjórinn, „og gengið úr skugga um, hvort ég var að skrökva að þér. Annars ættir þú að vita það, að við Ameríku- menn erum sannorðir, og segjum vanalega ekki meira en við getum staðið við.“ „O, það er nú eftir því, sem á það er litið“, svaraði bóndinn

x

Verndarinn : blað Jósefsfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verndarinn : blað Jósefsfélagsins
https://timarit.is/publication/1662

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.