Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Blaðsíða 68
66
TIL VESTMANN'AEYJA VIÐ ÍSLANl)
Lag: Frelsissöngur Pölverja.
Vestmannaey með björg og Herjólfsdalinn,
sögurík ey sem Tyrkinn rændi forðum.
Þú ert mér hugljúf, tignarleg og fögur,
með Heimaklett, Bjarnarey, Yztaklett útvörðinn.
Vestmannaey með brimhljóð marar tónar,
framkvæmda ey með skipastólinn fríða.
Knerrin þín sigla gegnum brim með boða
til hafnar sem bygð er traustum föstum böndum
Vestmannaey með Helgafellið fríða
og skálina þar sem soðin grjótin bíða-
:,: Þegar að yfirgnæfir illska manna
sjóðandi eldhraun spýtir helga fjallið. :,:
Frá Helgafelli, Eyjafjallajökull
gnæfir mjallhvítur himinbrautum meður,
:,: fegurðarsjón þar auga gefst að líta,
frá skaparans hendi tigulega smíðið. :,:
Vestur af eynni gnæfir hani og hæna,
þau standa til botns í sævardýpis kólgu.
:,: Þetta er nafn á tveimur hafsins klettum,
sem benda á hæð er sól til viðar hnígur. :,:
Vestmannaeyja fljóðin ungu fögru,
til heilla ég óska ykkur meður mönnum,
:,: þið eflist og blómgist vizku, kærleik höndum
gleði og heilla festist trygðaböndum. :;: