Friðarboðinn og vinarkveðjur - 15.01.1946, Page 4
sameinuðu Alþingi, og að það sé þar rætt og um það
gerðar ályktanir í lýðræðisanda.
Vegna þess að ekkert forsetakjör fór fram síðastlið-
ið sumar, þrátt fyrir löglegt framboð mitt og fram-
boð Sveins Björnssonar, þá hafa lögin um framboð og
kjör forseta verið svo herfilega brotin, að slíks; eru
engin fordæmi um tröðkun á lögum og rétti. Ég skil-
aði forsetaframboði mínu í hendur dómsmálaráðu-
neytisins á réttum tíma og fylgdi þar nægileg tala
(c. 2600) kosningabærra manna meðmælenda minna,
hlutfallslega úr öllum landsfjórðungum, eins og lögin
frá 8. febr. 1945 tilskilja. Framboð mitt til forseta-
kjörs var í alla staði löglegt og óvefengjanlegt, eins
og líka rit mín bera með sér, sem útgefin voru
skömmu síðar, og er 1 þeim að finna þau bréf, sem ég
skrifaði viðkomandi aðilum í þessu tilefni, og fylgja
rit þau þessu bréfi.
Þar sem nú forsetakjör fór aldrei fram, eins og áð-
ur er fram tekið, þótt allt væri löglega í pottinn búið
til forsetakjörsins, þjóðin svift kosningarrétti sínum,
þá hefur þarna skeð ógeðslegt lögbrot, sem er land-
inu óafmáanleg smán, bæði inn á við og ekki sízt út
á við. Hvar hundurinn liggur grafinn, — hverjum
lögbrotið er að kenna — skal ég ekkert um segja.
Á ferðalögum mínum víðs vegar um ísland og
fundahöldum gat mér ekki blandast hugur um það,
að ég átti á meðal kjós:enda íslenzku þjóðarinnar
miklu meira fylgi að fagna og að ég naut miklu meiri
ástsældar í hug og hjarta fólksins en Sveinn Bjöms-
4