Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Blaðsíða 5
FYRIRMÆLI
Ljóðmæli þessi, sem koma hér fyrir sjónir al-
mennings, eru flest til orðin á síðastliðnum vetri,
þó er, að nokkru leyti. ættjarðarkvæði um ísland
til orðið fyrir 38 árum, enda mun það vera elzta
kvæðið í bókinni. Eins og Ijóðabókin ber með sér
eru ljóðin samin undir vissum lögum og vissu efni,
án tillits til Edduljóða eða gamalla rímfræðisreglna,
sem ég álít að skemmi oft frásagnarefni ljóða, ef
haldið er of fast við hið gamla rím. Ég vænti þess,
að kvæðin geti orðið mörgum til blessunar og
gamans, ef þau eru vel fram borin eftir því hljóð-
falli, sem þau eru samin undir. Ég bið velvirðingar
á því sem miður fer.
Tvö kveðjuljóð til elzta og yngsta barns míns,
Sigríðar og Ólafs, eru orkt af unglinga- og mann-
vininum séra Friðrik Friðrikssyni.
Margir, sem þekkja mig, hafa ýtt undir mig að
láta prenta ljóðmæli þessi. Því til áréttingar og
sönnunar birti ég með formála þessum nokkrar
ljóðaumsagnir, sem mér hafa borizt í hendur frá
vinum mínum og kunningjum.
Ef vel gengur mun síðar verða gefið út áfram-